Morgunblaðið - 18.08.2015, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 8. Á G Ú S T 2 0 1 5
Stofnað 1913 192. tölublað 103. árgangur
FJÖLBREYTNI Í
VERKUM OG
FRÆJUM SÁÐ
AKSTUR OG
HASAR-
MYNDAHETJA
HESTAKONA
MIÐLAR AF
REYNSLUNNI
BÍLAR EÐALHESTAR 10ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 30
Ljósmynd/Árni Geirsson
Þingvellir Aukið niturmagn og hækkandi
hitastig í Þingvallavatni veldur áhyggjum.
Hækkandi hitastig og nitur-
mengun hafa á undanförnum ára-
tugum haft þau áhrif að flóra þör-
unga hefur aukist og sjóndýpi
minnkað í vatninu. Ólafur Haralds-
son þjóðgarðsvörður á Þingvöllum
segir að vatnið sé í góðu ástandi, en
að þar hafi menn miklar áhyggjur.
Hættan sé sú að hraði breytinganna
taki kipp og að ásýnd vatnsins
breytist til muna. Orsakavaldarnir
eru m.a. taldir vera loftborin meng-
un í Evrópu, frárennsli og aukin
umferð í kjölfar fjölgunar ferða-
manna.
Þannig hafi þjóðgarðurinn beitt
sér fyrir því að allt frárennsli sé
keyrt frá Þingvöllum og til
Reykjavíkur í skólphreinsistöðvar
til þess að sporna við mengun út í
vatnið. »6
Breytingar í Þing-
vallavatni valda
miklum áhyggjum
Niðurgreiðsla skulda
» Heildarskuldir ríkissjóðs
minnka um 54 milljarða með
uppgreiðslu eigin bréfa útgef-
inna í bandaríkjadölum.
» Skuldirnar hafa minnkað um
309 milljarða frá maí 2012.
Baldur Arnarson
Jón Birgir Eiríksson
Heildarskuldir ríkissjóðs minnka um
54 milljarða króna eftir uppkaup rík-
issjóðs á eigin bréfum útgefnum í
bandaríkjadölum, að því er fram
kemur í áætlun Lánamála ríkisins.
Skuldirnar verða þá 63,8% af vergri
landsframleiðslu og hafa lækkað um
2,5%. Eftir uppgreiðslu bréfanna
verða þær 1.403 milljarðar króna.
Áhrif hefur þó að spá Seðlabanka um
verga landsframleiðslu árið 2015
virðist nokkuð rífleg.
Til samanburðar hafa skuldirnar
minnkað um 309 milljarða frá maí
2012, þegar þær voru mestar.
Voru skuldirnar þá 1.588 milljarð-
ar, eða 1.712 milljarðar á verðlagi
dagsins í dag, miðað við breytingu á
vísitölu neysluverðs.
Gangi áætlun ríkisstjórnarinnar
um afnám gjaldeyrishafta eftir, gæti
hún einnig orðið til umtalsverðrar
skuldalækkunar. Áður hefur komið
fram að afnám haftanna gæti skilað
682 milljörðum í ríkissjóð sem nýttir
yrðu í niðurgreiðslu skulda ef reikn-
að er með frádráttarheimildum sem
slitabú gætu nýtt sér.
Ríkisskuldir minnka um 2,5%
Heildarskuldir ríkissjóðs eru 63,8% af VLF Lækkunin nemur 54 milljörðum
Skuldir minnkað um 309 milljarða frá maí 2012 Afnám hafta hefur mikil áhrif
M940 þúsund á hvern Íslending »9
Yngvi Pétursson, rektor Mennta-
skólans í Reykjavík, hefur farið þess
á leit við borgaryfirvöld að skólinn fái
að taka inn nemendur ári fyrr, þ.e.
eftir að þeir hafa lokið 9. bekk, og síð-
an taki við þriggja ára framhalds-
skólanám. Skólinn er annar tveggja
framhaldsskóla á landinu sem enn
bjóða upp á fjögurra ára nám til stúd-
entsprófs og verði af því að MR taki
inn nemendur fyrr verður nám við
skólann áfram fjögur ár. Að öðrum
kosti verður það þrjú ár.
Hinn skólinn er Menntaskólinn á
Akureyri og þar verður boðið upp á
þriggja ára nám frá og með næsta
hausti. Undanfarin tíu ár hafa um 20
nemendur úr 9. bekk átt þess kost á
hverju ári að hefja nám í MA.
Spennandi hugmyndir
Skúli Helgason, formaður skóla- og
frístundaráðs Reykjavíkurborgar,
segir þessa tillögu rektors MR ekki
hafa verið tekna fyrir formlega í
ráðinu og segir að sér sé ekki kunn-
ugt um að aðrir framhaldsskólar í
Reykjavík hafi komið formlega fram
með viðlíka hugmyndir. „Mér finnst
spennandi að skoða allar hugmyndir
um aukinn sveigjanleika í kerfinu, allt
snýst þetta um að ná því besta út úr
hverjum og einum nemanda,“ segir
Skúli.
Fyrr í sumar óskaði Dagur B. Egg-
ertsson, borgarstjóri í Reykjavík, eft-
ir viðræðum við Illuga Gunnarsson
mennta- og menningarmálaráðherra
um aukinn sveigjanleika á milli skóla-
stiga. Dagur segist ekki hafa fengið
formleg viðbrögð frá ráðherra. „En
ég á ekki von á öðru en góðu sam-
starfi um að þróa, skoða og ræða
þessar hugmyndir,“ segir Dagur.
annalilja@mbl.is »6
MR vill fá 10. bekkingana
Tveir framhaldsskólar eru ennþá með fjögurra ára nám til stúdentsprófs
Morgunblaðið/Styrmir Kári
MR Frá skólasetningu í gær.
Talsverð úrkoma var í höfuðborginni í gær og
útlit fyrir meira regn það sem eftir lifir vik-
unnar. Þó má ætla að sólin láti sjá sig á miðviku-
dag, en þess á milli verður talsverð væta. Þær
eru mismunandi leiðirnar sem borgarbúar fara
til að skýla sér fyrir regninu. Drengurinn með
skrautlega höfuðbúnaðinn stóð regnið af sér á
Ingólfstorgi í gær en ferðamennirnir við hliðina
notuðust við hefðbundnar aðferðir.
Allar leiðir notaðar til að skýla sér í rigningunni
Morgunblaðið/Eggert
Votviðri á höfuðborgarsvæðinu í gær
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir,
stjórnsýslufræðingur og lektor við
Háskóla Íslands, segir að stjórn-
sýslukærum hafi fjölgað verulega
eftir hrun og er það að hennar sögn
birtingarmynd af vantrausti á
stjórnsýslunni. Almenningur sé
upplýstari og kröfuharðari en áður
gagnvart hinu opinbera.
Í innanríkisráðuneytinu var úr-
skurðað í 111 kærumálum á fyrstu
sex mánuðum ársins. Málsmeðferð-
artíminn í þeim var að meðaltali um
9 mánuðir. Unnið er að styttingu
málsmeðferðartíma í ráðuneytinu
og er t.d. málshraði í sifjamálum nú
um 6 mánuðir. »14
Stjórnsýslukærum
fjölgaði eftir hrun
Útflutningsverðmæti til Rúss-
lands hefur þrettánfaldast frá árinu
2004, samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofu Íslands. Rússland er í 6.
sæti af 134 viðskiptalöndum og nam
verðmæti útflutnings til Rússlands
á síðasta ári rúmum 29 milljörðum
króna sem er 5% af heildarútflutn-
ingi landsins. Það er svipað og flutt
var út til Frakklands og Bandaríkj-
anna. Rússland er því í hópi mik-
ilvægustu útflutningslandanna
ásamt Hollandi, Bretlandi, Spáni,
Þýskalandi, Frakklandi, Bandaríkj-
unum og Noregi. 82% af útflutningi
til Rússlands eru sjávarafurðir, að-
allega makríll, síld og loðna. »16
Útflutningur til
Rússlands jókst