Morgunblaðið - 18.08.2015, Síða 4

Morgunblaðið - 18.08.2015, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Viðskiptaþvinganir bandamanna gegn Rússum hafa engin áhrif haft á sölu dvergkafbáta fyrirtækisins Teledyne Gavia til rússneska sjó- hersins, að sögn Arnars Steingríms- sonar, sölustjóra fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Enn er í smíðum einn af átta kafbátum sem herinn keypti af fyrirtækinu, en kafbátarn- ir eru metnir á þrjá milljarða króna. „Við höfum ekki lent í teljandi vandræðum með samningana nú þegar, en þetta er þó alltaf að breyt- ast og þróast og vonandi hefur þetta ekki áhrif á okkur,“ segir Arnar. Óvíst er með framtíðarætlanir fyr- irtækisins í Rússlandi, en að sögn Arnars er Rússlandsmarkaðurinn einn sá stærsti í kafbátageiranum. Menn meti nú framtíðarhorfur á Rússlandsmarkaði hvað kafbátasöl- una varðar, ekki sé ljóst hvort þvinganirnar hafi frekari áhrif. Teljast ekki til hergagna Arnar segir ástæðuna vera að kafbátarnir teljist ekki til hergagna eins og þau eru skilgreind í þving- unum bandamanna. „Núverandi samningar eru enn í gildi og verða það þar til þeir renna út. Við höfum ekki lent í vandræðum með að upp- fylla þá enda höfum við öll leyfi til staðar. Tækin sem við seljum eru ætluð í björgunaraðgerðir,“ segir hann. Aðspurður hvort kafbátarnir geti talist til hergagna í einhverjum skilningi segir Arnar að ef eitthvað í bátunum gæti talist til hergagna væri það mögulega stýribúnaðurinn. Hann sé þó ekki ætlaður í hernað frekar en aðrir hlutar bátanna. Fyrirtæki í útrás Teledyne Gavia hét áður Haf- mynd ehf., en fyrirtækið breytti um nafn eftir að það var selt bandaríska hátæknifyrirtækinu Teledyne Bent- hos árið 2010. Þá hafði fyrirtækið framleitt dvergkafbáta frá árinu 1997, en framleiðsla þeirra fer enn fram á Íslandi. Meðal sérkenna bátanna er að þeir hafa verið þeir minnstu sinnar tegundar sem kom- ust niður á eins kílómetra dýpi. Einnig má taka þá í sundur eins og hentar og koma fyrir nýjum mæli- tækjum og nemum, með tilheyrandi hagræði fyrir kaupendur. Þvinganir hamla ekki kafbátasölu  Djúpför Teledyne Gavia teljast ekki til hergagna  Samningur við rússneska herinn enn í gildi  Einn af átta kafbátum enn í smíðum  Framtíðarmarkaður í Rússlandi gæti verið í hættu Morgunblaðið/Þórður Djúpfar Viðskiptaþvinganirnar hafa engin áhrif haft á sölu dvergkafbát- anna til Rússlands. Kafbátarnir hafa frá upphafi verið smíðaðir hérlendis. „Þetta er ekki kjarasamningur. Þetta er úrskurð- ur og það eru auðvitað gallar á honum því það vantar ýmislegt sem nauðsynlegt er að hafa í kjarasamningi. Svo á fólk að klára hlutina með því að undirrita eitthvað,“ segir Páll Halldórsson, for- maður samninganefndar BHM, en félagið hélt upplýsingafund fyrir félagsmenn samtakanna í gærkvöldi. Á fundinum var niðurstaða gerð- ardóms skýrð og farið yfir ákvarðanir hans. Upplýsingafundur BHM með félagsmönnum Morgunblaðið/Eggert Vantar ýmislegt í úrskurð gerðardómsins Íslenska lækningavörufyrirtækið Kerecis kynnir í vikunni rann- sóknaniðurstöður á herlæknaþingi bandaríska varnarmálaráðuneyt- isins sem haldið er í Florída. Rann- sóknirnar sem m.a. hafa verið unnar í samstarfi við Rannsóknamiðstöð bandaríska sjóhersins og Sárarann- sóknarsetur bandaríska landhersins styrkja enn frekar vísindalegan grunn fyrir tækni fyrirtækisins þar sem þorskroð er nýtt til að gera við skemmda vefi líkamans, m.a. til að græða erfið og þrálát sár. Vara Kerecis er affrumað Omega3-ríkt þorskroð og við notkun er roðbúturinn lagður ofan í vefjar- skaðann og vaxa þá heilbrigðar frumur líkamans inní efnið. Frum- urnar hefja þar uppbyggingu á nýj- um líkamsvef á meðan efni Kerecis brotnar hægt niður. Nú hyggst fyrirtækið setja auk- inn kraft í sölu og markaðssetningu vara sinna og var Erlendur Geir Arnarson nýverið ráðinn yfirmaður sölu og dreifingar hjá fyrirtækinu sem liður í þeirri vegferð. „Ég tel fyrirtækið statt á mjög spennandi stað og bjart fram- undan.“ segir Erlendur. „Eftirlits- stofnanir í Bandaríkjunum og Evr- ópu hafa veitt leyfi fyrir sölu vörunnar en það er lykilatriði. Auk minnar ráðningar var starfsmaður okkar að flytja til Þýskalands til að styðja við dreifikerfi okkar þar sem er komið vel af stað. Við erum einn- ig með starfsmann í Washington sem hefur verið að vinna með hern- um og einkaspítölum þar sem varan er að komast í notkun. Auk þessa hafa á undanförnum vikum og mán- uðum verið gerðir dreifingarsamn- ingar við aðila í nokkrum löndum, t.d. í Svíþjóð, Tyrklandi, Ítalíu og fleiri löndum.“ Rannsóknaniðurstöður Kerecis sem verða kynntar á ráðstefnunni í Bandaríkjunum á næstu dögum sýna meðal annars að vefjaviðgerð- arefni Kerecis laðar að sér frumur og stofnfrumur líkamans sem búa um sig í stoðefninu og stuðla þar að endursköpun hins skaðaða vefjar. benedikt@mbl.is Endurskapa skaðaðan vef  Íslenska lækningavörufyrirtækið Kerecis kynnir rannsóknir á Flórída Ljósmynd/Kerecis Vefur Framleiðslan fer fram á Ísa- firði þar sem fiskroð er nýtt. Meirihluti lands- manna er and- vígur inngöngu Íslands í Evrópu- sambandið, sam- kvæmt nið- urstöðum skoðanakönn- unar sem Gallup gerði fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæð- issinna í Evrópumálum. Rúmur helmingur, eða 50,1%, er andvígur inngöngu í ESB en rúmur þriðjungur er henni fylgjandi eða 34,2%. 15,6% sögðust hvorki fylgj- andi né andvíg inngöngu í sam- bandið. Sé eingöngu tekið mið af þeim sem taka annað hvort afstöðu með eða á móti inngöngu Íslands í ESB eru 59,4% andvíg aðild að sam- bandinu og 40,6% henni hlynnt. Afgerandi andstaða við inngöngu í ESB Nei Alls voru 1482 manns í úrtakinu. Egill Gunnars- son, 27 ára bú- fræðingur frá Egilsstöðum í Fljótsdal, hefur verið ráðinn bú- stjóri Hvanneyr- arstaðar, en hann lauk BS prófi í búvís- indum og búfræðiprófi frá Land- búnaðarháskólanum árið 2012. Áð- ur starfaði hann sem söluráðgjafi hjá Líflandi þar sem hann veitti ráðgjöf um fóðrun og jarðrækt. Kenndi hann einnig raun- og nátt- úrufræðigreinar í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Nýr bústjóri ráðinn á Hvanneyrarstað Egill Gunnarsson Guðmundur Ragnarsson, for- maður VM, segir á vefsíðu félags- ins að úrskurður gerðardóms í síð- ustu viku muni hafa áhrif á kom- andi kjara- viðræður. „Ég býst líka við að atvinnurekendur verji sína láglaunastefnu af fullri hörku. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa traust bakland,“ segir Guð- mundur og bætir við. „Í mínum huga er mörgum stórum spurn- ingum ósvarað, það er að segja hvaða hópum á að skammta hækk- anir og hverjum ekki.“ Mörgum stórum spurningum ósvarað Guðmundur Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.