Morgunblaðið - 18.08.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.08.2015, Blaðsíða 9
Heildarskuldir ríkissjóðs Heimild: Lánamál ríkisins. 1,6 1,4 1,2 1,0 0,8 0,6 0,4 0,2 31.1.2008 31.7.2015 1.457.058 308.330 31.12.´09 1.312.992 31.12.´08 653.278 31.1.´09 901.837 31.5.´12 1.588.638í milljónum króna (í þúsundum milljóna á lóðréttum ás) Skuldir ríkissjóðs 2011 - 2015 Samkvæmt Lánamálum ríkisins *VLF = Verg landsframleiðsla. Miðað er við áætlaðan hagvöxt árið 2015 í Peningamálum, riti Seðlabanka Íslands. Tölur um skuldir og skuldahlutfall þessa mánuði eru sóttar í sömu heimild. Tölur fyrir VLF árin 2011 til 2014 eru hins vegar sóttar til Hagstofunnar. Þær miðast við stöðuna í árslok en ekki við stöðuna þessa mánuði. **Tölur eru núvirtar miðað við vísitölu neysluverðs í júlí 2015. ág.15 1.403 63,80% 2.200 feb.15 1.509 75,50% 1.537 ág.14 1.472 78,40% 1.496 1.993 feb.14 1.450 77,70% 1.489 ág.13 1.457 85,30% 1.514 1.881 feb.13 1.483 81,40% 1.556 ág.12 1.483 85,10% 1.608 1.780 feb.12 1.523 83,60% 1.675 ág.11 1.392 85,40% 1.571 1.703 feb.11 1.322 84,60% 1.546 Skuldir ríkissjóðs í milljörðum kr. Skuldir sem hlutfall af VLF* VLF hvert ár*Núvirt** BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Heildarskuldir ríkissjóðs hafa minnkað um 309 milljarða króna frá því í maí 2012, á verðlagi dags- ins í dag. Skuldirnar voru 1.588 milljarðar króna í maí 2012, eða 1.712 milljarðar á verðlagi nú, mið- að við breytingu á vísitölu neyslu- verðs. Til samanburðar segir í nýj- ustu áætlun Lánamála ríkisins, að heildarskuldir ríkissjóðs verði um 1.403 milljarðar eftir uppkaup rík- issjóðs á eigin bréfum útgefnum í bandaríkjadölum. Lækkar um 54 milljarða Þar segir að eftir uppkaupin hafi heildarskuldir ríkissjóðs minnkað um 54 milljarða króna, sem jafn- gildi því að skuldirnar minnki um 2,5%, niður í 63,8% af vergri lands- framleiðslu. Það lækkar skulda- hlutfallið 2015 að spá Seðlabank- ans um verga landsframleiðslu í ár virðist nokkuð rífleg. Skuldalækkunin frá maí 2012 til þessa dags, sem er 309 milljarðar á verðlagi í dag, eða 309 þúsund milljónir, jafngildir tæplega 940 þúsund krónum á hvern lands- mann, miðað við íbúafjöldann 1. jan. 2015. Í töflunni hér fyrir ofan til vinstri eru endurbirtar tölur frá Lánamálum ríkisins um þróun heildarskulda ríkissjóðs. Tölurnar eru með sex mánaða millibili frá febrúar 2011 til ágúst 2015. Skuldahlutfallið hverju sinni bygg- ist á spá Seðlabankans á vergri landsframleiðslu. Tölurnar fyrir verga landsframleiðslu í dálkinum lengst til hægri á sama grafi eru hins vegar niðurstöðutölur Hag- stofunnar hvert ár. Munurinn á þessu er þó auka- atriði í samhengi þessarar greinar. Aðalatriðið er að heildarskuldir ríkissjóðs eru að minnka sem hlut- fall af vergri landsframleiðslu. Það þýðir að þær eru að verða hlut- fallslega minni byrði á ríkissjóði og þar með skattgreiðendum. Það varð þjóðinni til láns í efnahags- hruninu að ríkissjóður var skuldlít- ill þegar bankakerfið hrundi. Þær upplýsingar fengust frá Seðlabankanum að heildarskuld- irnar væru fengnar með því að leggja annars vegar saman inn- lendar skuldir, á nafnvirði að við- bættum áföllnum vöxtum og verð- bótum, og hins vegar erlendar skuldir á nafnvirði. Eins og sjá má á hægra grafinu hér fyrir ofan fara heildarskuldir ríkissjóðs stigminnkandi. Þær eru þó enn miklar. Skal tekið fram að þetta eru heildarskuldir á nafn- virði hverju sinni. Tölurnar hafa með öðrum orðum ekki verið færð- ar á verðlag nú. Afnám hafta gæti skilað miklu Til tíðinda gæti dregið í þessum efnum ef áformuð áætlun um af- nám hafta gengur eftir. Hefur komið fram að sú áætlun gæti skil- að ríkissjóði miklu í aðra hönd og að það fé verði nýtt til nið- urgreiðslu skulda. Fram kom í Morgunblaðinu 9. júní sl., daginn eftir að afnáms- áætlunin var kynnt á fundi í Hörpu, að aðgerðirnar gætu skilað ríkissjóði 682 milljörðum, m.t.t. frádráttarheimilda sem slitabú gætu nýtt sér. Alls 940 þúsund á hvern Íslending  Skuldir ríkissjóðs hafa minnkað um 309 þúsund milljónir á núvirði síðan þær urðu mestar 2012  Það jafngildir næstum milljón á hvern landsmann  Skuldabyrði ríkissjóðs hefur minnkað mikið Morgunblaðið/Ómar Seðlabanki Íslands Skuldafjallið sem myndaðist eftir efnahagshrunið 2008 hefur lækkað mikið. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2015 SMÁRALIND • 2 HÆÐ SÍMI 571 3210 Barnakuldaskór Skólatilboðið gildir til 25. ágúst Stífur hælkappi Loðf óður Rennilás Grófur sóli Skólatilboð 5.596 Verð áður 6.995 Stærðir 30-35 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Verðhrun á útsölunni Aðeins 5 verð 1.000.- 2.000.- 3.000.- 4.000.- 5.000.- mbl.is alltaf - allstaðar Arngrímur Jó- hannsson, flug- maður og fyrr- verandi forstjóri flugfélagsins Atl- anta, hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans. Arngrímur hefur verið þar eftir flugslys í Bark- árdal í Hörgársveit. Arngrímur hlaut alvarleg bruna- sár víða um líkamann, á öðrum handlegg og báðum fótleggjum meðal annars, og hefur hann farið í aðgerð vegna sáranna. Vélin, sem var eins hreyfils sjó- flugvél af gerðinni Beaver með kall- merkið N610LC brotlenti á fjallinu Gíslahnúk í Barkárdal og lést Arth- ur Grant Wagstaff fæddur árið 1959. Hann var kanadískur rík- isborgari. Flugvélin var flutt burt af slysstað á mánudaginn, til Reykjavíkur, og er nú til rann- sóknar hjá Rannsóknarnefnd flug- slysa. Arngrím- ur af gjör- gæslu  Flugvélin enn í rannsókn Arngrímur Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.