Morgunblaðið - 18.08.2015, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Auðvitað erþað um-hendis að
þurfa að hverfa frá
meintri þátttöku í
refsiaðgerðum
gegn Rússum. Ekki vegna þess
að rétt væri að hlaupa í þær,
þegar hnippt var í Íslendinga
þegar ákvarðanir annarra lágu
fyrir. Eins og komið er væri
hægt að saka Ísland um að rjúfa
samstöðu og að skera sig úr
leik.
Sumir segja að með slíkri
ákvörðun væri Ísland að sam-
sama sig mannréttindabrotum.
Það er eins og hver önnur vit-
leysa. Viðskipti við útlönd yrðu
ólík því sem nú er lægi sá mæli-
kvarði jafnan til grundvallar.
Vandinn er kominn til vegna
þess að landið var án athugunar
skrifað fyrir þátttöku í refsiað-
gerðum án tillits til eðlis þeirra
eða mats á hættum fyrir Ísland.
Yfirvöld hafa viðurkennt að
ónóg athugun fór fram á málinu
áður en það var stimplað. Engin
skýrsla lá fyrir um afleiðingar
þess fyrir Ísland. Við bætist að
engin greinargerð var lögð fram
um það, hvaða refsiaðgerðum
Ísland ætlaði að beita gagnvart
Rússum!
Hvernig gat það gerst, að
utanríkisráðuneytið gerði til-
lögur um efnhagslegar refsiað-
gerðir gegn Rússum, legði þær
fyrir ríkisstjórn og tilkynnti
umheiminum samþykkt þeirra
án þess að vita hvað í þeim fæl-
ist?
Sumir þingmenn virðast enn
úti á túni í málinu. Pressan tek-
ur þessi ummæli upp úr fésbók-
arfærslu eins þeirra: „Að sjálf-
sögðu tekur Ísland þátt í
refsiaðgerðum Evrópusam-
bandsins og vesturvelda gagn-
vart Rússlandi. Ísland stendur
stolt með vestrænum lýðræð-
isríkjum. Gleymum því ekki að
það er Rússland sem er að beita
Ísland viðskiptaþvingunum. En
ekki öfugt.“ Það er ekki heil brú
í þessum texta. En viðurkenna
má að hann er í góðu samræmi
við málatilbúnað utanríkisráðu-
neytisins. Íslensk yfirvöld létu
ekki aðeins hjá líða að gera
áætlun um hvaða refsiaðgerðir
Íslendingar ætluðu Rússum.
Þau hreyfðu ekki legg eða lið í
þeim efnum. Jón Ásbergsson,
framkvæmdastjóri Íslands-
stofu, segir í viðtali við Morg-
unblaðið í gær að hann viti ekki
til þess að ákvörðun um refsiað-
gerðir hafi breytt einu eða neinu
í innflutningi og útflutningi á
milli Íslands og Rússlands!
Hafði það ekki stórkostlega góð
áhrif á stöðu mannréttindamála
á hinu umdeilda svæði?
En utanríkisráðherranum og
embættismönnum hans tókst þó
að sjá til þess að Ísland sætti
refsiaðgerðum sem bíti fyrir-
tæki, atvinnutækifæri, gengi og
hag almennings. Ekki er snert
við rússneskum
hagsmunum, en
hinir íslensku settir
í uppnám. Var það
íslenskur almenn-
ingur eða gjaldeyr-
isaflandi fyrirtæki sem stálu
Krímskaga og storkuðu full-
veldi stjórnarinnar í Kiev?
Ráðherrann veittist að mönn-
um sem voru sekir um það eitt,
að benda á í hve miklar ógöngur
stefna hans væri komin. Hann
sagði þá ekki vilja taka þátt í
„samfélagslegu verkefni“ og því
varla hæfir til að sjá um útgerð í
landinu! Hvaða samfélagslega
verkefni á ráðherrann við? Ekki
hefur hann lyft litla fingri gegn
Rússum. Frá því að utanrík-
isráðherrann fékk ríkisstjórn-
ina til að samþykkja að Ísland
fyrir sitt leyti beitti Rússland
efnahagslegum refsiaðgerðum
hefur ekki verið hætt við að
kaupa eina skrúfu þaðan, hvað
þá naglbít.
Ráðherrann framlengdi einn
og sjálfur „efnahagsþvinganir“
en þá stóð heldur ekki til að
gera neitt með þær.
Það er ömurlegt að horfa upp
á, hvernig Rússar smána full-
veldi Úkraínu og beita sér gegn
því að vilji hennar megi ná fram
að ganga.
En hitt er einnig augljóst, að
ESB og Bandaríkin hafa skilið
Úkraínu eftir á köldum klaka.
Hinar bútasaumuðu „refsiað-
gerðir“ eru einungis plástur á
sárið sem samviskubit vinsam-
legu stórveldanna veitti Úkra-
ínu. Það er óvenjulegt að sam-
viskubit skilji eftir sig sár á
öðrum, en þetta gerir það.
Hvorki Bandaríkin né ESB
trúa því að efnahagsþvinganir
leiði til þess að Krímskaga verði
skilað. Stjórnmálaelítan í
Þýskalandi liggur ekki á því að
það sé ekki raunhæft markmið.
Markmið refsiaðgerðanna hafa
verið smækkuð niður í það að
„vopnahlésskilmálar frá Minsk
fundunum“ hafi staðist nægi-
lega lengi. Það er allt og sumt.
Kannski ætlar íslenska utan-
ríkisráðuneytið, með öfugum
refsiaðgerðum sínum, að
krækja í Krím af Rússum.
Refsiaðgerðir Íslands birtast
þannig, að ekki er svo mikið sem
nartað í viðskiptalega hagsmuni
Rússa, en Ísland er látið þola
fjarhagslegt tap upp á 35 millj-
arða árlega.
Utanríkisráðuneytið íslenska
bindur kannski vonir sínar við
það, að þegar íslenska tapið hafi
staðið í 10 ár eða svo og upp-
hæðin sé komin upp í svo sem
300 milljarða króna, þá muni
hinum viðkvæmu Rússum verða
svo mikið um aumingjadóm Ís-
lands að þeir geti ekki annað en
skilað Krím aftur til Úkraínu.
Það mætti veita mönnum frið-
arverðlaun fyrir minna afrek en
það. Kannski er Súkarnóstofn-
unin tilkippileg.
Erfiðast er að kyngja
þegar menn þurfa
að éta ofan í sig}
Myndin orðin ljós
U
m nýliðna helgi tók RÚV upp á
því að sýna hið sígilda snilldar-
verk Some Like It Hot frá 1959,
með Marilyn Monroe, Tony
Curtis og Jack Lemmon í að-
alrullum. Myndin sú er vitaskuld stanslaus
skemmtun og eldist eins og eðalskoti. Ekki síst
á hún vel upp á pallborðið um þessar mundir
þegar Mad Men-útlitið er hámóðins. Nema
hvað, vinkona mín tók til vopna á Fésbók og
fann myndinni allt til foráttu og það sem meira
er, megnið af þeim sem sáu ástæðu til að leggja
við athugasemdir voru henni sammála. Það
fannst mér sorglegt því ég hélt að gæði og
skemmtanagildi góðra bíómynda glötuðust eigi
heldur hefðu eilíft líf? Kannski eru það örlög
allra bíómynda að eldast, úreldast og enda loks
í glatkistunni, öllum gleymdar?
Þetta minnir mig á skondið atvik fyrir röskum áratug.
Síðkvöld eitt lagði ég í bíltúr og ók á milli vídeóleiganna í
Hafnarfirðinum (ég bjó þá á Holtinu, sem heitir, ekki langt
frá ísbjarnargryfju Sædýrasafnsins sáluga) og hugðist
leita mér að rykfrakkaklæddum rökkurtrylli frá gullöld
Hollywood; mig þyrsti í langa skugga, þokudrunga, vél-
ráð, svikul tálkvendi og allt hitt sem prýðir góða og gamla
sakamálamynd af film noir-skólanum. En ég greip í tómt á
hverri leigunni á fætur annarri og hvergi var til gamalt og
gott rökkurbíó. Loks var ég kominn nokkuð að heiman,
nánar tiltekið á vídeóleigu við Flatahraun, sem ég held að
ekki sé lengur í rekstri. Þegar inn var komið spurði ég af-
greiðslustúlku hvort einhver hillan geymdi
sérstaklega gamlar og góðar spennumyndir.
Hún jánkaði því, snerist á hæl og ég hélt í
humátt á eftir henni, vongóður nokk. Loks
staðnæmdist hún og skimaði yfir tiltekna hillu,
valdi loks mynd og rétti mér.
„Þessi er alveg nokkuð gömul og spenn-
andi,“ sagði hún án þess að blikna. Myndin?
Die Hard hin fyrsta, frá árinu 1988. „Er hún að
gera at í mér?“ hugsaði ég en áttaði mig svo á
því að líkast til var myndin eldri en af-
greiðslustúlkan, þegar allt kom til alls. Best að
vera bara kurteis og sjá hvort ekki rætist úr.
„Nei, veistu – ég var svona meira að spá í
virkilega gamalt stöff, frá nítjánhundruð fjöru-
tíu og eitthvað. Alveg svo gamalt!“ Stúlkan leit
á mig grunsemdaraugum, hallaði loks undir
flatt og brosti út í annað.
„Ég held nú að það hafi ekki verið til vídeóspólur á þeim
árum, ha?“
Ég álpaðist út í kvöldmyrkrið og út í bíl, of sleginn til að
geta svarað fyrir mig.
Vonandi heldur RÚV samt áfram að reyna að koma
áhorfendum sínum til nokkurs bíóþroska því að dropinn
holar steininn og allir geta lært að meta almennilegt bíó.
Legg ég hér með inn óskalista sem samanstendur af Il
Gattopardo, Touch of Evil, Double Indemnity, Mr. Deeds
Goes to Town, Les Diaboliques, Dersu Uzala – bara svona
til að byrja með. Af nægu er að taka.
jonagnar@mbl.is
Jón Agnar
Ólason
Pistill
Algert bíó!
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Niðurstaða hvalatalningarHafrannsóknastofnunarí samstarfi við Fær-eyinga, Norðmenn og
Grænlendinga bendir til þess að
hrefnu hafi haldið áfram að fækka
við Íslandsstrendur, en sambærileg
talning árið 2007 sýndi að hrefnum
hafði fækkað umtalsvert frá árinu
2001. Á sama tíma hefur langreyðum
og hnúfubökum fjölgað í lögsögunni.
Ný veiðiráðgjöf á næsta ári
Gísli Víkingsson, einn leiðang-
ursstjóra í hvalatalningaleiðangri
Hafrannsóknastofnunnar, segir að
unnið verði úr gögnunum, sem feng-
ust úr leiðangrinum, í vetur. Í fram-
haldinu verði lögð fram ný veiðiráð-
gjöf sem tekur í gildi fyrir næsta ár.
Talningin fer fram úr flugvél og seg-
ir Gísli að það taki nokkurn tíma að
slá inn gögnin og reikna út stofn-
stærðina.
Í fréttatilkynningu frá Haf-
rannsóknastofnun kemur m.a. fram
að hrefnur, sem mest er veitt af í
lögsögunni, voru um 40 þúsund um
aldamótin en þær voru áætlaðar 20
þúsund árið 2007. Fór veiðiráðgjöfin
þá úr rúmlega 400 dýrum í 229 dýr
ár hvert. ,,Við teljum að þetta tákni
ekki breytingu í stofnstærð, heldur
er um að ræða breytingu í útbreiðsl-
unni innan stofnsvæðisins, sem nær
frá Grænlandi, til Íslands og alveg til
Jan Mayen,“ segir Gísli.
Hann segir að hlýnun sjávar sé
líklega ástæða þess að minna sést af
hrefnu við Íslandsstrendur og það
hafi haft áhrif á mikilvægar fæðu-
tegundir, þá sérstaklega á sandsíli
og loðnu. Hann segir að eftir hrun á
sandsílastofninum sem varð árið
2005 hafi hrefnan meira sótt í þorsk-
fiska og síld. ,,En stór hluti stofnsins
hefur sennilega elt loðnuna úr lög-
sögunni,“ segir Gísli.
Talningarnar eru í samstarfi við
Grænlendinga og Norðmenn og að
sögn Gísla er eftir að telja hvali við
austurhluta Grænlands. „Þar er
gjarnan mikil þoka frameftir sumri
og því telja þeir þar í ágúst og sept-
ember,“ segir Gísli.
Heildarveiði úr stofninum und-
anfarin ár hefur verið lítil. ,,Þó ís-
lenski kvótinn sé 229 dýr þá hefur
veiði verið vel innan við hundrað
dýr. Á síðasta ári voru ekki veiddar
nema um 20 hrefnur,“ segir Gísli.
Þá segir Gísli að við austurhluta
Grænlands hafi einungis verið
veiddar um tíu hrefnur en Norð-
menn hafi einskorðað veiðar sínar
við strendur Noregs. Hrefnurnar
þar eru taldar úr öðrum stofni en
þeim sem er við Jan Mayen.
Stofn eins og fyrir tíð veiða
Talningar sem þessar fóru fyrst
fram árið 1987 og voru síðan end-
urteknar árin 1989, 1995, 2001 og
2007. Þær hafa sýnt talsverðar
breytingar í fjölda og útbreiðslu
hvala við landið síðastliðin 20 ár.
Þannig hefur fjöldi langreyða aukist
talsvert, sérstaklega vestur af land-
inu. Þá sýnir þessi nýja talning að
hnúfubakar eru einnig fleiri en í síð-
ustu mælingu. „Langreyði hefur
fjölgað jafnt og þétt frá fyrstu taln-
ingu árið 1987. Áætluð tala er 20-25
þúsund dýr núna eftir aldamótin. Sú
fjölgun hefur verið mest fyrir vestan
í Grænlandshafi, milli Íslands og
Grænlands, þar sem töluverð hlýnun
hefur orðið. Þegar stofnsvæðið er
skoðað í heild þá eru bæði hrefna og
langreyður taldar vera nálægt þeirri
stofnstærð sem var áður en hval-
veiðar hófust í heiminum,“ segir
Gísli.
Hrefnan hefur
leitað úr lögsögunni
Morgunblaðið/Jim Smart
Skýtur upp kollinum Minna er af hrefnu í íslenskri lögsögu en í fyrri
mælingum. Áætlað er að hún hafi í auknum mæli flutt sig um set.
Gunnar Bergmann Jónsson,
framkvæmdastjóri Hrefnu-
veiðimanna ehf, segir að
hrefnuveiðar gangi vel. „Þær
hafa ekki gengið betur en síð-
an árið 2010,“ segir Gunnar.
Hann segir að bátar fyrirtæk-
isins hafi veitt 28 hrefnur í
Faxaflóa það sem af er sumri.
Hafa bátarnir ekkert veitt það
sem af er ágústmánuði en
fóru af stað að nýju í gær-
morgun. „Við tókum 24 hrefn-
ur allt árið í fyrra. Þá byrj-
uðum við í apríl, en núna
lentum við í því að geta ekki
byrjað fyrr en í júní vegna
verkfalls dýralækna. Því erum
við búnir að veiða mun meira
og á styttri tíma en allt árið í
fyrra,“ segir Gunnar. Hann
segir að vertíðinni muni brátt
ljúka en það fari eftir veðri og
vindum.
Ekki gengið
betur í 5 ár
HREFNUVEIÐAR