Morgunblaðið - 18.08.2015, Síða 23

Morgunblaðið - 18.08.2015, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2015 ✝ Erling ÞórHermannsson fæddist á Ísafirði 12. mars 1941. Hann lést 5. ágúst 2015. Erling Þór var sonur hjónanna Hermanns Sigurðar Björnssonar póst- afgreiðslumanns, f. 4. desember 1917 á Ísafirði, d. 14. maí 1994, og Sigríðar Áslaugar Jóns- dóttur húsmóður, f. 5. janúar 1922 í Hafnarfirði, d. 23. júlí 1994. Erling ólst upp á Ísafirði ásamt systkinum sínum. Þau eru Sesselja Áslaug, f. 1943, Ásthild- ur Inga, f. 1945, Björn Hermann, f. 1947, d. 2012, Jón Gestur, f. 1948, og Ásdís Sigríður, f. 1949. Erling kvæntist 5. desember 1964 Guðlaugu Grétu Þórðar- dóttur, f. 1945 í Hafnarfirði. Þau bjuggu alla tíð í Hafnarfirði og eignuðust þrjú börn: 1) Her- mann Björn, f. 1965, kvæntur Hansínu Hafsteinsdóttur, f. 1963, barn þeirra er Dagný Gréta, f. 1999, barn Hansínu frá bandi sótti hann námskeið er- lendis sem tengdust nýjungum á þessum sviðum. Hann starfaði árin 1962-1976 hjá Sveinn Jóns- son frystivélaverkstæði sem kælitæknimaður og verkstjóri frá 1968. Árið 1976 gerðist Er- ling einn af stofnendum S.J. Frost hf. sem síðar varð Kæl- ismiðjan Frost hf. og var Erling fyrsti framkvæmdastjóri S.J. Frost hf. árin 1976-1985. Erling vann hjá Hitastýringu hf. á ár- unum 1988-1992, við loftræsti- kerfi, hönnun loftkælibúnaða, smíði, uppsetningu og þjónustu m.a. í stærstu tölvusölum lands- ins. Árið 1993 vann hann á veg- um Umhverfisráðuneytisins við samning reglugerðar um kæli- og varmadælukerfi ásamt til- lögum að kröfum til kælitækni- manna um að öðlast atvinnurétt- indi hér á landi. Á árabilinu 1993-2001 starfaði Erling hjá Kælismiðjunni Frost hf. sem lag- er- og innkaupastjóri og hjá Ís- kerfi hf. m.a. við hönnun og smíði nýrra gerða krapaísvéla ásamt uppsetningum þeirra víða erlendis. Starfsævi sinni lauk Erling hjá Marel hf. Hann hóf þar störf árið 2001og vann til starfsloka 1. apríl 2011. Útför Erlings Þórs verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 18. ágúst 2015, og hefst at- höfnin kl. 13. fyrra sambandi, Stefán Þórsson, f. 1984, kvæntur Lilju Sif Einarsdóttur, f. 1986, dóttir þeirra er Erna Katrín, f. 2013. 2) Þórður Örn, f. 1969, kvænt- ur Ernu Kristjáns- dóttur, f. 1970, syn- ir þeirra eru Bjarni Freyr, f. 1995, Kristján Ingi, f. 2000, Jakob Arnar, f. 2004 og Grétar Þór, f. 2006, 3) Hildur, f. 1976, gift Sturlu Egilssyni, f. 1974, synir þeirra eru Egill Steinar, f. 2000, Erling Orri, f. 2003 og Eiður Darri, f. 2006 Erling lauk námi frá Gagn- fræðaskóla Ísafjarðar 1958 og útskrifaðist sem rennismiður ár- ið 1962 eftir nám hjá Iðnskóla Ísafjarðar og Iðnskóla Hafnar- fjarðar. Starfsvettvangur Er- lings var að mestu tengdur vinnu við kæli og frystibúnað til sjós og lands. Hann vann m.a. sem kælitæknimaður, verkstjóri, framkvæmdastjóri og hönnuður kæli- og frystikerfa og í því sam- Elsku pabbi. Orð milli vina gerir daginn góðan. Það gleymist ei en býr í hjarta þér sem lítið fræ. Það lifir og verður að blómi. Og löngu seinna góðan ávöxt ber. (Gunnar Dal.) Takk fyrir árin okkar fimmtíu. Þinn, Hermann Björn. Það var skrýtið að vakna við símann 5. ágúst sl. kl. rúmlega 6 og sjá það að Hermann bróðir var að hringja í mig. Var ég nokkuð viss í hvaða tilgangi hann var að hringja svona snemma morguns. Það reyndist rétt vera, pabbi var búinn að kveðja eftir erfið veik- indi undanfarna mánuði. Margs er að minnast og hugurinn reikar. Það var ekki hægt að hugsa sér betri pabba, hann var alltaf til staðar fyrir okkur systkinin og með endalaust jafnaðargeð gagn- vart uppátækjum mínum sem barn. Það var alveg sama hvað mér datt í hug eða vildi gera, mis- gáfulegt og gagnlegt, alltaf var hann tilbúinn að hlusta. Man ég sérstaklega eftir því þegar ég, þá 15 ára gamall, spurði hann hvort ég mætti kaupa mér gamlan Willys-jeppa. Var ég nokkuð viss um að fá ekki góðar undirtektir, þar sem ég hafði ekki mikið við hann að gera svona ungur. En hann spurði hvaða bíll þetta væri og ég sagði honum það. Hann vissi hvaða bíll þetta var og sagði bara „já, mér líst vel á það“. En hann áttaði sig ekki á því að hann gat ekki notað bíl- skúrinn sinn aftur eftir það með góðu móti. En hann studdi mig og hjálpaði mér við uppgerð bíls- ins. Unnum við saman að því ásamt öðrum í fjölskyldunni. Þarna var pabbi á heimavelli. Hann hafði átt svona bíl sem ung- ur maður á Ísafirði. Eigum við þennan bíl enn í dag, 30 árum síð- ar. Eftir að við Erna fórum að vera saman og stofnuðum heimili og eignuðumst okkar eigin börn kom það í ljós hversu frábær afi hann var. Drengirnir okkar fjórir hafa átt yndislegar stundir með afa sínum og ömmu, hvort sem það var í Fögrukinn, Sléttuhlíð eða á Reykjarvíkurveginum. Síðustu tvo vetur, meðan pabbi hafði heilsu, sóttu hann og mamma yngstu syni okkar í skól- ann og sinntu þeim þar til Erna var búin að vinna. Nutu þeir góðs af þolinmæði afa og ömmu við heimanámið. Sakna þeir þessara stunda í dag. Pabbi var mjög handlaginn maður. Í Sléttuhlíð byggði hann upp lítið hús, sælureit fjölskyld- unnar, sem við munum njóta og varðveita um komandi ár. Þar var hann alltaf að dunda sér eitthvað við smíðar og eitt og annað, bæði í okkar húsi og í sameiginlega fjölskyldureitnum með frændum sínum sem voru á svipuðu reiki og hann. Þarna í hlíðinni leið hon- um best. Að lokum vil ég þakka pabba fyrir heilbrigt og gott uppeldi sem er besta veganestið út í lífið. Þórður Örn Erlingsson. „Jæja pabbi minn, hvíldu þig nú, farðu vel með, þig Guð geymi þig og við heyrumst í kvöld eða í fyrramálið.“ Með þessum orðum kvaddi ég pabba, tók af honum gleraugun. Ekki datt mér í hug að þetta yrðu kveðjuorðin mín. Pabbi stóð í strangri baráttu við illvígan sjúkdóm sem tók hann allt of snemma frá okkur. Hann hafði nýlega hætt að vinna og ætlaði að njóta lífsins. Að starfs- ævinni lokinni ætlaði hann að sinna Sléttuhlíð, fallegu hlíðinni þar sem fjölskyldan á yndislegan bústað. Þar átti smíða, slá, mála, grisja og njóta ævikvöldanna með mömmu. Verkefnalistinn var endalaus. Fjölskyldan átti hug hans allan og þá sérstaklega barnabörnin. Hann annaðist þau af mikilli ást og umhyggju. Að hugsa um kornabarn var lítið mál fyrir hann. Hann sinnti þeim að einstakri natni og ástúð, þau dýrkuðu hann og dáðu. Hann sagði þeim oft sögur, frá því í gamla daga frá Ísafirði, ferðalög- unum sem hann fór vegna vinnu í allskonar veðrum, oft voru þetta háskafarir. Sagði þeim bullsögur ýmist af hetjudáð í íþróttum eða um ljón sem bjó í veggnum hjá honum og mömmu í Fögrukinn. Sögustundunum fylgdi gjarnan harðfiskur og smjör sem krakk- arnir elskuðu. Pabbi var einstak- ur maður og hvers manns hug- ljúfi, einn af þessum mönnum sem sagði aldrei nei og var alltaf tilbúinn að hjálpa öllum. Þau skipti sem við fjölskylda mín fluttum var pabbi fyrstur á stað- inn og síðastur út. Hann var ekki rólegur fyrr en búið var að hengja upp allar myndir, tengja öll ljós og hann fullviss að vel færi um okkur fjölskylduna. Pabbi studdi mig í öllu sem ég vildi gera, hann sagði alltaf að við gæt- um gert allt sem við vildum, við þyrftum bara að treysta á innsæ- ið og þá myndu hlutirnir ganga upp. Maður kom aldrei að tómum kofanum vantaði mann góð ráð. Frasi eins og „við höfum allan heimsins tíma“ hljóma í eyrum mér við þessar skriftir. Pabbi hafði gaman að bókmenntum og las alla tíð mikið og smitað okkur systkinin. Mér er sérstaklega minnistætt þegar við lásum sam- an Stóra Björn og Litla Björn, mér fannst ég sogast inn í æv- intýrið, lesturinn var af svo mik- illi innlifun. Nú eru óteljandi minningar um góðan pabba, afa, eiginmann og tengdapabba, það gull sem við eigum og munum við varðveita það í hjörtum okkar um ókomna tíð. Að lokum vil ég þakka stelpunum hans pabba á deild 11-G á Landspítalanum fyr- ir ómetanlega hlýju og stuðning í veikindum hans. Hann kunni svo sannarlega að meta allt sem þið gerðuð fyrir hann. Elsku pabbi, ég veit að nú ert þú í fallega skóg- inum með öllum höfðingjunum okkar, búinn að gefa maríuerl- unum og þröstunum góðgæti. Söknuður okkar er mikill, þú varst svo stór hluti af okkar dag- lega lífi. Við reynum að vera dug- leg, ég passa mömmu eins og ég lofaði þér. Ég mun hafa heiður þinn og manngæsku að leiðaljósi í uppeldi litlu púkanna minna, þá fer allt vel. Ó, Jesús, bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson) Elsku pabbi, takk fyrir allt, þú munt lifa áfram í hjörtum okkar um ókomna tíð. Ég elska þig og Guð geymi þig. Þín, Hildur. Ég mun aldrei gleyma öllum þeim góðu stundum sem við átt- um saman. Ég man sérstaklega eftir þeim stundum í Fögrukinn sem fóru í að grúska eitthvað, hvort sem það var að ljósavæða slökkvibíla eða bara hreinlega gera list úr gömlum vírafgöngum. Yfirleitt enduðu þessi kvöld á harðfiski með smjöri og malti í kjallaratröppunum. Þessar stund- ir hafa án efa haft mikil áhrif á líf mitt og eru uppsprettan að því sem ég hef áorkað í dag með góð- um árangri, þennan árangur get ég sérstaklega þakkað afa og þol- inmæði hans gagnvart krakka eins og mér. Afi kenndi mér margt, hann kenndi mér grundvallaratriði raf- magns, hann kenndi mér á bíl, hann kenndi mér ýmislegt um flug. Það var alveg sama hvað ég spurði mikið um nánast hvað sem er, alltaf voru til svör við öllu. Flugið var eitt af stærstu áhugamálum okkar saman og fóru mörg kvöldin í alls konar æf- ingar í flugherminum. Afa dreymdi um að læra flug og geri ég það enn, ég hef því ákveðið að láta draum okkar beggja rætast og skrá mig í flugskóla. Svo skal ég ekki gleyma Sléttuhlíðinni, þar gátum við týnt heilu dögunum, hvort sem það var við viðhald eða nýsmíði. Alltaf fundum við okkur eitthvað að gera. Þar lærði ég að smíða og að meðhöndla verkfæri, bæði stór og smá. Ég þakka afa fyrir allt það góða sem hann hefur gefið mér í lífinu og alla þá þekkingu og reynslu sem hann hefur gefið mér, þetta er ómetanlegt og mun fylgja mér að eilífu. Þinn afastrákur með meiru, Bjarni Freyr Þórðarson. Elsku afi. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt okkur. Takk fyrir allar skemmtilegu sögurnar. Takk fyr- ir góðar minningar úr Sléttuhlíð. Takk fyrir hjálpina við heimalær- dóminn. Takk fyrir að vera alltaf svona góður. Takk fyrir skemmti- legu bíltúrana og sönginn. Það var gaman að eiga svona „klikkaðan“ afa. Við elskum þig og Guð geymi þig. Afastrákarnir þínir, Egill Steinar, Erling Orri og Eiður Darri Sturlusynir Erling var elstur sex systkina, átta árum eldri en það yngsta, ég, og stóri bróðir eins og þeir gerast bestir, ræktarsamur, hlýr, skemmtilegur og raungóður. Hann átti drjúgan þátt í að systk- inahópurinn varð samheldinn og sterkur. Söknuður var sár hjá litlu systur þegar hann fór að heiman til náms en tilhlökkunin mikil til þess að fá afmælisbréfin sem aldrei brást og að hann kæmi heim í frí. Þá var gaman. Erling var fyrsta og annað barnabarnið í fjölskyldum for- eldra okkar og þótti í þeim báðum fádæma fallegt ungabarn, hvítur kollur, blik í auga, hvers manns hugljúfi og einstaklega skýr! Hann lærði stafina snemma og kornungur stafaði hann réttilega af spjaldinu á mjólkurbrúsanum: Hermann og kvað síðan að hátt og skýrt: Mjólkurbrúsi! Eins og tíðkaðist fór Erling í sveit á sumrin en fljótlega fékk hann það eftirsótta sumarstarf að vera „sendill“ á símstöðinni á Ísa- firði. Myndin er fín af honum þar sem hann stendur við sendlahjól- ið við símstöðina, uppábúinn í flauelsjakka með forláta sendla- tösku. Í framhaldi af þessu fór hann að fara með pabba „á vakt- ina“, en það var síma- og loft- skeytavaktin á Ísafirði. Mikil upphefð fyrir ungan mann sem óx af henni eins og þeim verkum sem hann síðar tók sér fyrir hendur. Erling fór 17 ára að heiman til náms í Iðnskólann í Hafnarfirði og nam rennismíði. Í Hafnarfirði var hann í góðum höndum, hjá móðurforeldrum okkar, og varð umsvifalaust „einn af bræðrun- um“ eins og gjarnan var sagt. Þeir voru 8 af 12 systkinum og sá yngsti, Bóbó, aðeins þremur ár- um eldri en Erling. Traust og góð vinátta þeirra stóð alla tíð síðan. Margar sögur eru af uppátækjum bræðranna að Suðurgötu 5 og þær verða sagðar áfram þó ekki verði í þessum skrifum. Í Hafn- arfirði bjó Erling upp frá þessu þó ísfirska taugin hafi alltaf verið sterk, þar kynntist hann Grétu sinni og þar stofnuðu þau heimili. Erling var mikill fjölskyldumaður og einstakur afi. Barnabörnin voru lánsöm að búa öll í nábýli við afa og ömmu og samgangur mik- ill. Það var gaman að fylgjast með Erling og afastrákum. Í þeim samskiptum lærðist virðing fyrir góðri samveru, verklagni og grónum hefðum. Minnisstæð er heimsókn til þeirra í Fögrukinn- ina þegar Erling kallaði á okkur niður í þvottahús, þar sátu hann og afastrákur, börðu vestfirskan harðfisk og buðu til veislu. Mestan hluta starfsævi sinnar vann Erling við frysti- og kæli- vélar. Var með þeim fyrstu sem sérhæfði sig í því starfi og eft- irsóttur fagmaður. Hann lenti í alls konar verkefnum og misjöfn- um ferðum, var fluttur á milli varðskips og togara í stórsjó úti á reginhafi og munaði litlu að illa færi; ferðaðist langt inn í frum- skóga stríðsherjaðs Nicaragua og lenti í hrakningum á Steingríms- fjarðarheiði í vinnuferð vestur. Það var gaman að heyra hann segja frá, enda góður sögumaður með fallega bassarödd og hafði líka unun af söng. Ég kveð Erling bróður minn með miklum söknuði og þakka fyrir allt sem hann var mér og við Árni þeim Grétu fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur.Guð geymi Erling minn og gefi fólkinu hans styrk. Ásdís S. Hermannsdóttir. Í dag verður mágur minn, Er- ling Hermannsson, kvaddur hinstu kveðju. Baráttu sína við ill- vígan sjúkdóm, sem að lokum bar hann ofurliði, háði Erling af æðruleysi og hetjuskap. Erling fæddist á Ísafirði árið 1941 og ólst þar upp í hópi sex systkina. Faðir hans var fæddur Ísfirðingur en móðir hans Hafn- firðingur. Erling lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Ísafjarðar og að því loknu hóf hann nám við Iðn- skóla Ísafjarðar og lauk prófi frá þeim skóla 1962. Í framhaldi af því yfirgaf Erling heimbæ sinn fyrir vestan og fluttist hingað til Hafnarfjarðar og bjó í fyrstu hjá afa sínum og ömmu, þeim Jóni Gesti Vigfússyni frá Dvergasteini og Sesselju Magnúsdóttur frá Skuld. Starfsvettvangur Erlings var tengdur kælitækni og frystibún- aði sem notaður var bæði til sjós og lands. Hann hóf störf hjá fyr- irtæki Sveins Jónssonar, eins af frumkvöðlum þessarar tækni hér á landi, þegar hann kom að vest- an og starfaði hann þar um margra ára skeið. Það var eft- irtektarvert hvað Erling lagði sig eftir að fylgjast með nýjungum á þessum vettvangi og var hann oft kallaður til við hönnun og smíði nýrra kælikerfa. Þá kom hann á vegum stjórnvalda að gerð reglna um kælibúnað og um kröfur um atvinnuréttindi þeirra aðila sem vinna við kælitækni. Síðustu tíu árin vann hann hjá Marel hf. og lauk störfum þar á fyrra árshelm- ingi 2011. Erling kvæntist systur minni, Grétu, árið 1964 og hófu þau bú- skap hér í Hafnarfirði og hafa bú- ið þar síðan. Eiga þau þrjú upp- komin börn sem öll eru gift og búa hér í Firðinum og barnabörn- in orðin níu og eitt barnabarna- barn. Sambúð þeirra hjóna ein- kenndist af því að búa fjölskyldunni heimili þar sem sóst var eftir að vera og njóta. Eftir að börnin stofnuðu sín eigin heimili var ekki síður af hálfu foreldr- anna sýnd umhyggja sem barna- börnin einkum nutu. Nú þegar Erling Her- mannsson er kvaddur og hans lífsgöngu er lokið, verður ekki annað sagt, þótt máttarvöldin hafi ekki gefið honum grið í erfiðum veikindum síðustu misserin, en að lífsganga hans hafi verið björt og göfug. Hann var traustur maður og velviljaður öllum sem honum kynntust. Ég, börn mín og fjölskyldur þeirra vottum Grétu, Hermanni, Hildi, Þórði og þeirra fólki samúð okkar og megi minningin um góð- an mann styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Kveðjum Erling og þökkum fyrir samfylgdina. Vertu sæll. Sigurður Þórðarson. Í dag kveðjum við góðan vin, Erling Þór Hermannsson. Ótal ljúfar minningar koma upp í hug- ann eftir að hafa verið nágrannar Erlings og Grétu í áratugi, fyrst í Grænukinn og síðar í Fögrukinn. Þess tíma minnumst við með þakklæti í huga fyrir sterka og trausta vináttu. Erling var hlýr og einlægur maður með góða nærveru. Af kærleika og með hlýjum hug þökkum við fyrir dýr- mæt kynni. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH) Elsku Gréta, innilegustu sam- úðarkveðjur sendum við þér og fjölskyldunni. Megi allt þetta göfuga, góða og hreina umvefja ykkur öll. Ykkar vinir, Guðrún, Viðar, Heiða, Karen og fjölskyldur. Erling Þór Hermannsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR ÁRNI MAR, fv. framkvæmdastjóri, Sóltúni 5, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 16. ágúst. . Vilborg Guðrún Sigurðardóttir, Jóhanna S. Óskarsdóttir, Hlöðver Bergmundsson, Sigurður Mar Óskarsson, Guðný Hólmgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SNJÓLAUG ARADÓTTIR, Víðilundi 20, Akureyri, fyrrum húsfreyja Nesi í Höfðahverfi, lést á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku mánudaginn 10. ágúst. Útför hennar fer fram frá Laufáskirkju laugardaginn 22. ágúst kl. 14. . Sæunn Laxdal, Grímur Laxdal, Halldóra Stefánsdóttir, Ari Laxdal, Sigurlaug Sigurðardóttir, Helgi Laxdal, Katrín H. Árnadóttir, Pálmi Laxdal, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.