Morgunblaðið - 18.08.2015, Side 25
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2015
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Boðinn Brids og kanasta kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 Leikfimi kl. 10.40, kaffí, dagblöð og hádegisverður.
Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14.
Garðabær Bútasaumur kl. 13, Bónusrúta kl. 14.45 frá Jónshúsi. Heitt
á könnunni frá kl. 9.30-16, meðlæti selt með síðdegiskaffinu kl. 14-16.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 9-16. Perlusaumur kl. 9-12.
Leikfimi gönguhóps kl. 10, ganga um hverfið kl. 10.30. Starf Félags
heyrnarlausra kl. 11-15. Opnar vinnustofur og heitt á könnunni.
Gjábakki Handavinnustofan opin, hádegisverður kl. 11. 40,
jafnvægisþjálfun kl. 14, létt hreyfing kl. 15.
Hraunbær 105 Kaffi á könnunni og spjall kl. 8.30, allir velkomnir.
Opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9. Morgunleikfimi kl. 9.45. Botsía
kl. 10.30. Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Félagsvist
kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, molasopi í boði
til kl. 10.30, blöðin og púsl liggja frammi, leikfimi kl. 9.45, púttað
kl. 10.30, matur kl. 11.30, kaffi kl. 14.30, baðþjónusta fyrir hádegi,
fótaaðgerðir, hársnyrting.
Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, myndlistarnámskeið kl. 9,
kennari er Margrét Zóphóníasdóttir, leikfimi á RUV kl. 9.45 og slökun,
Bónusbíll kl. 12.40, brids kl. 13, síðdegiskaffi kl. 14:30, allir velkomnir
óháð aldri og búsetu. Nánar í síma 411-2790.
Norðurbrún Morgunkaffi kl. 8.30. Útskurður kl. 9. Morgunleikfimi
kl. 9.45. Morgunganga kl. 10. Hádegisverður kl. 11.30-12.30.
Sléttuvegur 11-13 Opið frá kl. 8.30-16. Morgunkaffi, dagblöð og
samvera kl. 8.30. Framhaldssaga kl. 10. Hádegisverður kl. 11.30.
Handavinna kl. 13-16. Kaffi kl. 14.30. Blöð, skák og púsl.
Vesturgata 7 Föstudaginn 21. ágúst kl. 13-14 sungið við flygilinn við
undirleik Gylfa Gunnarssonar. Kl.14-14.30 kaffiveitingar. Kl.14.30-
15.30 dansað við lagaval Halldóru, athugið breyttan tíma. Allir
velkomnir óháð aldri.
Vitatorg Spilum félagsvist í dag kl. 13.30, allir velkomnir. Skráning
er hafin í vertrarnámskeiðin. Í boði er leirmótun, postulínsmálun,
glerbræðsla, bútasaumur og bókband. Upplýsingar og skráning er í
afgreiðslu og símum 411-9450 og 822-3028.
Auglýstur aðalfundur Ottó A. Michelsen ehf. sem
fara átti fram föstudaginn 14. ágúst reyndist ekki
ályktunarbær vegna ófullnægjandi mætingar.
Mun aðalfundurinn fara fram þriðjudaginn 25.
ágúst á skrifstofu félagsins í Klettagörðum 23
klukkan 17:00.
Dagskrá verður samkvæmt fyrri auglýsingu.
Tillögur eru aðgengilegar á skrifstofu félagsins.
Aðalfundarboð
Ottó A. Michelsen ehf.
Tilkynningar
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
FASTEIGNA-
VIÐHALD
Við þjónustum þig með
lítil sem stór verk.
Tímavinna eða tilboð.
johann@jaidnadarmenn.is
S. 544-4444/777-3600
www.jáiðnaðarmenn.is
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Verkfæri
Giftingar- og trúlofunarhringar
frá ERNU Handsmíðuð hringapör úr
silfri með alexandrite-steini sem
gefur mikið litaflóð. Verð 27.500 á
pari með áletrun.
ERNA, Skipholti 3,
sími 5520775, www.erna.is
Vélar & tæki
Bílalyftur - Bátavélar -
Rafstöðvar - Suðuvélar - Plasma
Eigum á lager á fínu verði; Everet og
Bendpak bílalyftur, DEK og Deutz
rafstöðvar 10-15-30-50 kw.
Smárafstöðvar 2,5 og 5 kw diesel.
www.holt1.is S. 8956662 4356662
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Þjónustuauglýsingar 569 1100
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla
þriðjudaga
Þótt húmi um hauður og voga,
mun himinsins stjörndýrð loga
um ást okkar, yndi og fögnuð,
þótt andvarans söngrödd sé þögnuð.
(Tómas Guðmundsson)
Snorri, Halla Karen
og litli bumbubúinn.
Í dag kveð ég elskulegan afa
minn með miklum söknuði.
Afi var einn sá jákvæðasti og
þolinmóðasti maður sem ég hef
kynnst. Hann hafði einstakt
lundarfar og tók alltaf á móti
fólki fagnandi með opnum örm-
um. Hann hafði góða nærveru
sem gerði það að verkum að fólki
leið vel í kringum hann og átti
auðvelt með að ræða hin ýmsu
mál. Allir fengu þá tilfinningu að
þeir væru sérstakir í hans augum
því hann gaf fólki góðan tíma og
sýndi því ávallt áhuga.
Þrátt fyrir að hafa náð 87 ára
aldri átti hann svo margt ógert.
Hann og amma eyddu langmest-
um tíma sínum síðustu ár í fal-
lega sumarbústaðnum sem þau
hafa verið að byggja saman. Ég
leyfi mér að segja að það séu ekki
margir á hans aldri sem vinna
120% vinnu alla daga, en það
gerði hann svo sannarlega. Hann
var algjör dugnaðarforkur með
líkama á við sextugan mann. All-
an liðlangan daginn vann hann
við að klára bústaðinn með svo
mikilli natni. Það var sko ekki
sama hvernig hlutirnir voru
gerðir, það varð að gera þá full-
komna. En þannig var afi ein-
mitt, það sem hann tók sér fyrir
hendur gerði hann af mikilli
vandvirkni og þolinmæði.
Ég á margar góðar minningar
sem ég varðveiti nú í hjarta mínu.
Afi var mikið náttúrubarn og
hafði gaman af því að njóta úti-
verunnar og m.a. ferðast um
landið, fara í göngur og veiðiferð-
ir. Eins hafði hann gaman af því
að fara í útilegur og berjamó þar
sem fleiri lítrar af berjum voru
tíndir hverju sinni. Í þessum
ferðum var iðulega farið á af-
skekkta staði þar sem við stór-
fjölskyldan gátum verið saman í
næði og átt stórskemmtilegar
stundir saman. Þegar ég stund-
aði nám í hjúkrunarfræði við HÍ
dvaldi ég af og til hjá ömmu og
afa. Þetta er tími sem ég er svo
þakklát fyrir. Við afi vorum góðir
félagar. Þrátt fyrir að búa í sitt
hvoru bæjarfélaginu héldum við
góðu sambandi. Það kom oftar en
ekki fyrir að ég var að hugsa til
hans þegar síminn hringdi og þar
var hann á línunni, bara til að
spjalla og athuga hvernig við
hefðum það.
Afi var afar barngóður maður
með einstakt lag á börnum.
Kennslu-, tónlistar- og leiklistar-
hæfileikar hans fengu að njóta
sín í samvistum við börn. Þær eru
fjölmargar stundirnar þar sem
afi tók upp munnhörpuna og spil-
aði af fingrum fram við hin ýmsu
tækifæri, hann var hrókur alls
fagnaðar.
Ég, Andri og börnin mín erum
þakklát fyrir allar þær samveru-
stundir sem við höfum fengið
með honum. Við Andri erum
sammála um það að ef það er ein-
hver sem hefur kennt manni að
lifa lífinu hvern einasta dag og
horfa ávallt jákvætt fram á veg-
inn þá er það afi Sigurþór. Hann
sýndi og sannaði það að aldur er
afstæður. Hann var ungur í anda,
var vel upplýstur um málefni líð-
andi stundar og opinn fyrir ýmiss
konar nýjungum.
Elsku amma mín, ég sam-
hryggist þér innilega, missir þinn
og söknuður er mikill. Ég hugga
mig við og ég trúi því að afi vaki
yfir okkur og gætir þess að allt
gangi vel. Hann vill ekki að við
höfum áhyggjur því það var ein-
mitt það sem hann sagði ávallt ef
eitthvað bjátaði á: „ekki hafa
áhyggjur, þetta verður allt í
lagi.“
Guð blessi og varðveiti þig
elsku afi minn.
Þín,
Anna Þóra.
Við aringlæður and-
ans myndir skína
sem ennþá væri ég
hjá þér lítið barn,
því ennþá man ég móðurhendur þín-
ar,
sem margs sinnis þú hélzt við hvílu
mína
og vildir styðja og verja um lífsins
hjarn.
Frá þér er allt sem hef ég dýrast
fundið,
sem er mér meira virði en gull í sjóð,
það hefur mörgu bjargi burtu hrund-
ið,
þín bænarorð við takmörk lífsins
bundið,
þín ráð mér ávallt reyndust holl og
góð.
Ég man er barn hjá bænum lága
heima,
ég barst í leik og tíndi blómin fín
mér finnst svo ljúft um liðna tíð að
dreyma,
og langar allar myndirnar að geyma,
en þó er ætíð efst í huga þín.
(Guðmundur Jónsson
frá Hyrningsstöðum)
Þinn sonur,
Halldór.
Elsku fallega amma mín.
Hjartað mitt er svo tómt eft-
ir að þú fórst, ég er búin að
kvíða svo fyrir þessari stundu í
svo mörg ár og reynt að vera
tilbúin en ég gat það ekki.
Þú, elsku amma mín, hefur
alltaf verið mín fyrirmynd í líf-
inu, mitt markmið er að vera
eins amma og þú varst elskan
mín. Ég var svo heppin að búa
hjá þér og yndislega afa mínum
fyrstu árin, og minningar það-
an eru dásamlegar. Þegar ég,
stelpan ykkar, eins og afi kall-
aði mig mátti gramsa í potta-
skápnum og fékk að borða
kleinurnar heitar. Þú lést mig
alltaf finna að ég væri svo dýr-
mæt og góð, elsku amma mín,
eins og þú gerðir við öll barna-
börnin. Ástin og það sem þú og
elsku afi áttuð í öll þessi ár er
eitthvað sem allir vilja upplifa
á lífsleiðinni, ég er svo þakklát
í hjartanu mínu fyrir að þið
hafið hitt hvort annað. Ást ykk-
ar og hjónaband í öll þessi fal-
legu ár er einstakt og öll ykkar
fallegu börn. Ég hef oft sagt
það, elsku amma mín, og við
þig líka að ég vildi að ég hefði
alla þína eiginleika, en ég ætla
að lifa restina af mínu lífi með
þig í huga. Eins og ég var mik-
ið með þér í eldhúsinu þá skil
ég ekki að ég hafi ekki lært að
Guðrún Þórunn
Árnadóttir
✝ Guðrún Þór-unn Árnadóttir
fæddist 9. febrúar
1923. Guðrún lést
21. júlí 2015.
Útför Guðrúnar
Þórunnar fór fram
30. júlí 2015.
elda svona góðan
mat eins og þú, en
ætli ég hafi ekki
bara verið of upp-
tekin við að borða
frá þér, amma mín.
Og svo á Bjarkó, ef
ég var að gera eitt-
hvað sem ég átti
ekki að gera, þá
sagðir þú ekkert.
En þegar ég var að
kveðja þá fylgdir
þú mér inn í þvottahús og þá
vissi ég að það væri eitthvað.
En það var bara rætt með þinni
fallegu rödd, aldrei skammir
eða hækkaður rómur, bara fal-
lega góðmennskan þín. Ég á í
hjarta mínu yndislegar minn-
ingar um ferðalögin frá Patró
til Hyrnó þegar byrjað var að
gera það upp, þér var alveg
sama um lætin í okkur krökk-
unum, þú hélst alltaf ró þinni.
Þetta voru svo dásamlegar ferð-
ir, hliðin sem varð að opna, við
krakkarnir alltaf velkomnir með
og drekkhlaðinn bílinn. Ég get
haldið áfram endalaust og lang-
ar ekki að hætta að skrifa þér,
amma mín, það er mér einhver
huggun. Ég á svo erfitt með að
kveðja þig og vil það ekki.
Alltaf þegar ég hugsa til þín,
elsku amma, þá koma upp fal-
legu hendurnar þínar að strjúka
hárið mitt og mér fannst ég
öruggasta og heppnasta stelpan
í heiminum, friðurinn sem kom
yfir mig – þetta róaði mig svo
mikið og hugsunin um þetta
gerir það ennþá og á alltaf eftir
að gera.
Fallega og góða brosið þitt
og hvað þú tókst öllu fólki fal-
lega og trúðir alltaf á það góða í
öllum, það mættu fleiri vera
eins og þú, amma mín. Ég
sakna þín svo sárt, amma, að ég
skrifa þetta dofin og tóm og
hrædd. Það er svo margt sem
mig langar að segja þér og
þakka fyrir og síðan þú kvaddir
þá er hugur minn búin að vera
allur hjá þér, amma, og allar
minningarnar um þig og hvað
mig langar svo heitt að geta
tekið utan um þig einu sinni
enn, eða fá bara eitt bros. Ég er
þakklát og stolt yfir að hafa
verið stelpan þín og að bera
nafnið þitt, ég er þakklát fyrir
þau 41 ár sem þú varst í mínu
lífi og þú verður það alveg til
enda hjá mér, amma mín.
Ég elska þig amma mín og
get ekki kvatt þig með orðum,
tárin mín og að hugsa til þín
gera það.
Við höfði lútum í sorg og harmi
og hrygg við strjúkum burt tárin af
hvarmi.
Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið
því fegursta blómið er frá okkur
horfið.
(Sigfríður Sigurjónsdóttir)
Stelpan þín,
Guðrún Ósk.
Elsku Inga mín.
Ég þakka þau ár sem
ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
Ingibjörg
Jóhannsdóttir
✝ Ingibjörg Jó-hannsdóttir
fæddist 24. sept-
ember 1925. Hún
lést 22. júlí 2015.
Útför Ingibjargar
fór fram 29. júlí
2015.
þó þú sért horfinn úr
heimi
ég hitti þig ekki um
hríð,
þín minning er ljós sem
lifir
og lýsir um ókomna
tíð.
(Þórunn
Sigurðardóttir)
Minning þín mun
alltaf lifa. Með tár-
um kveð ég þig.
Þín vinkona og frænka,
Steinþóra Ingimarsdóttir.