Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1988, Blaðsíða 11

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1988, Blaðsíða 11
Inngangur lntroduction 1. Forsetakjör 1988 Presidential election 1988 Samkvæmt 3. grein stjómarskrárinnar skal forseti íslands vera þjóðkjörinn, og samkvæmt lögum nr. 36 12. febrúar 1945, um framboð og kjör forseta íslands, skal reglulegt kjör forseta íslands fara fram í júnílok fjórða hvert ár. Samkvæmt lögum nr. 6 28. mars 1984 um breytingu á þessum lögum er kjördagur síðasti laugardagur í júní- mánuði. Aður var hann síðasti sunnudagur í mánuðinum. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands (fædd 15. apríl 1930), hefur gegnt forsetaembættinu tvö kjöra'mabil. Hún var fyrst kjörin forseti íkosning- um 29. júní 1980 og endurkjörin án kosningar árið 1984, enda var hún ein í kjöri. Sveinn Bjömsson, fyrsti forseti Islands (f. 27. jan. 1882, d. 25. jan. 1952), var þingkjörinn 17. júní 1944 og síðan þjóðkjörinn tvívegis án kosn- ingar, árin 1945 og 1949. Hann gegndi embætti forseta til dauðadags. Ásgeir Ásgeirsson (f. 13. maí 1894, d. 15. sept. 1972) var kjörinn forseti í kosningum 29. júní 1952 og endurkjörinn þrisvar án kosningar, árin 1956, 1960 og 1964. Kristján Eldjám (f. 6. des. 1916, d. 14. sept. 1982) varkjör- inn forseti t' kosningum 30. júní 1968 og endur- kjörinn tvisvar án kosningar, árin 1972 og 1976, og var hann því forseti þrjú kjörtímabil. Samkvæmt ofan greindum lögum skal for- sætisráðherra auglýsa kjör forseta eigi st'ðar en þremur mánuðum fyrir kjördag og tiltaka lág- marks- og hámarkstölu meðmælenda forsetaefnis í hverjum landsfjórðungi í réttu hlutfalli við kjós- endatölu þar. Samkvæmt 5. grein stjómarskrár- innar skal forsetaefni hafa meðmæli minnst 1.500 kosningabærra manna og mest 3.000. Hinn 21. mars 1988 gaf forsætisráðherra út auglýsingu um kosningu forseta laugardaginn 25. júní 1988. í auglýsingunni var ákveðin eftirfar- andi skipting tölu meðmælenda á landsfjórðunga: Sunnlendingafjóröungur (Vestur-Skaflafellssýsla-Borgarfjarðarsýsla) Vestfiröingafjóröungur (Mýrasýsla-Strandasýsla) Norölendingafjórðungur (Vestur-Húnavatnssýsla-Suður-Þingeyjarsýsla) Austfiröingafjóröungur (Noröur-Þingeyjarsýsla-Austur-Skaftafellssýsla) Lágmark Hámark 1.090 2.180 110 220 210 420 90 180 Kjörgengur til forseta er samkvæmt 4. grein stjórnarskrárinnar hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningarréttar til Alþingis, að frátöldu búsetuskilyrðinu. í 34. grein stjómar- skrárinnar segir: „Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá ríkisborgari sem kosningarrétt á til þeirra og hefur óflekkað mannorð. Þeir dóm- endur, sem ekki hafa umboðsstörf á hendi, eru þó ekki kjörgengir." Fyrri málsgreininni var breytt með stjómarskipunarlögum nr. 65 30. maí 1984, svo að óflekkað mannorð héldist sem skilyrði fyrir kjörgengi, þó að það valdi ekki missi kosningar- réttar lengur (sjá bls. 12). í fyrr greindum lögum, nr. 36/1945, er svo fyrir mælt, að framboðum til forsetakjörs skuli skila í hendur dómsmálaráðuneytinu, ásamt sam-

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.