Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1988, Blaðsíða 15
Forsetakjör 1988
13
2. yfirlit. Kjósendur á kjörskrá og á kjörskrárstofni fyrir
forsetakjör 25. júní 1988
Voters on the electoral roll and on preliminary register for presidential election on June 25,1988
Kjós- endur Breyting frá kjörskrár- Kjósendur á kjörskrárstofni voters on preliminary register
á kjörskrá stofni, % change from preliminary register, per cent Alls Lögheimili Lögheimili erlendis domiciled abroad
voters on electoral roll total domiciled in Iceland Alls %
Allt Iandið Iceland 173.829 -1,5 176.527 173.260 3.267 1,9
Reykjavík 68.463 -1,4 69.433 67.903 1.530 2,2
Reykjaneskjördæmi 40.520 -1,5 41.138 40.297 841 2,0
Vesturlandskjördæmi 10.101 -1,5 10.260 10.124 136 1,3
Vestfjarðakjördæmi 6.772 -1,7 6.889 6.798 91 1,3
Norðurlandskjördæmi vestra 7.264 -1,9 7.408 7.328 80 U
Norðurlandskjördæmi eystra 18.069 -1,7 18.383 18.105 278 1,5
Austurlandskjördæmi 9.041 -1,8 9.203 9.068 135 1,5
Suðurlandskjördæmi 13.599 -1,5 13.813 13.637 176 1,3
einstaklingur, sem tekinn er á almannaskrá í einu
aðildarlanda, skal um leið felldur af almannaskrá
í þvf landi sem hann flytur frá. Stangast því
samningurinn á við ákvæði lögheimilislaganna að
þessu leyti. Til þess að leysa þann vanda sem
myndaðist varðandi kosningarrétt vegna þessa var
sá háttur hafður á árin 1971-83, að fólk sem flust
hafði til Norðurlanda var tekið inn á kjörskrár-
stofna Þjóðskrárinnar væri það innan tiltekins
aldurs og ekki vitað annað en að það væri við nám.
Fólk yfir aldursmarkinu en við nám var tekið á
kjörskrá bæri það fram ósk um það. Islensku
námsfólki á Norðurlöndum fjölgaði mikið frá
1968 til 1983, og þar sem það kom í kjósenda-
töluna en ekki mannfjöldatöluna olli það hækkun
kjósendahlutfallsins umfram það sem annars hefði
verið.
Með breytingum þeim á kosningarrétti sem
komu til ff amkvæmda 1987,ogfyrrvar getið, eiga
kosningarrétt allir þeir sem flust hafa af landi brott
á síðustu fjórum árum og fullnægja öðrum skil-
yrðum hans. Koma þeir því allir á kjörskrárstofn.
Féll því niður hin sérstaka aðferð Þjóðskrárinnar
til þess að námsmenn með lögheimili á Norður-
löndum kæmust á kjörskrárstofn, en eftir sem áður
munu þeir sem höfðu verið lengur en 4 ár við nám
þar hafa verið teknir á kjörskrá í viðkomandi
sveitarfélagi ef þeir leituðu eftir því.
Hagstofan lætur sveitarstjómum í té stofn að
kjörskrá, sem þær gera síðan svo úr garði að úr
verður gild kjörskrá. Tölur samkvæmt kjörskrár-
stofni eru æ vinlega hærri en samkvæmt endanlegri
kjörskrá. A kjörskrárstofn koma meðal annars
þeir sem ná kosningaraldri á árinu en eftir kjördag.
í 2. yfirliti er sýnd tala manna á kjörskrárstofni
fyrir forsetakjör 1988 eftir því hvort þeir áttu lög-
heimili hér á landi eða erlendis 1. desember 1987
samkvæmt upphaflegum, óleiðréttum fbúaskrám
Þjóðskrár. Sést þar að þeir sem eiga lögheimili
erlendis eru 1,9% kjósendatölunnar og svarar það
til 1,3% af íbúatölunni. Ekki eru tök á því að vinna
skýrslur upp úr endanlegum kjörskrám um þetta
atriði.
Kjósendur skiptust hartnær til helminga á
karla og konur í forsetakjöri 1988 — voru karl-
kjósendur 33 umfram kvenkjósendur.
I töflu 1 á bls. 25-30 er sýnd tala kjósenda í
hverju kjördæmi, og í hverjum kaupstað, hverri
sýslu og hverjum bæ og hrcppi. Enn fremurkoma
þar tölur fyrir hvem kjörstað í Reykjavík.
3. Kosningarþátttaka
Participation in elections
Við forsetakjörið 25. júní 1988 greiddu at- heildarkjósendatölunni. Erþettamun minni þátt-
kvæði samtals 126.535 kjósendur eða 72,8% af taka en við fyrri forsetakjör, og í alþingiskosning-