Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1988, Blaðsíða 18

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1988, Blaðsíða 18
16 Forsetakjör 1988 6. yfirlit. Atkvæði greidd utan kjörfundar og samkvæmt vottorði í forsetakjöri 25. júní 1988 Absentee votes and votes cast in a different polling area in presidential election on June 25,1988 AtkvæÖi greidd utan kjörfundar absentee votes VottorðsatkvæÖi votes cast in a polling area other than that of registration Send beinl til í ÖÖru i sama Alls yfirkjörstjómar svcitarfélagi svcitarfélagi total sent direclly to constitu- outside home within home ency electoral committee commune commune Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karl- Kon- Alls Karl- Kon- total men women ar ur ar ur Allt landiO lceland 16.988 7.795 9.193 804 388 416 35 20 15 68 20 48 Reykjavik 6.222 2.751 3.471 - - - • • • 67 20 47 Reykjaneskjördæmi 3.679 1.691 1.988 43 20 23 - _ - - _ _ V esturlandskjördæmi 1.140 551 589 96 48 48 - - _ _ _ Vestfjaröakjördæmi 864 415 449 121 53 68 1 1 _ _ _ Noröurlandskjördæmi vestra 704 321 383 42 21 21 7 3 4 1 _ 1 Noröurlandskjördæmi eystra 2.011 939 1.072 222 106 116 3 2 1 - _ _ Austurlandskjördxmi 1.123 541 582 159 78 81 17 10 7 _ _ _ Suöuriandskjördæmi 1.245 586 659 121 62 59 7 4 3 - - - 4. Atkvæði greidd utan kjörfundar Absentee votes Kjósandi, sem gerir ráð fyrir því að hann geti ekki vegna fjarveru eða af öðrum ástæðum sótt kjörfund á kjördegi á þeim stað þar sem hann er á kjörskrá, hefur heimild til að greiða atkvæði utan kjörfundar. Skilyrði þess að mega greiða atkvæði utan kjörfundar hafa verið rýmkuð á síðari árum. Við kosningamar 1916, er slík atkvæðagreiðsla fór fyrst fram, og lengi síðan var heimildin bundin við sjómenn og aðra sem staddir yrðu utan þess hrepps eða kaupstaðar, þar sem þeir stóðu á kjörskrá, þá er kosning færi fram, og neyttu ekki hins almenna réttar til þess að greiða atkvæði á öðrum kjörstað í sama kjördæmi (sbr. 5. kafla hér á eftir). Með lögum nr. 15 5. apríl 1974 var heimildin látin ná tíl þeirra, sem samkvæmt læknisvottorði væri ráðgert að dveljast myndu á sjúkrahúsi á kjör- degi, svo og bamshafandi kvenna, sem ætla mætti að gætu ekki sótt kjörfund á kjördegi. Samkvæmt lögum nr. 4 15. mars 1983 máttu þeir einnig greiða atkvæði utan kjörfundar, sem gátu ekki sótt kjörfund á kjördegi af trúarástæðum. Eftir breytingu á kosningalögunum 1987 er kjósanda sem greiðir atkvæði utan kjörfundarekki lengur gert að tílgreina ástæðu þess að hann muni ekki geta sótt kjörfund á kjördegi. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar getur farið fram hjá bæjarfógetum, sýslumönnum og hrepp- stjórum, og um borð í íslensku skipi, enda hafi skipstjóri fengið afhent kjörgögn og kjósandinn skrásettur á skipinu. Erlendis má greiða atkvæði utan kjörfundar í skrifstofu sendiráðs, fastanefnd- ar eða sendiræðisskrifstofu, svo og í skrifstofu kjörræðismanns samkvæmt auglýsingu utanrikis- ráðuneytisins fyrir kosningar. Aðgangur tíl atkvæðagrciðslu utan kjörfundar var auðveldaður með setningu laga nr. 25/1974, um breytingu á kosningalögum. Allir kjörræðis- menn geta nú farið með atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eftir því sem utanríkisráðuneytið á- kveður, en þetta var áður bundið við að þeir væm af íslensku bergi brotnir og skildu íslensku. Þá er og í fyrr nefndum lögum það nýmæli, að héraðs- dómara eða hreppstjóra er heimilað að láta slíka atkvæðagreiðslu fara fram á sjúkrahúsi eða dvalar- heimili aldraðra, enda sé kjósandi sjúklingur eða vistmaður í stofnuninni. Við þjóðaratkvæðagreiðslur um sambandslög og stjómarskrá 1918 og 1944 var leyft að kjósandi greiddi atkvæði heima hjá sér væri hann ekki heimanfær til kjörstaðar sökum elli eða vanheilsu. Sama heimild var sett í lög fyrir alþingiskosning- amar 1923, en hún var síðan afnumin 1924, því að hætt þótti við misnotkun.

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.