Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1988, Blaðsíða 36

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1988, Blaðsíða 36
Útgáfur Hagstofu íslands Hagskýrslur Islands koma út öðru hverju í sjálfstæðum, tölusettum heftum. Þar eru birtar skýrslur um efni, sem Hagstofan tekur til meðferðar (Verslunarskýrslur, Sveitarsjóðareikningar, Mannfjöldaskýrslur, Alþingiskosningar, Dómsmálaskýrslur, Tölfræðihandbók o.fl.). í I. útgáfuflokki Hagskýrslna, sem hófst 1914, voru 132 rit, í II. útgáfuflokki, sem hófst 1951, hafa komið út 88 rit. Hagtíðindi, mánaðarrit. Þar eru birtar mánaðarlegar eða ársfjórðungslegar skýrslur um utanrikisverslun, fiskafla, framfærsluvísitölu og aðrar vísitölur, og árlegar skýrslur um ýmis efni, sem ekki þykir taka að bina í sérstöku hefti af Hagskýrslum. Áskriftargjald Hagtíðinda fyrir árið 1988 er 1.000 kr. Ibúaskrár fyrir Reykjavík og nokkur stærstu sveitarfélögin (1988 fyrir Seltjarnarnes, Kópavog, Garðabæ, Bessastaðahrepp, Hafnarfjörð, Mosfellsbæ, Skagafjarðarsýslu, Sauðárkrók, Akureyri og Vestmannaeyjar) koma út á hverju vori. I þeim eru allir íbúar þessara sveitarfélaga næstliðinn 1. desember samkvæmt þjóðskrá með þeim upplýsingum, sem hún hefur að geyma um hvem mann. Fyrirtækjaskrá yfir þá aðila, fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök o. fl., sem hafa sérstök auðkennisnúmer (nafnnúmer og kennitölu) í fyrirtækjaskrá Hagstofunnar kemur út árlega eða oftar. Síðasta útgáfa er miðuð við miðjan júní 1988. í henni eru tæplega 22.500 aðilar og hún kostar 1.500 kr. Skrá yfir dána, með fæðingardegi, dánardegi, heimili og fleiri upplýsingum um dána, koma út árlega í fjölrituðu hefti. Kosningaskýrslur 1874-1987 hafa að geyma allar skýrslur sem gerðar hafa verið um kosningar til alþingis, sveitarstjórna og embættis forseta, svo og um þjóðaratkvæðagreiðslur, á þessu tímabili. Kosningaskýrslurnar eru 43 að tölu og alls 1.160 blaðsíður. Skýrslurnar eru ljósprentaðar, gefnar út í tveimur bindum í venjulegu bókbandi og kosta 4.800 kr. Norræn tölfræðihandbók. Hagstofan annast dreifingu á íslandi á ársritinu Norrœn tölfrœöihandbók (Yearbook of Nordic Statistics — Nordisk statistisk ársbok), sem Norðurlandaráð og Norræna hagstofan í Kaupmannahöfn gefa út. í riti þessu er mjög margvíslegur fróðleikur í talnaformi um Norðurlönd. Norræn tölfræðihandbók 1987 er 430 blaðsíður með 290 töflum, auk línurita og korta, og kostar 1.000 kr. Þá fæst einnig hjá Hagstofunni Norrœn tölfrœðihandbók um trygginga- og félagsmál 1984 (Social tryghed i de nordiske lande) sem gefin er út af Norrænu hagstofunni á dönsku. Bókin fjallar í texta og töflum um umfang, útgjöld og fjármögnun almannatrygginga á Norðurlöndum. Bókin er röskar 200 bls. og kostar 500 kr. Afgreiðsla ofangreindra rita er í Hagstofunni, Alþýðuhúsinu, Hverfis- götu 8-10 (3. hæð), 150 Reykjavík. Sími (91) 26699. Póstgíró- reikningur Hagstofunnar er nr. 26646-9. Rit eru send gegn póstkröfu, sé þess óskað.

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.