Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1988, Blaðsíða 14

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1988, Blaðsíða 14
12 Forsetakjör 1988 rétt með breytingu á stjómarskránni 1915. Var lágmarksaldur þeirra 40 ár, en skyldi lækka um eitt ár árlega næstu 15 ár, uns aldursmark þeirra yrði 25 ár, eins og þeirra sem höfðu kosningarrétt fyrir. Gift kona fékk kosningarrétt þó að hjónin hefðu óskilinn fjárhag. Jafnffamt var 4 króna aukaút- svarsgreiðsla felld niður sem skilyrði fyrir kosn- ingarrétti. Hins vegar var því aukið við skilyrðin að kjósandi væri fæddur hér á landi eða hefði átt hér lögheimili siðastliðin 5 ár. Kjósendatalan komst upp yfir 30% af mannfjölda, og smáhækk- aði síðan eftir því sem aldursmark nýju kjósend- anna lækkaði. Ný stjómarskrá tók gildi 1920 og var þá kosn- ingarréttur bundinn við ríkisborgararétt hér á landi og hið sérstaka aldursmark nýju kjósendanna fellt niður, og hækkaði þá kjósendatalan svo að hún varð um 45% fbúatölunnar. Með stjómarskrárbreytingu 1934 var aldurs- mark allra kjósenda lækkað í 21 ár og sveitar- styrksþegar fengu kosningarrétt. Jafnframt féll niður skilyrðið um eins árs búsetu í kjördæminu hið skemmsta. Urðu kjósendur nú meiri hluti þjóðarinnar, um56%. Fæðingumfækkaðinokkuð á Qórða tug aldarinnar og óx því hlutdeild fólks á kosningaraldri í fbúatölunni á fjórða áratugnum og komst í um 60%. Á sjötta áratugnum fjölgaði bömum mjög en fámennir árgangar bættust í hóp kjósenda, og fór því hlutfall þeirra lækkandi allt til ársins 1967, þegar það var um 54%. Einnig munu nákvæmari tölur um kjósendur valda eilitlu um lækkun hlutfallsins eftir að farið var að byggja kjörskrár á kjörskrárstofnum Þjóðskrárinnar, ffá og með 1956. Líkindi til þess að menn séu á kjör- skrá í fleiri en einni kjördeild hafa minnkað stór- lega við það. Enn fremur eiga ekki að vera með í kjósendatölunni frá þeim tíma þeir sem em á kjör- skrá, en fá ekki kosningarrétt fyrr en eftir kjördag á árinu, og ekki heldur þeir sem dánir em þegar kosning fer ffam. Kosningaraldurlækkaðií20ár 1968 (stjómar- skipunarlög nr. 9/1968). Þá féllu niður skilyrðin um að kjósandi hefði verið búsettur hér á landi í 5 ár fyrir kjördag og fjár síns ráðandi. í stað þess kemur að hann skal eiga lögheimili hér á landi á kjördegi og vera lögráða. Ollu breytingamar hækkun kjósendahlutfallsins við forsetakjörið 1968. Síðan hefur það farið síhækkandi þar sem öll fólksfjölgun á landinu hefur orðið meðal þeirra sem náð hafa kosningaraldri. Var kjósendahlut- fallið komið í tæplega 64% í kosningunum 1983. Kosningarréttur var rýmkaður með stjómar- skipunarlögum nr. 65 30. maí 1984 um breytingu á 33. grein stjómarskrárinnar. Lágmarksaldur kjósenda var færður úr 20 ámm í 18 ár, lögræðis- svipúngu fylgir ekki lengur missir kosningar- réttar, og óflekkað mannorð er ekki lengur skilyrði fyrir honum. Þá er heimilað að leyfa undan- tekningu frá skilyrðinu um lögheimili á íslandi með ákvæði í lögum um kosningar til Alþingis. Jafnframt stjórnarskrárbreytingunni sam- þykkti Alþingi vorið 19841ög(nr. 66 l.júní 1984) um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis nr. 52 14. ágúst 1959, og aftur vom gerðar breyt- ingar á þeim með lögum nr. 2 5. mars 1987. Samkvæmt 1. grein kosningalaga eins og þau em nú eiga kosningarrétt við kosningar til Alþingis allir sem 1. em 18 ára eða eldri þegar kosning fer ffam, 2. eiga íslenskan ríkisborgararétt og 3. eiga lögheimili hér á landi eða hafa átt það á síðustu fjómm ámm talið ffá 1. desember næstum fyrir kjördag. Vegna lækkunar kosningaraldurs úr 20 ámm í 18 árog annarra breytinga á kosningarrétti hækk- aði hlutfall kjósenda af íbúatölunni í 70% við alþingiskosningamar 1987. Samkvæmt kosningalögum skulu menn vera á kjörskrá þar sem þeir áttu lögheimili 1. desember á undan þeim tíma, er kjörskrár skulu lagðar fram. Við forsetakjörið 25. júní 1988 áttu menn þvf kosningarrétt þar sem lögheimilið var 1. desember 1987. Margir þeirra sem fluttust til landins eftir 1. desember 1987, og höfðu ekki átt hérlögheimili 1. desember 1983 eða síðar, munu hafa leitað efúr því að komast á kjörskrá. Munu þeir yfirleitt hafa verið úrskurðaðir eða dæmdir inn á kjörskrána teldust þeir fullnægja kosningarréttarskilyrðum stjómarskrárinnar þá er kosning fór fram, enda skyldi ákvæði kosningalaga um lögheimili 1. des- ember 1987 næst áður en kjörskrár em lagðar fram einungis ráða því hvar menn stæðu á kjörskrá. Hluta af hækkun kjósendahlutfallsins síðan 1968 má rekja til breytinga sem varða íbúatöluna ekki síðuren kjósendatöluna. í lögheimilislögum, nr. 35/1960, segir: „Rétt er þeim, sem dveljast er- lendis við nám, að telja lögheimili sitt í sveitar- félagi, þar sem þeir áttu lögheimili, er þeir fóm af landi brott.“ ísland gerðist aðili að samningi Norðurlanda um almannaskráningu árið 1969, og kom hún til framkvæmda 1. október það ár. Samn- ingurinn felur það meðal annars í sér, að sérhver

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.