Morgunblaðið - 25.09.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.09.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015 ✝ Jenný SólveigÓlafsdóttir fæddist í Hvammi í Þistilfirði 6. desem- ber 1929. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 17. september 2015. Foreldrar hennar voru Ólafur Ein- arsson, f. 8.9. 1896, d. 23.5. 1932 og kona hans Sigrún Aðalsteinsdóttir, f. 6.3. 1906, d. 29.6. 1942. Seinni maður Sig- rúnar var Maríus Jósafatsson. Bræður Jennýjar eru Sigmar Ólafur Maríusson, f. 8.3. 1935 og Aðalsteinn Jóhann Mar- íusson, f. 16.6. 1938. Jenný giftist 29.12. 1962 Sig- urði Valdimari Friðþjófssyni. Sigurður fæddist á Bakka í Fnjóskadal 13.10. 1925 og lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 5.10. 2014. Foreldrar hans voru Frið- þjófur Guðlaugsson, f. 13.6. 1896, d. 15.11. 1981, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir, f. 29.10. 1884, d. 4.11. 1957. Dóttir Jennýjar er Sigrún 28.7. 1996. 2) Ólöf Sigfríður Sig- urðardóttir, f. 23.11. 1966. 3) Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. 10.3. 1970. Sigurbjörg er gift Þóri Jónssyni, f. 19.9. 1961. Dætur Sigurbjargar og Þóris eru: a) Jenný Birta, f. 17.8. 1997 og b) Sigrún Harpa, fædd 6.9. 2000. Barn Þóris er Eva Karen, f. 12.8. 1988. Dóttir hennar er Aldís Von Árnadóttir, f. 29.3. 2013. Jenný ólst upp í Þistilfirði en eftir að móðir hennar lést fór hún í fóstur til móðursystur sinnar, Hólmfríðar Aðalsteins- dóttur og manns hennar Skarp- héðins Jónassonar á Húsavík. Hún flutti ung til Reykjavíkur, vann hjá hjónunum Jakobínu Þórðardóttur og Einari Ás- mundssyni að Hverfisgötu 42 og síðar m.a. á saumastofu And- erson og Lauth þó áfram byggi hún hjá Jakobínu og Einari. Eft- ir að Jenný giftist var hún hús- móðir að aðalstarfi en vann jafnframt við þrif í Háskóla Ís- lands eftir að dæturnar urðu eldri. Jenný og Sigurður bjuggu lengst af á Lyngbrekku 20 í Kópavogi en síðar í Hafnarfirði, fyrst á Laufvangi 7 og síðast á Skipalóni 16 áður en þau hjón fluttu í Skjól árið 2013. Útför Jennýjar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag, 25. sept- ember 2015 klukkan 15. Jóns, f. 29.10. 1947. Sigrún ólst upp á Gunnarsstöðum í Þistilfirði hjá Þur- íði Árnadóttur og Halldóri Ólasyni. Hún er gift Stefáni Jakobssyni, f. 18.10. 1954. Sonur Sigrúnar er Þór- hallur Að- alsteinsson, f. 22.5. 1964. Dætur Jenn- ýjar og Sigurðar eru: 1) Sigríð- ur Sigurðardóttir, f. 8.10. 1964. Sigríður er gift Jóni Hörðdal Jónassyni, f. 5.3. 1971. Börn Sigríðar af fyrra hjónabandi eru: a) Fannar Freyr Ívarsson, f. 15.2. 1987, sambýliskona hans er Íris Cochran Lárusdóttir, f. 10.5. 1986, þau eiga eina dóttur, Önnu Melkorku Cochran, f. 16.01. 2015 og b) Erna Valdís Ívarsdóttir, f. 27.4. 1990, sam- býlismaður hennar er Egill Örn Gunnarsson, f. 24.9. 1988, þau eiga eina dóttur, Ástu Sigríði, f. 5.5. 2015. Börn Sigríðar og Jóns eru: c) Orri Guðlaugur, f. 28.7. 1996 og d) Sindri Sigurður, f. Elsku amma okkar, mikið varstu alltaf frábær og góð. Við munum aldrei gleyma hvað það var gaman að koma í heimsókn til þín og afa á Lauf- vanginn og fá nammi og hvað sem við vildum, þú varst svo gjafmild og vildir alltaf gera það besta fyr- ir okkur. Þú varst alltaf svo góð við okk- ur og minntir okkur alltaf á það hvað við værum frábærar. Við vorum heppnar að eiga þig sem ömmu okkar og við söknum þín alveg ótrúlega mikið, þú verður alltaf í hjörtum okkar. Guð geymi þig. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Jenný Birta og Sigrún Harpa. Í dag er komið að því við systk- inin kveðjum hana ömmu Jen- nýju en kallið kom nokkuð óvænt og skyndilega í síðustu viku. Ef- laust verða fagnaðarfundir hin- um megin þar sem amma hittir fyrir afa Sigga aftur eftir tæplega árs aðskilnað. Á kveðjustund kemur fyrst og fremst upp í hugann hvað hún amma var yndisleg og góð við okkur. Alltaf stóðu dyr hennar og afa okkur opnar og ávallt mátti eiga von á góðu þegar litið var í heim- sókn til ömmu og afa í Lyng- brekkuna, Laufvanginn, Skipa- lónið og nú síðast á Skjól. Amma gerði sér far um að okkur van- hagaði ekki um neitt og sá til þess að engum leiddist. Fyrir okkur eldri í hópnum stóðst það iðulega að amma hafði tekið upp nýjustu teiknimyndirnar á myndbands- spólur og ef þær þraut var tekið í spil. Því til viðbótar var amma dug- leg að gauka að okkur sætindum og öðru góðgæti, eftir á að hyggja var hún jafnvel full kappsöm við þá iðju eins og sannri ömmu sæmir. Hún amma okkar kom til dyr- anna eins og hún var klædd, lá ekki á skoðunum sínum og talaði aldrei undir rós. Hún var alltaf afskaplega stolt af sínu fólki og vildi allt fyrir það gera. Við fjögur fengum að kynnast ást hennar og umhyggju og munum búa að því um alla tíð. Á árinu komu í heim- inn fyrstu barnabarnabörnin, tvær langömmustúlkur sem amma var alltaf glöð að sjá og sýndi sömu væntumþykju og öll- um afkomendum sínum. Bar hún langömmutitilinn með mikilli sæmd. Hvíl í friði, elsku amma. Fannar, Erna, Orri og Sindri. Elsku Jenný frænka mín er látin. Það gerðist svo hratt, þessi síðasti dagur í lífi hennar virtist ætla að verða líkur öðrum dög- unum. Um miðjan dag gerðist það, þú dast, og það var greini- legt að eitthvað mikið var að ger- ast. Þú varst látin sex tímum seinna. Jenný mín var aldrei að drolla við hlutina og hún hafði sama háttinn á þegar hún kvaddi þessa jarðvist. Ég er svo þakklát fyrir það að hafa setið hjá þér, elsku frænka mín, og haldið í hönd þína þegar þú lagðir af stað til Sum- arlandsins, þar sem Siggi þinn beið þín og hefur tekið vel á móti þér. Þegar ég var lítil stelpa norður í landi vissi ég lítið annað um Reykjavík en að Jenný frænka mín átti heima þar og bjó á Hverfisgötu 42. Á hverju sumri kom hún í heimsókn norður, það var aldrei nein lognmolla þegar heimskonan mætti með amerískt tyggjó sem mér þótti rosa flott. Henni þótti norðlensku berin svo góð og allur maturinn hjá mömmu minni, Fríðu frænku eins og Jenný kallaði hana alltaf. Þegar ég fór svo sjálf að skreppa til Reykjavíkur gat ég treyst því að fá inni hjá ykkur Sigga í Kópa- voginum, það var gott að eiga ykkur að. Seinna, eftir að við Víglundur fluttum suður, jukust samskipti okkar mikið, við hjónin nutum samvista við ykkur Sigga með ýmsum hætti. Eitt af því sem við brölluðum saman var hin árlega sumarblómaferð í Hveragerði með kaffisopa og meðlæti í Eden á eftir. Við frænkurnar vorum báðar miklar kertakonur, snemma í desember lögðum við land undir fót og fórum til Keflavíkur og Sandgerðis til að kaupa jólakert- in. Við vorum líka á heimavelli í kertadeild Ikea og stundum feng- um við okkur að borða á veitinga- staðnum. Þér þótti kalkúninn sem var í boði í jólamánuðinum svo góður og ekki klikkuðu sænsku kjötbollurnar. Ekki má gleyma að minnast á rúntinn í miðbænum, þar þekktir þú þig vel og svo áttum við uppá- haldsísbúð. Ekki þótti okkur frænkunum leiðinlegt að máta okkur á hinum ýmsu kaffihúsum borgarinnar, í bílnum hlustuðum við svo á Óskar Pétursson á með- an við ókum á milli staða, hann var í miklu uppáhaldi hjá þér, elsku frænka. Ekki má heldur gleyma öllum ferðunum til Sidda frænda á Suðurbrautina þar sem hringarnir okkar voru pússaðir og þegið var kaffi og eitthvert góðgæti. Langoftast hittum við skemmtilega gesti hjá Sidda, því þar er ávallt mikill gestagangur. Flestar okkar ferðir, elsku Jenný, enduðu svo í Sóltúni 12 í kaffi, ostaköku og smá Nóa kon- fekti. Það kom alltaf glampi í aug- un þín þegar við keyrðum fram hjá Hótel Cabin, (áður Klúbbur- inn) en þar hittust þið Siggi þinn fyrst og skilduð ekki eftir það. Eins og fínum frúm sæmir þá vorum við að sjálfsögðu með einkabílstjóra í flestum okkar ferðum og því starfi sinnti Víg- lundur með kærleika og sóma. Einnig var Víglundur ávallt boð- inn og búinn að dytta að ýmsu smálegu á heimili þeirra hjóna ef þörf var á. Mikið varðst þú glöð þegar tvær litlar langömmustelpur bættust í hópinn snemma á þessu ári. Þú hringdir oft í mig og bauðst mér að koma til þín í Skjól að hlusta með þér á söng, sitja með þér í guðsþjónustu, svo dönsuð- um við líka saman, ég var herr- ann og okkur gekk vel sem dans- par. Elsku Jenný, síðastliðið sumar hefur ekki verið þér létt, þér hrakaði svo hratt. Að endingu vil ég þakka þér, elsku Jenný frænka, fyrir allar okkar góðu samverustundir. Við hjónin vottum ykkur, Sig- rúnu, Sigga, Ólöfu, Boggu og fjöl- skyldum ykkar okkar dýpstu samúð. Ég þakka fyrir að fá að vera hluti af ykkur. Hvíl í friði, elsku Jenný frænka. Þín Kristjana. Jenný Sólveig Ólafsdóttir ✝ Óskar Örn Garð-arsson fæddist í Reykjavík 25. apríl 1963. Hann lést af slysförum í Fredrik- stad í Noregi 4. sept- ember 2015. Foreldrar hans eru Sigrún Ósk- arsdóttir, f. 26. júlí 1937, og Garðar Karlsson, f. 15. jan- úar 1935. Systkini Óskars eru Karl Garðarsson, f. 2. júlí 1960, og Sigríður Anna Garðarsdóttir, f. 26. október 1970. Börn Karls og Lindu B. Loftsdóttur eru Helena, f. 1990, og Steinar, f. 1993. Sig- ríður Anna er gift Þórarni Guð- jónssyni og eru börn þeirra Hrannar, f. 1998, Arnar, f. 2006, og Sigrún Erla, f. 2008. Óskar átti dótturina Sigrúnu sambúð með Gunnari Friðriks- syni. Harpa og Óskar bjuggu síð- ustu sjö árin í Fredrikstad í Nor- egi, þar sem þau störfuðu bæði. Óskar var uppalinn í Kópavogi, stundaði nám þar og fór síðan í verslunarnám við Fjölbrautaskól- ann við Ármúla. Hann starfaði í fjölmörg ár hjá Byko, fyrst sem sölumaður en síðan versl- unarstjóri hjá Byggt og búið í Kringlunni og loks við inn- kaupastjórn. Hann keypti fyr- irtækið Baðstofuna, ásamt svila sínum, árið 1998 og ráku þeir verslun í Kópavogi um árabil. Hann stýrði einnig fyrirtækinu Fiskisögu um tíma. Árið 2008 hóf Óskar störf hjá spænska alþjóðafyrirtækinu Cos- entino og tók hann að sér að setja á laggirnar og stjórna útibúi þess í Noregi. Þar starfaði hann allt til ársins 2014 þegar hann tók við sölustjórn hjá norska fyrirtækinu Allstein AS, þar sem hann starf- aði til dauðadags. Útför hans verður gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag, 25. september 2015, og hefst hún kl. 13. Evu, f. 3. júlí 1987, með Steinunni Guðbjörnsdóttur. Sigrún Eva er bú- sett í Noregi og í sambúð með Dið- riki Ö. Gunn- arssyni. Árið 1991 kvæntist Óskar Steinunni Ástu Finnsdóttur og áttu þau saman dótt- urina Ingu, f. 24. febrúar 1995. Óskar og Steinunn slitu samvistir. Eftirlifandi eiginkona Óskars er Harpa Norðdahl Arnardóttir, f. 8. febrúar 1962, en þau giftu sig 22. desember 2012. Harpa átti fyrir þrjú börn, Berglindi Ósk, gift Jóhannesi P. Gunnarssyni, Birgi Örn, í sambúð með Svan- hildi K. Júlíusdóttur, og Sóleyju, í Árin liðu. Tíminn tifaði áfram hratt og fundirnir urðu færri. Kannski var það fjarlægðin, hafið og fjöllin sem skildi okkur að. Kannski var það bara amstur daglegs lífs. Fyrir framan mig er stígurinn sem við gengum allt of sjaldan saman. Fyrir framan mig er allt sem hefði getað orðið, en aldrei varð. Orð sem voru aldrei sögð. Minningar sem birtast eins og skyndimyndir í sundurlausri röð. Minningar um bros, hlátur og söng. Stutt spjall um allt og ekkert. Þannig líður tíminn inn í óendanleikann, án þess að við leiðum hugann að því. Dagarnir renna saman og verða að mán- uðum sem verða að árum. Við tökum hlutina sem gefna, en svo breytist allt. Skyndilega símhringing um miðja nótt sem breytir öllu. Tím- inn stöðvast eitt andartak en heldur síðan áfram. Eftir situr tómleiki og söknuður. Þögn og myrkur. Vantrú og ruglingsleg- ar hugsanir. Vorið kemur að nýju, bróðir, og það mun birta aftur. Og þá munum við ganga út í daginn, finna stíginn okkar og rifja upp gamla tíma. Það sem aldrei varð mun verða. Það sem ósagt var verður sagt. Ferðin sem aldrei var farin verður að veruleika. Þannig viljum við hafa það. Dag- ar lífsins munu fá lit sinn að nýju. Hvíl í friði, kæri bróðir. Minn- ingin um þig mun fylgja okkur um ókomna tíð. Og allt sem ein- kenndi þig – gleðin, umhyggjan og vináttan. Þín verður sárt saknað. Guð blessi þig. Karl Garðarsson. Óskar Örn bróðursonur okkar er látinn. Við sitjum eftir með sorg í hjarta og grátum það sem var gleði okkar. Minningar okk- ar eru einkum tengdar bernsku- árum hans. Hann var glaður og uppátækjasamur fjörkálfur sem hreif aðra með sér. Okkur er minnisstætt þegar hann var smástrákur og kom í heimsókn til okkar á Laugarbakka og Hvammstanga. Þá var margt brallað og mikið fjör eins og allt- af í kringum Óskar. Þegar heim kom sagði hann vinum sínum stoltur frá afa sínum. Hann ætti sjoppu fulla af gotteríi sem rétt var, en að auki ætti hann alla hesta í sveitinni. Það var nú kannski fullmikið sagt. Vinum hans þótti mikið til koma sem vonlegt var. Þótt samgangur Óskar Örn Garðarsson ✝ Helga Víglundsdóttir fædd-ist á Hólum í Fljótum í Skagafirði 15. ágúst 1944. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 18. sept- ember 2015. Foreldrar henn- ar voru Víglundur Arnljótsson, f. 1916, d. 1996, og Hermína Mar- inósdóttir, f. 1919, d. 2002. Systkini Helgu: Jóhann, f. 1940, d. 1989, Sig- urður, f. 1940, Jón- ína, f. 1942, Jó- hanna, f. 1943, d. 2011, Ingimar, f. 1947, Jónhildur, f. 1948, Guð- rún, f. 1950, d. 1993, Smári, f. 1952, Gunnhildur, f. 1953, d. 1959, Bjarni, f. 1955, d. 1991, Ragnheiður, f. 1957, og Sóley, f. 1961. Eftirlifandi eiginmaður þeirra; Bertha María, f. 1999, og Eva María, f. 2003. 3) Guðný Stefanía, f. 1976, maki Jón Hálf- dán Pétursson, f. 1977. Börn þeirra; Stefán Freyr, f. 2004, Pétur Þór, f. 2008, og Hálfdán Breki, f. 2012. Helga fluttist ung að árum til Akureyrar og ólst þar upp. Hún fór snemma út á vinnumark- aðinn og vann m.a. í síld á Siglu- firði og við verslunarstörf í Reykjavík áður en leið hennar lá til Vestmannaeyja 1964 þar sem hún bjó til ársins 1988. Hún var fyrst og fremst húsmóðir í Eyj- um en vann einnig í fiski í Fisk- iðjunni og Vinnslustöðinni og við verslunarstörf í Turninum. Hún var virkur félagi í Norð- lendingafélaginu og gegndi m.a. formennsku þar um árabil. Fjöl- skyldan fluttist 1988 á Stokks- eyri þar sem Helga vann í harð- fiskverkun og við að skera af netum. Árið 1992 fluttist fjöl- skyldan að Hlíðarvegi 28 í Kópa- vogi og 2012 í Álfkonuhvarf. Útförin fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 25. september 2015, og hefst athöfnin kl. 15. Helgu er Stefán Runólfsson, f. 10. september 1933 í Vest- mannaeyjum, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðv- arinnar í Vestmannaeyjum, seinna skoð- unarmaður hjá Frumherja. Þau gengu í hjónaband 19. nóvember 1966. Foreldrar hans voru Runólfur Run- ólfsson, f. 1872, d. 1979, og Guðný Petra Guðmunds- dóttir, f. 1900, d. 1976. Börn Helgu og Stefáns eru; 1) Sóley, f.1967, maki Þor- steinn H. Kristvinsson, f.1967. Börn þeirra; Hlynur Logi, f. 1993, Helgi Sævar, f. 1997, og Birkir Örn, f. 2001. 2) Smári, f. 1970, maki Guðrún Jóna Sæ- mundsdóttir, f. 1973. Börn Mamma, viltu aðeins koma? Þessa setningu sagði ég oft við mömmu í gegnum tíðina og alltaf var hún boðin og búin til þess að gera allt fyrir mig. Þolinmæði átti mamma mikið af og virtist hún bara vera endalaus, það var eiginlega alveg sama hvað gekk á, alltaf gat mamma klárað málin. Ég var litla stelpan hennar og við áttum yndislegt samband. Við gátum rætt um flesta hluti og það leið varla sá dagur sem ég hringdi ekki í mömmu. Þurfti bara aðeins að segja henni hvað ég var að elda gott eða hvað strákarnir hefðu verið að gera í dag í skólanum eða leikskólanum. Við gátum talað saman í hálftíma án þess að vera að tala um eitt- hvað merkilegt. Þegar við áttum heima í Eyjum fór mamma í lagn- ingu í hverri viku og yfirleitt fór ég með henni og ekki fannst mér leiðinlegt þegar ég fékk fléttu í hárið eða sprey. Ég gerði svo margt með mömmu og pabba þegar ég var yngri og ferðin sem við sigldum til Bandaríkjanna er mér ógleymanleg. Þegar ég fór í háskólann á Laugarvatni hringdi ég stundum oft á dag og ég man svo vel eftir því þegar hún kenndi mér að elda saltkjöt og baunir í gegnum símann því ekki gat ég misst af þeim herlegheitum á sprengidegi. Alltaf þegar ég kom í Kópa- voginn þá gerðum við eitthvað saman, okkur fannst ekki leiðin- legt að fara í Kringluna eða Smáralindina og mömmu fannst ekki leiðinlegt að enda góðan dag með því að fara á KFC. Mamma elskaði að vera í kringum barna- börnin sín. Að koma til ömmu og afa var eitthvað svo sérstakt og hverju barnabarni fannst það vera svo yndislega sérstakt því hún gaf þeim öllum tíma. Stund- irnar sem hún sat með drengj- unum mínum í Lego eða spilaði með þeim er þeim svo dýrmætur og þeir munu alltaf búa að því. Mamma og pabbi komu til okkar um þar síðustu jól og drengjun- um mínum fannst sá tími æðis- legur, snjórinn var mikill og veðr- ið ekki gott, rafmagnið fór nokkrum sinnum en gæðastund- irnar margar. Ég þurfti oft að hringja í mömmu þegar hún var búin að vera hjá okkur – mamma, hvert settir þú …? eða hvar er …? Það var alltaf þannig að hvert skipti sem strákarnir hringdu í ömmu var svo mikil gleði sem þeir fengu að upplifa í gegnum Helga Víglundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.