Morgunblaðið - 25.09.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015
hafi ekki verið mikill á seinni ár-
um var alltaf jafn gaman að hitta
Óskar. Okkur finnst sem slokkn-
að hafi á skærri stjörnu á himn-
inum við fráfall hans.
Dætrum hans, eiginkonu, for-
eldrum, systkinum og öðrum að-
standendum vottum við dýpstu
samúð. Blessuð sé minning Ósk-
ars Arnar.
Sigríður, Ragnhildur,
Jóhanna og Ingibjörg
Karlsdætur.
Ótímabært fráfall Óskars Arn-
ar Garðarssonar hefur minnt
okkur á hverfulleika lífsins. Að-
eins nokkrum dögum áður en
hann lést hafði hann heiðrað
minningu föður okkar og komið
ásamt Hörpu, eiginkonu sinni, að
utan til að vera viðstaddur
kveðjuathöfn um hann.
Fyrir um 20 árum hófu Sig-
rún, móðir Óskars, og faðir okk-
ar, Jónatan, farsæla sambúð.
Nokkur ár voru þá liðin frá frá-
falli móður okkar og nú birti
sannarlega til á ný. Nýr kafli
hófst í lífi okkar allra og ánægju-
leg kynni hófust af Sigrúnu og
börnum hennar Karli, Óskari,
Sigríði og fjölskyldum þeirra,
sem ekki hefur borið skugga á.
Það er bjart yfir minningunni
um Óskar. Hann var skemmti-
legur og léttur í lund. Það var
auðvelt að eiga við hann samræð-
ur og náði hann gjarnan vel til
allra aldurshópa. Barna, ung-
linga og fullorðinna. Hann hafði
mikla þjónustulund sem reyndist
honum vel í störfum hans. Hann
var greiðvikinn með afbrigðum
og nutum við sannarlega velvilja
hans ekki síst þegar kom að
breytingum á híbýlum á okkar
vegum. Vinsemd og hlýja hans
og fjölskyldu hans í garð föður
okkar var okkur öllum dýrmæt.
Að leiðarlokum kveðjum við
með virðingu og þakklæti góðan
dreng.
Hugur okkar er hjá ástvinum
hans öllum. Þeim færum við okk-
ar dýpstu samúðarkveðjur.
Einar, Ester, Kristján,
Elías, Heimir Salvar Jón-
atansbörn og fjölskyldur.
Skemmtilegur varstu, kæri
mágur, og góður drengur. Frá-
fall þitt er ennþá mjög óraun-
verulegt og skrítið að hugsa til
þess að þú hafir látist af slysför-
um í kjölfar gleðidags sem þú
upplifðir þegar Ísland sigraði
Holland í knattspyrnu. Símtalið
frá Kalla, bróður þínum, aðfara-
nótt 4. september þar sem hann
var staddur í Bosníu var slæmt
og í dag frekar þokukennt. Spor-
in sem ég tók í kjölfarið til að til-
kynna móður þinni andlát þitt
voru þung og erfið. Hún hafði
einungis fimm dögum áður fylgt
eiginmanni sínum til grafar eftir
erfið veikindi. „Lengi skal mann-
inn reyna.“ Dagana eftir andlát
þitt hafa síast út minningar um
þig í þá tæpu þrjá áratugi sem
við þekktumst. Með þér er ekki
bara þín persóna gengin á brott
heldur jafnframt það jákvæða
andrúmsloft sem þú barst með
þér á mannamót meðal fjölskyldu
og vina. Þú hugsaðir alltaf stórt
og hrintir mörgum skemmtileg-
um hlutum í framkvæmd, hvort
sem það var í starfi eða á heim-
ilinu. Í gegnum líf þitt var aldrei
nein lognmolla en á sama tíma
hafðir þú gríðarlega stórt hjarta
fyrir þína nánustu. Þér þótti
mjög vænt um Hörpu, konuna
þína, og flottu dætur þínar, þær
Sigrún Evu og Ingu. Þú náðir
einnig frábærri tengingu við
börn Hörpu, Berglindi, Sóleyju
og Birgi, enda frábært fólk. Þér
þótti líka óendanlega vænt um
Siggu, systur þína, og börnin
okkar og fyrir það er ég æv-
inlega þakklátur. Það er þeim
óraunverulegt að Óskar frændi
sé horfinn á braut en minning-
arnar lifa. Ég votta Hörpu, dætr-
um þínum, börnum Hörpu og
foreldrum þínum mína dýpstu
samúð. Til þess að hafa lokaorðin
í þínum anda að þá er bara eitt
að segja: „áfram Leeds, áfram
Breiðablik“. Hvíl í friði, Óskar
minn.
Þórarinn Guðjónsson.
Þótt harmurinn yfir að sjá á
bak kærum vini fáránlega
snemma sé stálkalt farg í brjóst-
holinu, er það samt svo að þegar
ég hugsa til Óskars Garðarsson-
ar geri ég það með bros á vör.
Þær minningar sem ég deildi
með honum fram til 4. þessa
mánaðar, en varðveiti nú einn,
eru nefnilega allar tengdar gleði,
gáska og greiðvikni.
Við vorum svilar í hálfan ann-
an áratug og hittumst á þeim ár-
um oft í alls kyns fjölskyldusam-
komum. Við þær aðstæður naut
Óskar sín vel. Eðlislæg viðleitni
hans til að gera hverja stund
skemmtilega ef það átti með
nokkru móti við, varð oft til að
breyta annars góðum samveru-
stundum með söng og spili í
smitandi syrpu af indælum hlát-
ursköstum. Huggulegt skraf fór
allt í einu á vaðandi hugmynda-
flug svo skýin máttu vara sig.
Þar sem ég hef lengi haft hug-
myndaflug að atvinnu var ekki
skrýtið að við næðum vel saman
þegar kom að því að henda hug-
myndir á lofti og láta sér ekki
nægja að brosa að þeim, heldur
spinna og prjóna við svo lengi og
svo langt sem hægt var.
Þarna var Óskar í essinu sínu.
Kannski var það framkvæmda-
gleðin sem dreif hann áfram í
þessu sem svo mörgu öðru. Með-
an ég lét staðar numið þegar bú-
ið að var að ráðslaga og semja
eitthvert skemmtilegt plan eða
atburðarás, sem okkur þætti
gaman að sjá gerast, þá var Ósk-
ar maðurinn sem hrinti hug-
myndinni í framkvæmd.
Dag nokkurn var hann til
dæmis búinn að kaupa fimm
silfruð reiðhjól og við svilarnir á
leið í hjólaferð á sjö hæstu tinda
Danmerkur, sem við höfðum
skemmt okkur við að spinna upp
í seinasta fjölskylduboði.
Óskar var ótrúlega fús til að
aðstoða við hvers kyns fram-
kvæmdir og ófáar stundir hef ég
átt með honum í skítagalla og
málningarlykt, með pensla eða
múrskeiðar. Í stað þess að hlusta
á síbyljuútvarp á meðan, þá héld-
um við úti okkar eigin útvarps-
þætti, þar sem verktakarnir Fúi
og Múri ræddu málin og leystu
lífsgátuna. Þeir voru auðvitað
sjálfir einu áheyrendurnir, en
skemmtu sér líka konunglega.
Eftir að Óskar hvarf úr svila-
hópnum fyrir allnokkrum árum
höfum við oft saknað hans. Sum
sönglög eru til dæmis ekki söm
án hans. En auðvitað var alltaf
þráður á milli okkar, þótt fjar-
lægðir skildu að. Endurnýjun
tengslanna var eitthvað sem
maður leit einungis á sem spurn-
ingu um tíma. Nú er ljóst að það
verður aldrei af endurfundum og
minningarnar einar eru eftir. En
þær eru margar og góðar.
Gáskinn og uppátektarsemin
er ekki bara upphaf og gangsetn-
ing, hún er líka afleiðing, aðferð
manns til að takast á við til-
veruna. Þessi vinur minn háði
líka sínar persónulegu glímur og
vann þær ekki allar, frekar en
við hin. En fram á síðustu stundu
fyllti hann flokk þeirra sem vilja
njóta lífsins og gleðjast með vin-
um og ástvinum þegar kostur er.
Það er ætíð sérstök eftirsjá að
mönnum sem gera lífið skemmti-
legra í kringum sig, sem gera
mann sjálfan skemmtilegri en
maður er í raun.
Óskar Garðarsson var þannig
maður. Hvíl í friði.
Sveinbjörn I. Baldvinsson.
Ég man ekki eftir mér öðru
vísi en að hafa átt Óskar Garð-
arsson að vini, enda bjuggum við
í sama húsi á Hlíðarveginum í
Kópavogi stóran hluta æsku okk-
ar. Saman tókumst við á við þau
verkefni sem ungir drengir þurfa
að mæta, við fórum saman á
fyrstu fótboltaæfinguna á Vall-
argerðisvelli hjá Breiðabliki og
vorum hlið við hlið fyrsta skóla-
daginn.
Á unglingsárunum vorum við
mikið saman og einnig þegar við
kynntumst konum okkar sem
reyndar voru vinkonur.
Óskar byrjaði snemma að
vinna í BYKO, eða rétt um tví-
tugt, hann var búinn að vinna
þar í um tíu ár er hann fékk mig
þar til starfa. Við unnum svo
saman um sex ára skeið í BYKO
og var það mjög skemmtilegur
tími. Eftir að Óskar fluttist til
Noregs vorum við alltaf í góðu
sambandi. Í nóvember 2014 fór-
um við í alveg ógleymanlega ferð
á landsleikinn gegn Tékkum og
notalegt að minnast þeirrar ferð-
ar.
Leiðir okkar lágu þannig sam-
an á margan hátt, við bundumst
snemma sterkum vináttuböndum
sem héldust alla tíð.
Óskar var sterkur karakter
með mikla kímnigáfu. Hann hafði
sérlega góða nærveru og var laus
við allan tepruskap, var vinnu-
samur og ótrúlega glöggur að sjá
ný tækifæri.
Það er sárt að sjá á eftir góð-
um vini á besta aldri, en minn-
ingin um góðan dreng lifir.
Ég votta fjölskyldunni dýpstu
samúð mína.
Júlíus Geir Hafsteinsson.
Kær vinur er fallinn frá.
Óskar Örn Garðarsson, vinur
minn frá unglingsárum, hefur
kvatt allt of snemma. Óskar var
skemmtilegur, orðheppinn og
fullur af kímni, alltaf stutt í hlát-
urinn. Við áttum ansi margar
ánægjustundir saman.
Óskar hafði mikla hæfileika
sem mér fannst hann ekki nýta
sér að fullu, við ræddum það
nokkuð oft og sérstaklega í
seinni tíð og áður en hann flutti
til Norges til að freista gæfunn-
ar. Hann var fljótur að aðlaga sig
að norsku samfélagi, ófeiminn og
frakkur. Það var einn af hans
mörgu kostum að hika ekki við
það sem hann tók sér fyrir hend-
ur.
Okkar vinátta var djúpstæð þó
svo að samband okkar hefði
minnkað eftir að hann flutti út.
Við áttum sömu áhugamál og
vorum líkir um margt en þó ólík-
ir á annan hátt. Ég minnist vinar
míns með hlýju og þakklæti.
Hugur minn er hjá fjölskyldu
Óskars sem horfir á eftir góðum
dreng svo allt of snemma. Guð
blessi minningu hans.
Haukur Víðisson.
Mig langar til að minnast Ósk-
ars frænda með fáeinum orðum.
Upp koma margar minningar úr
æsku okkar, samverustundum í
Hrauntungunni, fjölskylduboðum
og þá sérstaklega hjá ömmu og
afa í Skipholtinu. Þegar stóð til
að hitta Óskar fylltist ég tilhlökk-
un og spenningi. Óskar var alltaf
fullur af orku innan sem utan
vallar og það var stutt í þann frá-
bæra húmor sem hann var gædd-
ur. Árin liðu en við héldum sam-
bandi og sýndum hvor öðrum
áhuga og skilning. Þrátt fyrir að
Óskar byggi erlendis hélt hann
sambandi við mig og ekki er
langt síðan hann bauð mér að
koma í heimsókn til Noregs.
Aldrei varð af þeirri heimsókn en
í okkar síðasta spjalli sem við
áttum ekki alls fyrir löngu sagði
Óskar: „Gummi, lífið er of stutt,
við verðum að hittast oftar, þetta
gengur ekki svona.“
Óskar, ég mun minnast þín
með stolti í hjarta og þakklæti
fyrir að hafa þekkt þig.
Kæru ástvinir, megi Guðs
englar vaka yfir ykkur í þungum
sporum.
Guðmundur Arason.
símann og amma var alltaf tilbúin
að hlusta.
Ég mun halda minningu þinni
á lofti svo lengi sem ég lifi og er
svo glöð og vera búin að læra að
gera frómasinn þinn, baka skó-
bótina þína og þannig get ég talið
upp endalaust, næst eru það
kleinurnar. Strákarnir báðu allt-
af um læri þegar við komum í
Kópavoginn, ég redda því.
Elsku mamma mín, þú kenndir
mér svo margt og það er svo
margt sem ég mun búa að alla
ævi, ég er endalaust stolt að því
að vera dóttir þín og mér finnst
ég hafa valið vel þegar ég valdi
þig. Elska þig, elsku mamma
mín.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Guðný Stefanía.
Elsku mamma mín. Ótal minn-
ingar þjóta í gegnum huga minn
nú á kveðjustund. Lífið verður
tómlegra svo um munar nú þegar
þú hefur hvatt. En eftir standa
ógleymanlegar minningar.
Mamma var einstök, svo lágvaxin
að barnabörnin uxu henni upp yf-
ir höfuð fyrir fermingu, en sterk
eins og klettur. Alla tíð umvafði
hún okkur elsku sinni. Hún tók
okkur í faðm sinn, alltaf tilbúin að
hlusta og leiðbeina. Fyrir öll af-
mæli var hún mætt fyrst á svæð-
ið, með eina skóbót og köku með
hvítu kremi, „á la mamma“. Vildi
hafa alla saman við að skera út
laufabrauðið fyrir jólin. Hér áður
fyrr hnoðaði hún og bakaði laufa-
brauðið frá grunni en í seinni tíð
voru keyptar kökur að norðan.
Allar minningar úr ferðalögum
okkar saman, bæði í sumarhús,
útilegur og ferðir erlendis.
Hún vildi vera með börnum og
barnabörnum, þá leið henni best.
Hún elskaði að spila og fara í
bingó. Hún var einstaklega hepp-
in í bingói og vann meðal annars
sementspoka, sjónvarp og margt
fleira. Ekki má gleyma þátttöku
hennar á púttvellinum, þar kom
keppniskapið fram. Hún var
besta amma sem hægt er að
hugsa sér. Óteljandi stundir var
hún með drengjunum mínum,
alltaf til staðar. Nú verður erfitt
að gera ekki hringt og spurt:
„Amma hvar er …?“ Minningin
um þetta sumar verður sumarið
sem var svo stutt því það haustaði
snemma þegar veikindi mömmu
ágerðust. Minningin lifir.
Guð geymi þig, elsku mamma,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þú ert gull og gersemi
góða besta mamma mín.
Dyggðir þínar dásami
eilíflega dóttir þín.
Vandvirkni og vinnusemi
væntumþykja úr augum skín.
Hugrekki og hugulsemi
og huggun þegar hún er brýn.
Þrautseigja og þolinmæði
– kostir sem að prýða þig.
Bjölluhlátur, birtuljómi,
barlóm, lætur eiga sig.
Trygglynd, trú, já algjört æði.
Takk fyrir að eiga mig.
(Anna Þóra Jónsdóttir.)
Sóley Stefánsdóttir.
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín,
í þeim las ég alla
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd,
bar hún mig og benti
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
mér í huga skín,
bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best,
hjartað blíða, heita –
hjarta, er sakna ég mest.
(Sumarliði Halldórsson)
Þinn elskandi sonur,
Smári.
Kæra tengdamóðir mín hefur
kvatt þennan heim. Ég kynntist
Helgu árið 2000 þegar ég kynnt-
ist Guðnýju Stefaníu. Það var
alltaf gott að koma til hennar og
vildi hún allt fyrir okkur gera.
Mér er minnisstætt þegar við
vorum að koma heim á Hlíðó um
helgar frá Laugarvatni að það
var ósjaldan sem við fengum
humar. Gaman var að horfa á
íþróttaleiki með henni og var hún
alltaf með á hreinu hvað var í
gangi hjá hennar liði og mínu
líka. Strákarnir okkar áttu ynd-
islega ömmu sem þeir munu
sakna mikið og við munum halda
minningu hennar á lofti um alla
framtíð. Hvíl í friði.
Jón Hálfdán Pétursson.
Kær systir er fallin frá.
Elsku Helga, þú varst fjórða
elsta systkinið í stóra barnahópn-
um okkar og sú sjötta af systk-
inunum sem kveður þennan jarð-
neska heim, en vegir guðs eru
órannsakanlegir og aldrei vitum
við hvað eða hver er næstur. Við
systkinin ólumst upp á Akureyri
á löngu tímabili, elsta fætt 1940
og það yngsta 1961.
Margar góðar minningar á ég
um þig sem ég geymi í hjarta
mínu, eina er þó ekki hægt að
sleppa við að nefna en þú varst
alltaf var svo fín um hárið og vel
tilhöfð.
Þú eyddir ævidögum þínum
með yndislegum eiginmanni þín-
um Stefáni Runólfssyni. Man ég
enn eftir því þegar þú komst með
hann fyrst til Akureyrar. Þegar
ég sá bílinn merktan Þór í Vest-
mannaeyjum hafði ég orð á því
hvort hann væri Þórsari, sem
passaði ekki alveg í mínu litla
hjarta sem KA-manneskja úr
innbænum, en ekki var hann
verri fyrir það.
Börnin ykkar bæði stór og smá
gátu ekki átt betri móður og
ömmu.
Elsku Helga, þú varst svo blíð-
ur og góður persónuleiki, alltaf
svo góð við alla sem tengdust þér.
Börnin í fjölskyldunni stór og
smá kölluðu þig Heggu frænku
og áttu þau alltaf stað í þínu
hjarta, þú varst vakandi yfir þeim
öllum.
Ég kveð þig, kæra vina, svo
klökk í hinsta sinn og ég sé fyrir
mér fagnaðarfundi hjá ykkur
systrum og ástvinum þegar þau
taka í hönd þína og leiða þig inn í
hið eilífa sumarland.
Elsku Stebbi, Sóley, Smári,
Guðný og fjölskylda, megi góður
guð vaka yfir ykkur.
Kveðja
Ragnheiður (Didda)
systir.
Elsku amma.
Við munum sakna þín enda-
laust mikið, það verður skrýtið að
koma í Kópavoginn og þú verður
ekki þar, við skulum passa afa
fyrir þig. Þú gafst okkur svo mik-
ið og við elskum þig til tunglsins
og tilbaka.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Stefán Freyr, Pétur Þór
og Hálfdán Breki.
Elskulega amma okkar,
þú gladdir alltaf sálir okkar.
Með brosi þínu og væntumþykju,
þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar.
Jákvæðni þín og dugnaður kenndi
okkur margt, það fær okkur til
að líta upp
og þakka þér fyrir allt.
Minningar sem aldrei gleymast,
bros á vör en aldrei skeifa.
Nú ertu komin upp til himna.
Fallegur engill á himnum hér,
við munum aldrei gleyma þér.
Þínar
Berta María og Eva María
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Æ æ, þannig fór um sjóferð þá,
elsku Helga okkar. Þú þurftir að
lúta í lægra haldi fyrir krabba-
meininu sem búið er að angra þig
í nokkur ár. En hvað þú varst bú-
in að standa þig vel í veikindun-
um, vel studd af þínum elskandi
eiginmanni og fjölskyldunni allri.
Við munum svo vel eftir þegar þið
Stefán voruð að draga ykkur
saman, svaka skvísa sem þú
varst, smávaxin, ljóshærð og afar
kvik á fæti. Petra man eftir þegar
þú varst að vinna í Búr-sjopp-
unni, fór þangað með vinkonu
sinni að kaupa kók og prins bara
til að sjá kærustu Stebba frænda
en við systur vorum samt dálítið
hræddar um að nú fengjum við
ekki næga athygli því við vorum
ofdekraðar af frænda. Fengum
einu sinni dúkkur, voru þær
skírðar Stefanía og Helga, eigum
þær enn í dag. Það var stutt fyrir
okkur að kíkja til ykkar þar sem
þið byrjuðuð að búa niðri í Búð-
arfelli en seinna byggðuð þið
ykkur hús á Ásavegi 22 í Eyjum.
Alltaf var jafn gott að koma til
ykkar hvort sem var á Stokkseyri
eða í Kópavogi, Helga var mjög
mikil húsmóðir. Það var alltaf
mikið fjör á heimilinu þegar öll
fjölskyldan og Víglundsfólkið
kom saman og öllum var gert jafn
hátt undir höfði. Þegar byrjaði að
gjósa hittumst við fjölskyldan í
Búðarfelli og fórum með bátnum
til Þorlákshafnar. Helga og Stef-
án þá komin með tvö börn, Sóley
og Smára, fengu íbúð á Klapp-
arstíg, amma og afi, Petra og
Runólfur, voru þar með þeim.
Seinna fluttu þau aftur til Eyja
og þá bættist Guðný Stefanía við.
Ester fékk þann heiður að passa
Sóleyju og Smára í flottasta
vagninum í bænum. Mikill var
söknuður okkar þegar þið fluttuð
á Stokkseyri en þá var bara
hringt á milli. Aðalvinna Helgu
undanfarin ár var að fara í bingó,
stundum var útborgað og stund-
um ekki. Átti Helga sérstakt
samband við barnabörnin, meira
að segja hringingin í símanum
hennar var „amma svaraðu“.
Mikill og góður samgangur var
alltaf á milli þeirra hjóna og for-
eldra okkar. Mikið erum við
systkinin glöð yfir því að hafa far-
ið saman á líknardeildina að
kveðja.
Góða ferð, elsku Helga okkar,
og takk fyrir allt. Innilegar sam-
úðarkveðjur til Stefáns, Sóleyjar,
Smára, Guðnýjar Stefaníu og
fjölskyldunnar allrar. Megi Guð
styrkja ykkur í sorginni.
Petra, Jóhannes (Jói),
Ester, Einar,
Birgir, Helga og fjölskyldur.
Fleiri minningargreinar
um Helgu Víglunds-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.