Morgunblaðið - 25.09.2015, Blaðsíða 35
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015
1998-2010, var lengst af formaður
Þekkingarnets Austurlands 1998-
2011, formaður Héraðs- og Austur-
landsskógar 2003-2010, var verk-
efnastjóri vaxtarsamnings
Austurlands 2005-2006, sat í
norðausturnefnd forsætisráðuneyt-
isins 2008-2009 og í verkefnahópi 20/
10 um sóknaráætlun landshluta frá
2009. Hann var kjörræðismaður fyrir
Svíþjóð á Seyðisfirði 1995-2011 og
formaður og stofnandi Hollvina-
samtaka Sjúkrahúss Seyðisfjarðar
frá 2008.
Áhugamál Þorvalds snúast um
stórfjölskylduna, golffélagana, skíða-
félaga og gengi knattspyrnufélagsins
Hugins sem nú var að komast upp í
fyrstu deild: „Þetta eru mínar ær og
kýr í dag. Við golffélagarnir sem er-
um sextugir og eldri köllum okkur
Lávarða GSF en við förum saman í
eina góða golfferð erlendis á hverju
ári. Ég er formaður Lávarðadeild-
arinnar og stofnaði auk þess Seyð-
firska alpaklúbbinn, árið 1986 og
sinni þar einnig formennsku. Við för-
um saman á skíði í Alpana á hverju
ári en í vetur höldum við upp á 30 ára
afmæli klúbbsins, með pomp og
pragt í bænum Selva á Ítalíu. Það er
því nóg að gera enda yngist ég með
hverju ári.“
Þorvaldur var sæmdur gullmerki
ÍSÍ árið 2013 og riddarakrossi hinnar
íslensku fálkaorðu 1.1. 2015.
Fjölskylda
Þorvaldur kvæntist 2.9. 1961 Dóru
Sæmundsdóttur, f. 19.12. 1935, d.
28.5. 1998, húsfreyju. Foreldrar Dóru
voru Sæmundur Guðmundsson og
k.h., Ríkey Eiríksdóttir.
Börn Þorvalds og Dóru eru Frið-
þóra Ester, f. 22.6. 1961, hjúkr-
unarfræðingur á Höfn í Hornafirði,
gift Birni Sigfinnssyni kennara; Inga,
f. 8.8. 1963, fulltrúi á bæjarskrifstof-
unni á Seyðisfirði, gift Þorsteini Ara-
syni, fyrrv. skólastjóra; Jóhann, f.
10.10. 1966, sjómaður í Vest-
mannaeyjum, kvæntur Hrafnhildi
Helgadóttur.
Fósturbörn Þorvalds, frá fyrra
hjónabandi Dóru Sæmundsdóttur:
Sigurbjörg Baldvinsdóttir f. 5.1. 1951
matvælatæknir, búsett í Danmörku
gift Olavi Jacobsen skipstjóra; Haf-
dís Baldvinsdóttir, f. 26.6. 1952, hús-
freyja í Keflavík, var gift Gunnari
Gunnlaugssyni sem er látinn; Þor-
steinn Þórir Baldvinsson, f. 23.8.
1957, sjómaður í Hafnarfirði en kona
hans er Ruby Carticano.
Barnabörn Þorvalds eru nú 13
talsins og langafabörnin eru 12.
Systkini Þorvalds: Sigríður, f. 16.6.
1939, d. 10.10. 2003, sjúkraliði í
Reykjavík; Stefanía, f. 17.11. 1941,
leikskólakennari í Reykjavík; Indriði,
f. 27.1. 1943, fyrrv. bankastarfs-
maður; Freysteinn, f. 25.6. 1946,
fyrrv. fréttastjóri Morgunblaðsins.
Foreldrar Þorvalds voru Jóhann
Þorvaldsson, f. 16.5. 1909, d. 9.10.
1999, skólastjóri á Siglufirði, og k.h.,
Friðþóra Stefánsdóttir, f. 4.1. 1910, d.
17.3. 2003, kennari.
Úr frændgarði Þorvalds Jóhannssonar
Þorvaldur
Jóhannsson
Þórdís Jónsdóttir
húsfr. á Kletti
Einar Jónsson
b. á Kletti í Reykholtsdal
Dýrleif Einarsdóttir
húsfr. á Nöf
Stefán Pétursson
b. á Nöf á Hofsósi
Friðþóra Stefánsdóttir
kenn. og húsfr. á Siglufirði
Hólmfríður Jónsdóttir
húsfr. í Brekkukoti
Pétur Guðmundsson
b. í Brekkukoti
Þorbjörg
Jónsd. húsfr.
í Baugaseli
Guðný
Loftsd. húsfr.
á Þúfnav.
Barði Guðmundss. alþm. og þjóðskjalav.
Eiður Guðmundsson hreppstj. og
sagnaritari á Þúfnavöllum
Jón Skafta-
son, fv. alþm.
og sýslum.
Skafti Stefánsson
útg.m. á Siglufirði.
Snjólaug Þor-
valdsdóttir hús-
fr. á Laxamýri
Jóhannes B. Sig-
urjónss. óðalsb.
á Laxamýri
Jóna
Kristjana
Jóhannes-
dóttir
húsfr. í Rvík
Benedikt
Árnason
leikstjóri
Einar
Benediktss.
tónlistarm.
og fyrrv.
borgarfulltr
Freysteinn Jóhannsson fyrrv.
fréttastj. Morgunblaðins Rósa Sveinsdóttir
húsfr. á Tungufelli, frá Hofi
Sigurður Sigurðsson
b. á Tungufelli í Svarfaðardal
Sigríður Sigurðardóttir
húsfr. á Tungufelli
Þorvaldur Baldvinsson
kennari og b. á Tungufelli í Svarfaðardal
Jóhann Þorvaldsson
skólastjóri Barnaskóla
Siglufjarðar
Þóra Sigurðardóttir
húsfr. á Sökku
Jóhann Sigur-
jónsson skáld
Snjólaug Sigur-
jónsdóttir, húsfr.
á Húsvík og í Rvík
Sigurjón Sigurðs-
son lögreglustj.
í Rvík
Jóhann
Sigurjónsson
forstjóri HAFRÓ
Ingibjörg Sig-
urðardóttir húsfr.
í Edinborg
Magnús Magnús-
son dagskg.m.
hjá BBC
Sallý Magnúss.
dagsskrárg.m.
hjá BBC
Þorsteinn Þorvalds-
son b. á Stóru-
Hámundarstöðum
Kristín
Þorsteinsdóttir
húsfr. á Siglufirði
Jóhann S. Hannesson
skáld og skólameistari ML
Þorsteinn Hannes-
son óperusöngvari
Hallfríður Hannesd.
húsfr. á Siglufirði
Páll S.
Árdal heim-
spekingur í
Kanada
Baldvin G.
Þorvaldsson
b. á Sökku í Svarf-
aðardal, af Krossaætt
Gestur Jóns-
son lögmaður
Helga Jóns-
dóttir fyrrv.
bæjarstýra í
Fjarðabyggð
Steindór fæddist á Kiðjabergi íGrímsnesi 25.9. 1889. For-eldrar hans voru hjónin
Gunnlaugur Þorsteinsson, hrepp-
stjóri á Kiðjabergi, og k.h., Soffía
Skúladóttir húsfreyja. Kiðjaberg var
þá sem síðar mikið myndarbú og
mannmargt og gestkvæmt menning-
arheimili.
Systkini Steindórs voru Skúli,
Guðrún, Jón, Halldór og Ingi.
Steindór kvæntist Bryndísi, dóttir
Pálma Þóroddssonar, prests á Hofs-
ósi,og k.h., Önnu Jónsdóttur hús-
freyju. Steindór og Bryndís áttu tvö
börn; Önnu Soffíu og Gunnlaug
Pálma.
Steindór lauk embættisprófi í lög-
fræði frá HÍ 1915. Eftir embættisróf
var hann fulltrúi bæjarfógetans á
Akureyri og síðar fulltrúi í dóms-
málaráðuneytinu. Á þeim tíma var
hann settur sýslumaður bæði í
Skagafirði og Árnessýslu. Síðan var
hann setudómari og sinnti mála-
færslustörfum í Reykjavík.
Árið 1931 varð Steindór lögtaks-
fulltrúi lögmannsins í Reykjavík við
innheimtu útsvars og sjúkra-
samlagsgjalda og þeim starfa hélt
hann fram yfir áttræðisafmæli sitt.
Steindór var alla tíð mikill hesta-
maður og átti ávallt afbragðs hesta,
enda var hann góður tamninga-
maður. Þegar Steindór gegndi emb-
ætti sýslumanns í Skagafirði, var
sérstaklega haft á orði hvað þau
hjón væru glæst að vallarsýn.
Steindór var trúaður maður og
það kom fyrir að hann fékk að „stíga
í stólinn“ og hélt þá ágætar ræður.
Eitt sinn á Steindór að hafa verið
spurður hvort hann hefði ekki frem-
ur átt að verða prestur en lögfræð-
ingur og hann á að hafa svarað með
hægð: „Heldurðu ekki að lögfræð-
ingur þurfi líka stundum á umburð-
arlyndi Krists að halda?“
Steindór stundaði lögfræðistörf í
55 ár. Hann var maður grandvar,
hógvær og heiðarlegur. Kjartan J.
Gíslason frá Mosfelli sagði um þenn-
an aldavin sinn: „Aldrei heyrði ég
vin minn, Steindór, hallmæla nokkr-
um manni, enda var hann ljúflingur
og sannur mannvinur.“
Steindór lést 17. mars 1971.
Merkir Íslendingar
Steindór
Gunnlaugsson
101 ára
María Jóhannesdóttir
90 ára
Arnþóra H. Sigurðardóttir
Doris J. Tómasson
85 ára
Anna Heiðdal
Ásgeir Sölvason
Jón Sigurvin Pétursson
Kristín S. Guðjónsdóttir
80 ára
Ólafur Björgúlfsson
75 ára
Messíana Tómasdóttir
Trausti Örn Guðmundsson
Þórey Sigfúsdóttir
70 ára
Auður Hermannsdóttir
Bjarni Vésteinsson
Fernando Alob Riantoco
Margrét Jóhanna
Vilmarsdóttir
Skapti Þorgrímsson
Sverrir Kristinsson
60 ára
Anna Bára Pétursdóttir
Erna Haraldsdóttir
Hafdís Ósk Sigurðardóttir
Hrefna Halldórsdóttir
Jón Magnús Einarsson
Kjartan Már Benediktsson
Ómar Hugi Egilsson
Pétur Vilhjálmur
Hallgrímsson
Sigurður Þór Salvarsson
Tómas Eyjólfsson
Wladyslaw Wieromiej
Þórey Aspelund
50 ára
Aðalheiður Esther
Gunnarsdóttir
Aðalsteinn Þórðarson
Anna Bjarnadóttir
Bjarnfríður Ósk
Sigurðardóttir
Bjarni Þór Bjarnason
Brynjar Gylfason
Eydís Rósa Eiðsdóttir
Gísli Guðnason
Helga Þórðardóttir
Hulda Bragadóttir
Margrét Sigurðardóttir
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Palma Rasmussen
Sigfús Arnar Karlsson
Stefán Flego
Þorbjörn R. Steingrímsson
Þór Bjarnar Guðnason
40 ára
Anastasia Pavlova
Árni Heiðar Ívarsson
Eva Lind Vestmann
Gabriele Ranfagni
Guðmundur K. Jónsson
Hanna María Pálmadóttir
Jónas Örlygsson
Nicolas Rodolphe Liebing
Óskar Daði Pálmarsson
Piotr Grzegorz Przado
Sigursteinn Snorrason
Unnur Guðný
Gunnarsdóttir
30 ára
Aðalsteinn Einarsson
Andreia Filipa Andrade
Guerra
Aron Axel Cortes
Ágúst Leó Sigurðsson
Hafdís Ársælsdóttir
Irena Rut Jónsdóttir
Jóhann Björnsson
Sóley Guðmundsdóttir
Sunna Rún Baldvinsdóttir
Sylvía Una Ómarsdóttir
Thelma Rut Tryggvadóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Thelma býr í
Reykjavík og er flugfreyja
hjá Icelandair.
Maki: Kim Viljoen, f.
1986, matreiðslumeistari.
Alsystkini: Helena Ýr, f.
1987, og Jón Þór, f. 1991.
Hálfsystkini: Gabríel Ari, f.
2003, og Viktoría Sól, f.
2004.
Foreldrar: Erna Rey-
nalds, f. 1965, starfar hjá
Icelandair Technical
Services, og Tryggvi Daní-
el Jónsson, f. 1962, sjóm.
Thelma Rut
Tryggvadóttir
30 ára Sylvía ólst upp á
Hofsósi og í Reykjavík,
býr í Reykjavík og er
heimavinnandi sem
stendur.
Maki: Sveinn Ásgeirsson,
f. 1985, ökuþór hjá Svans-
prenti.
Börn: Júlía Lind, f. 2007,
og Jökull Þór, f. 2013.
Foreldrar: Auðbjörg
Kristín Guðnadóttir, f.
1966, matráður, og Þor-
grímur Ómar Tavsen, f.
1965, sjómaður.
Sylvía Una
Ómarsdóttir
30 ára Sóley ólst upp í
Hafnarfirði, býr í Reykja-
vík, lauk prófi í hjúkr-
unarfræði frá HÍ og er
hjúkrunarfræðingur við
bráðamóttöku í Fossvogi.
Unnusti: Þórður Ósk-
arsson, f. 1985, verkfræð-
ingur.
Foreldrar: Guðmundur
Jónsson, f. 1957, við-
skiptafræðingur, og Sig-
ríður Sigurðardóttir, f.
1963, hjúkrunarfræð-
ingur.
Sóley
Guðmundsdóttir
KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR
FYRIR HANN OG HANA