Skólavarðan - 01.09.2004, Blaðsíða 6
6
GESTASKRIF
byggð eru á skýrslu hans eiga að hvetja
hann til dáða í samkeppni við kollega
sína, ekki síst á sviði rannsókna. En ger-
ist það í reynd? Er hægt að tala um sam-
keppni í ólíkum vísindagreinum sem hafa
ólík markmið? Með hvaða hætti er unnt
að bera saman og meta rannsóknir á ör-
verum leirhvera í Námaskarði og á sálm-
um séra Hallgríms Péturssonar? Er ekki
verið að þrengja rannsóknarhugtakið og
gera það einsleitt með því að bera saman
hið ósambærilega? Fyrir kemur einnig að
vægi einstakra þátta í starfi kennarans er
breytt og virðist tilhneigingin vera sú að
minnka vægið. Með öðrum orðum, gefa
færri stig fyrir ákveðna þætti. Kerfi af þess-
um toga er því teygjanlegt í hvora áttina
sem er og veldur sá er valdið hefur.
Niðurstöður úr kennslukönnunum geta
gefið vísbendingu en ekkert umfram það.
Ekki verður annað séð en að nemendur
taki þátt í þeim af fyllstu samviskusemi,
þó að draga megi í efa að nemar á fyrsta
ári séu vanir einkunnagjöf eða hafi til að
bera þekkingu á kennslukröfum við há-
skóla. Á hinn bóginn hafa þeir fyllsta vit
á „viðmóti" kennarans, en það er eitt af
atriðunum sem um er spurt. Vilji er fyrir
hendi til að betrumbæta kannanirnar og
hefur spurningum ósjaldan verið breytt,
jafnvel einkunnaskalanum, en einmitt af
þeim ástæðum má spyrja sig um raunveru-
legt gildi þeirra þegar til langs tíma er lit-
ið. Niðurstöðurnar eru síðan varðveittar
og stundum notaðar í tengslum við dóm-
nefndarstörf. Svo virðist sem dómnefnd-
um sé veittur aðgangur að þeim. Ég veit
ekki til að Háskóli Íslands hafi sett sér regl-
ur um varðveislu þessara gagna. Hitt veit
ég að samkvæmt lögum verður að eyða
gögnum úr öðrum könnunum af svipaðri
gerð innan ákveðins tíma. Kennslukannan-
ir eru gerðar á einstaklingsgrundvelli og
ætti einstaklingurinn að vera upplýstur
um hvernig á að geyma gögnin, hversu
lengi og hverjir eigi að hafa aðgang að
þeim. En þarna virðist vera misbrestur á.
Starfsmannasamtölin eru ný af nál-
inni og þess vegna of snemmt að segja
til um hvers megi af þeim vænta. Þó svo
að kennarinn fái tækifæri til að ræða við
deildarforseta sinn um stöðu sína í deild-
inni, og ef til vill bera upp við hann kvart-
anir af einhverjum toga, er dálítil hætta
á að svona samtöl verði einhliða þar sem
deildarforsetinn leiðir leikinn og er sá aðili
er kallar kennarann á sinn fund. Auk þess
á frammistaða kennarans í starfi ætíð að
vera megininntak samræðnanna. Og þó
svo að deildarforsetinn sé allur af vilja
gerður að koma á framfæri umkvörtunum
kennarans, er það undir öðrum komið en
honum hvort úr verði bætt og minnka lík-
urnar ef það kostar peninga. Deildarforset-
ar eiga ekki lengur sæti í Háskólaráði.
Þegar horft er til þeirra þátta er snerta
gæðamat á störfum kennara við Háskóla
Íslands, virðist sem um sé að ræða ofrausn
er lítið eigi skylt við „skilvirkni". Nú má
ekki skilja orð mín svo að ég sé mótfallin
því að eðlilegt eftirlit sé haft með störf-
um kennara, en öllu má ofgera. Eftirlitið
bólgnar út eins og púkinn á fjósbitanum
og ríkir óvissa um hvort það þjóni settu
marki. Ekki er nóg að ganga út frá að
svo sé. Eftirlit af þessum toga leiðir hug-
ann að öðrum tímum, til að mynda Stóra-
bróður hans Orwells, og byggist einmitt á
hugmyndafræði. Þeirri sem kennd er við
markaðshyggju. Þegar hugmyndafræði er
annars vegar er oftar en ekki gengið á vit
hennar án þess að skoða hvort hún sé not-
hæf eða æskileg til ákveðinna hluta. Það
er hins vegar gert á meginlandi Evrópu
þar sem reynt hefur verið að sníða verstu
vankantana af Thatcher-Reaganismanum
sem enn ríður húsum hér á landi af full-
um þunga. Hvað varðar alvöru gagnrýni
á hann eða úrbætur höfum við dregist aft-
ur úr um einn áratug eða meira. Við erum
ekki eins nútímaleg og okkur er tamt að
halda.
En stóra spurningin er eftir. Hvað kost-
ar þetta eftirlit? Á ég þá ekki síst við vinnu-
stundir þær sem fara í það, bæði hjá kenn-
urum og öðrum sem að eftirlitinu koma.
Kennararnir eru margir og vinnustundirn-
ar líka. Væri tímanum betur varið í annað?
Væri fjármununum hugsanlega betur var-
ið í annað? Ekki verður sagt að á umliðn-
um árum hafi Háskóli Íslands fengið að
ausa ótæpilega af auralindum.
Á síðasta alþingi var lagt fram frum-
varp til breytinga á lögum um réttindi
og skyldur starfsmanna ríkisins og áttu
breytingarnar meðal annars að auðvelda
það að segja starfsmönnum upp. Hverfa
skyldi aftur í tímann um hálfa öld eða svo.
Nútíminn býður stundum upp á óvænta
fortíðardýrkun og snýr tímahjólinu við.
Ekki veit ég hvað um frumvarpið varð, en
ég er að nefna þetta vegna þess að frum-
varpið er tímanna tákn. Svo virðist sem ríki
það viðhorf að stofnanir lifi sjálfstæðu lífi
burtséð frá fólkinu sem starfi við þær eða
þurfi til þeirra að sækja. Stofnanir hafa
orðið ímynd sem auglýsingastofur hafa
ekki ósjaldan hjálpað til við að skapa. Það
breytir hins vegar ekki þeirri bláköldu stað-
reynd að stofnanir eins og háskólar eru
bornar uppi af fólki, og verður að sjá til
þess að það geti borið þær uppi af reisn.
Óhóflegt eftirlit og skerðing á réttindum
stuðla ekki að því. Ekki heldur óakademísk
hugmyndafræði.
Álfrún Gunnlaugsdóttir
Höfundur er prófessor í bókmenntafræði og
rithöfundur.
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 4. ÁRG. 2004
Er hægt að tala um samkeppni í ólíkum vísindagreinum sem hafa ólík
markmið? Með hvaða hætti er unnt að bera saman og meta rannsóknir á
örverum leirhvera í Námaskarði og á sálmum séra Hallgríms Péturssonar?
Er ekki verið að þrengja rannsóknarhugtakið og gera það einsleitt með því
að bera saman hið ósambærilega?