Skólavarðan - 01.09.2004, Side 11
11
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 4. ÁRG. 2004
verulega sé verið að nota tækin í þágu
námsins?
„Það er stóra áskorunin okkar! Og hún
felst í því að tryggja að tækin séu notuð
eins og við ætlumst til og að nemendur
nýti daginn rétt. Annars vegar eru þeir í
venjulegum kennslustundum og hins veg-
ar í opnum tímum sem oftast eru án mæt-
ingaskyldu. Við höfum lagt ríka áherslu á
að skóladagurinn sé samfelldur vinnudag-
ur. Þar er ekkert gat og tími. Þetta á að
vera venjulegur vinnudagur. Þessu verður
að koma til skila og nemendur þurfa að
tileinka sér þennan hugsunarhátt. En mig
langar að bæta því við að á kynningarfund-
um hefur þessi hugmynd fengið afar góðar
undirtektir hjá nemendum. Þeir sjá það fyr-
ir sér að ef þeir nýta tímann vel á daginn
geti þeir verið búnir þegar þeir fara heim
kl. hálf fimm. En við stærri verkefni, eins
og þegar nauðsynlegt er að lesa heila bók,
verða nemendur hér að vinna heimavinnu
eins og aðrir.“
Guðbjörg sagði að nemendum yrði ekki
gert að kaupa sér fartölvu. „Hins vegar veit
ég að mjög margir þeirra hafa fengið sér
tölvu. Nemendur hafa aðgang að tölvum
í skólanum og við ætlum að vera með far-
tölvur á vögnum eins og margir skólar hafa
gert. Þannig að allir ættu að hafa óhindrað-
an aðgang að tölvum í námi sínu.“
Leitið þið í smiðju hinna reyndu fjar-
námsskóla, eins og til dæmis VMA og FÁ?
„Við fáum þá til að taka nemendur fyrir
okkur. Hér eru til nemendur sem eru búnir
með 2-3 ár í framhaldsskóla og vantar ein-
staka áfanga sem við höfum kannski ekki
tök á að kenna. Hér er um að ræða fram-
haldsáfanga eða sérhæfða áfanga. Þá
geta þeir notfært sér fjarnám skóla eins
og FÁ, VMA, FG eða IR.“
Stuðningur til að sporna við brottfalli
Í frétt frá Hagstofunni í ágúst 2004 kem-
ur fram að brottfall er minnst meðal nem-
enda í fullu námi í dagskóla, eða 12,4%,
en mest meðal nemenda í hlutanámi í fjar-
námi eða 54,2%. Hluti af nemendum FSn
eru í hópi þeirra síðarnefndu. Þessar töl-
ur eru ekki hagstæðar þeim nemendum.
Hvernig hyggist þið sporna við brottfalli?
„Brottfall er alvarlegt vandamál,“ segir
Guðbjörg. „Kannanir sýna að nemendurn-
ir sem eru í algeru fjarnámi, fjarri skólan-
um, séu brothættastir, það er mesta hætt-
an á að þeir falli frá námi. En mér finnst
við hafa góðar aðstæður til að halda utan
um nemendur okkar og við höfum hugsað
okkur að veita þeim stuðning. Nemendur
verða með ákveðinn umsjónarkennara og
þeir geta komið og leitað til kennaranna
sem eru á staðnum og fengið stuðning
hjá þeim, þó að þeir séu kannski ekki að
kenna þeim. Kennararnir eru til staðar í
opnum tímum og nemendur eiga aðgang
að stuðningi þeirra þegar þeim hentar.“
Hvernig er ástatt í húsnæðismálum?
Guðbjörg hlær þegar hún svarar þessu.
„Það hefur gengið ótrúlega hratt að
byggja húsið. Stóru kennslurýmin eru ekki
tilbúin en aðalkennslurýmið verður til í
janúar. Við fáum u.þ.b. helming hússins til
afnota í upphafi skólaárs. Við leysum mál-
in með því að nota hluta af aðstöðu kenn-
ara undir kennslu til að byrja með. Anddyr-
ið verður til dæmis notað sem vinnustaður
fyrir nemendur og íþróttasalinn, sem er til-
búinn, munum við nota til kennslu. Þetta
verður svona í haust og verður ekki vanda-
Kennarahópur FSn. frá vinstri: Sigríður G. Arnardóttir, Una Ýr Jörundsdóttir, Pétur Ingi Guðmundsson aðstoðarskólameistari,
Hanna Jóhannsdóttir, Guðbjörg Aðalbergsdóttir sitjandi fyrir miðju, Alda Baldursdóttir, Berglind Axelsdóttir, Valgerður Ósk
Einarsdóttir og Vilhjálmur Gunnarsson.
Stóru grunngreinarnar eru kenndar í dreifnámi og
fer kennslan fram í hefðbundnum kennslustundum
og í opnum tímum. Forsendur fyrir því að reka
svona skóla, sem er fámennur og býður upp á fjöl-
breytt nám, er sú að fá til liðs við sig gestakennara
sem geta komið og kennt einn og einn áfanga.
FJÖLBRAUTASKÓLI SNÆFELLINGA