Skólavarðan - 01.09.2004, Page 12

Skólavarðan - 01.09.2004, Page 12
12 SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 4. ÁRG. 2004 mál. Það eru allir af vilja gerðir til að láta þetta ganga. Mig langar að segja frá fyrirkomulag- inu í líkamsræktarkennslunni,“ bætir Guð- björg við. „Íþróttasalurinn er hundrað fer- metrar. Við ætlum að innrétta hann sem tækjasal og nemendur fara að eigin vild í tækin. Þeir eiga að skrá sig eins og þeir væru að stunda hverja aðra líkamsræktar- stöð. Það verður engin hópkennsla þannig að þetta er ekki bara í takt við tímann heldur er þetta í anda þess skólastarfs sem fram fer hér.“ Hvaða áhrif hefur stofnun framhalds- skóla á mannlífið hér á Snæfellsnesi? „Skólinn veldur ótrúlega miklum breyt- ingum. Aldurshópurinn 16 - 20 ára hefur varla verið hér á staðnum. Allir sem hafa viljað ganga menntaveginn hafa orðið að fara burtu. Reyndar með þeirri undan- tekningu að útibú frá Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi hefur verið í Stykkis- hólmi. Þar hefur verið hægt að taka fyrsta námsárið í framhaldsskóla en með stofnun þessa skóla hefur það verið lagt niður.“ Hvers vegna var skólanum valinn staður í Grundarfirði? „Heimamenn hafa barist fyrir stofnun skóla hér í mörg ár og staðsetning hans hér í Grundarfirði er dæmi um frábæra samvinnu og samhug sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. Stærstu byggðakjarnarnir eru Snæfellsbær, Grundarfjörður og Stykk- ishólmur. Ef skólinn hefði verið í Stykkis- hólmi væri rúmlega klukkutíma akstur þangað frá Snæfellsbæ. Grundarfjörður er einfaldlega sá, af þessum byggðakjörn- um, sem er næst því að vera í miðjunni. Staðsetning skólans hér lágmarkar aksturs- tíma þeirra nemenda sem lengst þurfa að fara og þess vegna var Grundarfjörður val- inn.“ Aðspurð sagði Guðbjörg að skólabíll færi á milli. Það er ekki bara Kirkjufellið sem virðist vera að taka tilhlaup. Guðbjörg og frísk- legi kennarahópurinn hennar hefur þegar stokkið af stað með yfir hundrað nemend- ur. Stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga er bragarbót í menntunarmálum byggð- arlagsins. Þar verður tæknin notuð til að leysa þau vandamál sem mannfæðin óhjá- kvæmilega skapar og það vantar ekkert á að það er hugur í mönnum. GG Eina nýjung er vert að nefna og það er skólablogg. Margir kennarar sjá rautt ef gemsa ber á góma og banna þá í kennslustundum en í skólablogg- inu skipa þeir mikilvægan sess. Við verðum því að endurskoða viðhorf ið til þessara tækja og viðurkenna að þau geta verið mikilvæg hjálpartæki FJÖLBRAUTASKÓLI SNÆFELLINGA

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.