Skólavarðan - 01.09.2004, Page 18

Skólavarðan - 01.09.2004, Page 18
18 SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 4. ÁRG. 2004 Á aðalfundi félagsins sem haldinn er á þriggja ára fresti er kosin fimm manna nefnd sem myndar samninganefnd fé- lagsins ásamt stjórninni. Fimm fulltrúar eru til vara. Samninganefndin er þannig skipuð: FG Finnbogi Sigurðsson er formaður Félags grunnskólakennara og samninganefnd- ar félgasins. Finnbogi, sem er fyrrverandi formaður Kennarafélags Reykjvíkur og varaformaður FG, er margreyndur í samn- ingamálum. Hann kenndi lengst af við Fellaskóla. Sesselja G. Sigurðardóttir er varafor- maður FG. Hún er fyrrverandi formaður Kennarafélags Reykjaness. Sesselja er kennari við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Björk Helle Lassen gjaldkeri er formað- ur Kennarafélags Austurlands og kennari á Breiðdalsvík. Fjóla Höskuldsdóttir er ritari FG en hún var formaður Kennarafélags Kópavogs, Seltjarnarness og Kjalarness. Hún er kenn- ari í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Þórður Á. Hjaltested er formaður Kenn- arafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs og kennari í Varmárskóla, Mos- fellsbæ. Hann er nú aðalmaður í stjórn FG í stað Guðrúnar Snorradóttur, námsráð- gjafa í Lindaskóla í Kópavogi. Varamenn í stjórn eru: Ásta Ólafsdótt- ir, fyrrverandi formaður Kennarafélags Vesturlands. Hún kennir nú við Seljaskóla. Katrín Þ. Andrésdóttir fyrrverandir stjórn- armaður í FG og kennnari við Vallaskóla Selfossi. Elín Yngvadóttir, sem kenndi áður við Hamarsskóla í Vestmannaeyjum en kennir nú við Grunnskólann í Sand- gerði og Svava Pétursdóttir formaður Kennarafélags Reyjaness fram til síðasta vors. Hún er kennari við Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Þeir sem kosnir voru í samninganefnd- ina á síðasta aðalfundi eru: Agla Ástbjörns- dóttir kennari í Melaskóla í Reykjavík. Hún var í samninganefnd við gerð síðustu kjarasamninga. Ólafur Lárusson, kenn- ari við Hamarsskóla í Vestmannaeyjum. Hann kemur inn sem aðalmaður á miðju tímabilinu í stað Guðfinnu Kristjánsdóttur kennara á Fáskrúðsfirði. Sigmar Hjartar- son, kennari við Ölduselsskóla í Reykjavík. Hann var við gerð síðustu kjarasamninga. Sigrún Ágústsdóttir, námsráðgjafi í Réttar- holtsskóla í Reykjvik. Sigrún hefur marg- sinnis komið að samningamálum.Unnur Kristjánsdóttir, kennari í Sandgerði, var formaður Kennarafélags Norðurlands og var í samninganefnd á síðasta kjörtíma- bili. Varamenn í samninganefnd eru: Árni Jón Hannesson, kennari í Varmárskóla og Alfreð Guðmundsson, kennari í Árskóla á Sauðárkróki. Þrír úr hópi kjörinna fulltrúa í samninga- nefnd hafa horfið til annarra starfa. Samninganefnd Félags grunnskólakennara. Samninganefnd FG frá vinstri: Ólafur Lárusson, Elín Yngvadóttir, Unnur Kristjáns- dóttir, Agla Ástbjörnsdóttir, Finnbogi Sigurðsson, Fjóla Höskuldsdóttir, Svava Pét- ursdóttir, Sesselja Sigurðardóttir, Árni Ingi Hannesson, Sigrún Ágústsdóttir, Þórður Hjaltested, Ásta Ólafsdóttir og Sigmar Hjartarson. Á myndina vantar: Björk Helle Lassen, Katrínu Þ. Andrésdóttur og Alfreð Guðmundsson. Þau standa í eldlínunni er að kenna nemendum, meta nám þeirra og stuðla að því að meginmarkmiðum grunnskólalaga og aðalnámskrár um nám og alhliða þroska nemenda verði náð. Til þess að þetta verði vel af hendi leyst þarf kennslstundafjöldi á viku að vera hæfileg- ur, undirbúningstími fyrir hverja kennslu- stund nægjanlegur sem og tími til þess að vinna úr kennslunni svo sem að fara yfir heimaverkefni nemenda og meta stöðu og framfarir. Tíma fyrir samvinnu við aðra kennara og foreldra nemenda sem og tími til að sinna nemendum utan kennslustunda verður að áætla með raun- hæfum hætti. Mikið vantar upp á að grunnskólakenn- arar hafi nægilegan tíma til að sinna of- angreindum þáttum eins og þeir telja nauðsynlegt miðað við starfsskyldur sín- ar. Kennsluskylda grunnskólakennara er 28 kennslustundir á viku eða 4 stundum hærri en í framhaldsskóla. Undirbúnings- tími þeirra fyrir hverja kennslustund er aðeins 20 mínútur sem er meira en helm- ingi minna en undirbúningstími framhalds- skólakennara. Verulegar starfsskyldur við annað en grundvallarþætti kennarastarfs- ins í bundnum vinnutíma í viku hverri ganga í mörgum tilvikum úr hófi fram. Virðum kennarastarfið - leysum kjara- deiluna Við breytingar á starfsemi grunnskóla og hækkun á þjónustustigi hans hef- ur ekki verið gætt nægilega vel að því að endurskilgreina störf kennara og slá skjaldborg um grundvallarþætti kennara- starfsins. Hætta er á því að sjálf kennslan, undirbúningurinn, úrvinnslan og umsjón með námi nemenda skipi ekki þann sess sem því ber við þessi skilyrði. Gæði kennsl- unnar líða fyrir það þegar til lengri tíma er litið. Sveitarfélögin verða að horfast í augu við þann kostnað sem fylgir því að endurskilgreina kennsluskyldu grunnskóla- kennara og tryggja þeim nægilegan undir- búningstíma. Ásættanleg laun og hæfileg kennslu- skylda eru meginmálin í yfirstandandi kjaradeilu. Því fyrr sem forsvarsmenn sveit- arfélaga fara að skoða alvarlega í pyngju sína og leggja raunhæfar úrlausnir á samn- ingaborðið því líklegra er að komast megi hjá því alvarlega ástandi sem skapast ef starfsemi nær 200 grunnskóla í landinu leggst niður um lengri eða skemmri tíma. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags fram- haldsskólakennara KJARAMÁL GRUNNSKÓLAKENNARA

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.