Skólavarðan - 01.09.2004, Síða 21
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 4. ÁRG. 2004
Lýðræði - jafnrétti - fjölmenning
21
Tækifæri í fjölbreyttu samfélagi:
Aðalfyrirlestrar eru níu talsins og
nánari upplýsingar um þá og fyr-
irlesara eru á malthing.khi.is.
Finn Thorbjørn Hansen, dósent í heim-
speki menntunar við Kennaraháskóla
Danmerkur
Finn Thorbjørn Hansen hefur skrif-
að margar bækur og greinar um hag-
nýta heimspeki og heimspekilega
ráðgjöf í skólum og öðru fjölmenn-
ingarlegu umhverfi. Hann leiðir hópa
sem vinna út frá sókratískri samræðu-
aðferð og hefur stjórnað verkefnum
á sviði innra gæðamats í skólum og
öðrum stofnunum undanfarin ár.
Tvær bóka hans, Kunsten at navigere
i kaos - om dannelse og identitet i en
multikulturel verden (Kroghs forlag,
2001) og Den sokratiske dialoggruppe
- et værktøj til værdiafklaring (Gylden-
dal, 2000) eru mikið notaðar af dönsk-
um skólamönnum. Um þessar mundir
stýrir hann rannsóknarverkefni um
siðræna og lýðræðislega menntun í
fjölmenningarskólum og er að leggja
síðustu hönd á skrif bókar sem ber heit-
ið At stå i det åbne. Pædagogik som
en filosofisk praksis (Hans Reitzels for-
lag).
Guðrún Pétursdóttir félagsfræðing-
ur og verkefnastjóri hjá fræðslu- og
ráðgjafafyrirtækinu InterCultural
Iceland
Guðrún lauk MA prófi í félagsfræði
frá Freie Universität Berlin árið 1990. Í
náminu lagði hún sérstaka áherslu á
fordóma og kynþáttahyggju, innflytj-
endamál og fjölmenningarleg samfé-
lög. Auk félagsfræðinnar lagði hún
stund á fjölmenningarlega uppeldis-
fræði við Institut für interkulturelle
Erziehung við sama háskóla og lauk
kennslufræði við Háskóla Íslands.
Undanfarin sex ár hefur Guðrún starf-
að á ýmsum sviðum er varða málefni
innflytjenda, fyrst sem verkefnastjóri
fræðsludeildar í Miðstöð nýbúa og
Alþjóðahúsi, nú hjá fræðslu- og ráð-
gjafafyrirtækinu InterCultural Iceland
(www.ici.is). Hún hefur haldið fjölda
námskeiða um fordóma og fjölmenn-
ingarlega kennslu fyrir ólíka aldurs-
hópa bæði innanlands og erlendis og
hefur nú umsjón með Comenius sam-
starfsverkefni um fjölmenningarlega
kennslu. Hún er höfundur bókanna
Fjölmenningarleg kennsla (1999) og
Allir geta eitthvað - enginn getur allt
(2003).
MÁLÞING RKHÍ
Dr. Gillian Klein, ritstjóri Race Equ-
ality Teaching
Dr. Gillian Klein er fædd í Suður-
Afríku en býr og starfar í Englandi.
Hún lauk doktorsprófi frá University
of London, Institute of Education.
Doktorsritgerð hennar fjallaði um
þróun fjölmenningarlegs kennsluefn-
is í skólum. Hún hefur starfað víða
sem ráðgjafi um jafnrétti, kynþátta-
hyggju og fjölmenningarlegt samfé-
lag, m.a. á vegum fræðsluyfirvalda
Lundúnaborgar (ILEA). Hún hefur
unnið við að þróa menntastefnu fyr-
ir fræðsluyfirvöld í Suður-Afríku og
fyrir Evrópuráðið og kennt og flutt
fyrirlestra um menntun, jafnrétti, kyn-
þætti og lýðræði víða um heim, m.a.
í Bandaríkjunum, Ástralíu, Suður-Afr-
íku, Jamaika, Singapore og Bangkok.
Klein starfar nú sem útgáfustjóri hjá
Trentham Books og ritstjóri tímarits-
ins Race Equality Teaching. Hún hefur
skrifað margar bækur auk fjölda tíma-
ritsgreina. Nýjasta bókin, Equal Mea-
sures: bilingual and ethnic minority
pupils in secondary schools (með
Penny Travers) kemur út á þessu ári.