Skólavarðan - 01.09.2004, Side 24

Skólavarðan - 01.09.2004, Side 24
24 SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 4. ÁRG. 2004 eins og gefur að skilja. Víða koma upp álitamál og nauðsynlegt að fylgst sé vel með ákvörðunum af þessu tagi. En hvert tilfelli er einstakt og Valdimar hafnar því að um sparnað hafi verið að ræða í þessu tilfelli. „Við settumst niður, ég og sveitar- stjórinn, og fórum yfir lögfræðiálitið og hröktum það að okkar mati. Ég get full- yrt að þetta var ekki sparnaðarúrræði af hálfu sveitarstjórnar því framlag sveitar- sjóðs til reksturs deildarinnar tvöfaldaðist næstum á þessum tveimur árum og á þeim bæ hef ég mætt jákvæðni og skilningi á starfinu og þýðingu þess. Reyndar þarf að endurskoða húsnæðismál skólans og ég er þess fullviss að það verður gert fyrr en síðar.“ Seinna árið sem tónlistardeildin starfaði fjölgaði nemendum upp í 55 með tilkomu forskólanemenda og valgreinanemenda í unglingadeild sem áður var getið. Í vor sameinaðist deildin Tónlistarskóla Stöðvar- fjarðar og nú fer í hönd fyrsta starfsár Tón- listarskóla Austurbyggðar. Álitamálið um yfirstjórn tónlistarskólans og rekstur hans er því að baki í Austurbyggð þótt búast megi við að sambærileg mál geti komið upp annars staðar. Við nýja skólann starfa tveir kennarar auk Valdimars, Garðar Harðar er á Stöðvarfirði og Óðinn G. Þór- arinsson með Valdimar á Fáskrúðsfirði, en kenna þó allir á báðum stöðunum. „Það eru ekki nema um 25 kílómetrar á milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar,“ segir Valdimar aðspurður hvort ekki sé erfitt að stjórna skóla sem er á tveimur stöðum. „Ég fer á milli tvisvar til þrisvar í viku, að minnsta kosti á meðan starfið er í mótun. Þetta er ekkert mál, enda hjálpast allir að í þessu.“ Sveigjanleiki nauðsynlegur Valdimar leggur áherslu á að í fámenn- um byggðarlögum verði að sýna talsverð- an sveigjanleika, byggja á þeim mannauði sem fyrir hendi er og leysa málin eftir því sem þau koma upp. Hann er til dæm- is einsöngvari að mennt en getur ásamt söngkennslu og kórstjórn tekið að sér að kenna byrjendum á píanó. Hann kennir líka tónfræðagreinar. Tónlistarskólinn hefur vaxið svo mikið á tveimur árum að flestir nemendur eru einmitt á fyrstu stig- um tónlistarnámsins. Í vetur, eftir samein- ingu skólanna, gerir Valdimar ráð fyrir að nemendur verði um 90 talsins. Aðstaða til tónlistarhalds er í félagsheimilinu Skrúð og í kirkjum beggja byggðarlaganna. Valdimar segir að mikill tónlistaráhugi sé í samfélaginu en hafi fram að þessu byggst meira á því að njóta en taka þátt. „Þetta hefur komið svolítið niður á kórastarfi svo dæmi sé tekið en við erum bjartsýn á að það breytist með kynslóðinni sem nú er að hefja tónlistarnám. Tónleikar eru oftast vel sóttir og við reynum að halda tvenna til þrenna gestatónleika á vetri auk tón- leika á vegum heimamanna. Hér njóta all- ir tónlistar,“ segir Valdimar að lokum. keg Af heimasíðu Tónlistarskóla Austurbyggðar, www.austurbyggd.is/tonlist Mikilvægt er að nemendur búi við já- kvætt viðhorf gagnvart tónlistarnám- inu, aðstandendur þeirra sýni náminu áhuga og fylgist með framvindu þess. Árangursríkara er að æfa sig oftar og skemur í senn en sjaldnar og lengur. Tónlistarnám þarf að vera ánægjulegt og ánægjan felst ekki síst í stolti yfir eigin framförum og aukinni færni. Eðlilegt er að áhugi nemenda sé mis- jafn. Ef nemandi sýnir merki um upp- gjöf er mikilvægt að kennari og að- standendur leiti orsakanna. Stundum er nóg að skipta um viðfangsefni til að áhuginn glæðist á ný. Hlustun er afar miklvægur þáttur í öllu tónlistarnámi. Með því að hlusta á vel flutta tónlist fá nemendur nauð- synlegar fyrirmyndir. Aðstandendur leggja sitt af mörkum með því að hvetja nemendur til að hlusta á fjöl- breytta tónlist, s.s. af hljómdiskum eða tónleikum. TÓNLISTARSKÓLI AUSTURBYGGÐAR

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.