Skólavarðan - 01.09.2004, Qupperneq 25

Skólavarðan - 01.09.2004, Qupperneq 25
25 ÍSLENSKUKENNSLA Á NETINU SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 4. ÁRG. 2004 Íslenskunámskeiðið Icelandic Online kom út í ágústlok. Það er notendum að kostnaðarlausu og aðgengilegt á netinu. Icelandic Online er mjög fjöl- breytt námsefni og í samræmi við nú- tímakennsluhætti í tungumálum, þ.e. í anda tjáskiptamiðaðra eða kommúníka- tífra aðferða í málakennslu. Að sögn Birnu Arnbjörnsdóttur, málfræðings og eins af umsjónarmönnum verkefnisins, byggist námsefnið á tveimur grunnþem- um en þau eru Náttúra og Menning. Hvort þema er 45 klukkustundir með 900 gagnvirkum og myndrænum náms- viðföngum. „Annað þemað, Náttúra, er tilbúið en hitt, Menning, kemur út í lok september. Við höfum sérhannað hagnýtan málfræði- grunn og fengið aðgang að orðabók sem hvort tveggja eru aðlöguð að námskeið- inu og málfærni nemenda. Við erum enn að tengja menningarþemað við málfræði og orðabók en það verður tilbúið í lok september." Birna segir að vefurinn sé ætl- aður háskólanemum, menntaskólanemum og nemendum í efstu bekkjum grunnskóla auk fólks sem hefur áhuga á íslensku máli og menningu. Fræðilegt gildi Að sögn Birnu er námsefnið byggt á fræðilegum grunni þar sem gengið sé út frá því að fullorðnir læri tungumál með öðrum hætti en börn, að þeir hafi gagn af kennslu til að tala og nota málið rétt, en börn á máltökualdri eigi auðveldara með að læra a.m.k. talmálið af umhverfi sínu. Leitast hefur verið við að hafa inni- hald námsefnisins áhugahvetjandi og því voru þessi þemu valin. Aðstandendur nám- skeiðsins hafa fylgst vel með því sem er að gerast í kennslu tungumála með tölvum og telja að Icelandic Online eigi sér ekki hlið- stæður, hvorki hér á Íslandi né erlendis. Við hönnun efnisins var gengið út frá því að markhópurinn hefði tamið sér ákveðn- ar námsaðferðir við tungumálanám, þess vegna hentar vefurinn þeim sem vilja læra íslensku í sjálfsnámi. „Þar að auki,“ bæt- ir Birna við, „hefur þessi vefur fræðilegt gildi þar sem ætlunin er að nota hann til að safna upplýsingum um það hvernig full- orðnir læra íslensku og um það ferli að tileinka sér beygingarmál, þá munum við einnig fylgjast með því hvernig nemendur nota netið til tungumálanáms. Þessar rann- sóknir verða framlag okkar til alþjóðlegrar umræðu um nám erlendra tungumála.“ Bygging vefjarins Námsefnið er samfellt íslenskunám- skeið og þar eru æfingar í málnotkun, mál- fræði og eflingu orðaforða. Vefurinn er byggður þannig að nemandinn velur sér til dæmis þemað náttúra, innan þess eru sex bálkar sem nemandinn fer gegnum. Hver bálkur tekur fyrir sérstakt kennslu- atriði og innan þess eru svo þræðir þar sem hægt er að hlusta á tal, skoða mynd- ir og leysa ýmsar þrautir og verkefni sem tengjast efninu. Eftir að verkefnin hafa verið leyst er hægt að láta fara yfir þau og meta árangurinn strax. Í lok hvers bálks er samantekt sem sýnir nemandanum hvort hann hafi náð tökum á efninu. Notand- inn getur kallað fram orðabókina og mál- fræðiskýringar hvenær sem er. Hjálparmál eru enska, þýska og franska. Vefurinn er lipur, einfaldur í notkun og prýddur miklu myndefni. Nýjasta tækni Nýjasta tækni er nýtt og er mikið af gagnvirku efni sem gerir sjálfsnám auð- velt. Námskeiðið er alfarið þróað við Há- skóla Íslands í samstarfi íslenskuskorar, Stofnunar Sigurðar Nordals, Hugvísinda- stofnunar, Kaupmannahafnarháskóla, Humboldt háskóla í Berlín, háskólanna í Lyon og Munchen, University College í London og University of Wisconsin í Banda- ríkjunum. Verkefnið hefur verið styrkt af Evrópusambandinu, NordPlus, Rannís, Há- skóla Íslands o.fl. Námskeiðið hefur verið lengi í þróun og koma margir fræðimenn, kennarar og nemendur Háskóla Íslands og aðrir að gerð þess. Kennarar, sem kenna ís- lensku sem annað mál erlendis, hafa próf- að efnið og mælist það afar vel fyrir. GG Sjá nánar: www.icelandic.hi.is Vefnámskeiðið Icelandic Online Námsefni til að kenna íslensku sem annað mál

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.