Skólavarðan - 01.09.2004, Qupperneq 28
28
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 4. ÁRG. 2004
Marie Vayo-Greenbaum er jarðfræðikenn-
ari í Delaware í Bandaríkjunum. Nemendur
hennar eru um 14 ára. Hún hefur áhuga á
að komast í samband við íslenska náttúru-
fræðikennara með samstarf í huga. Hún
hefur mikinn áhuga á að koma til Íslands
sumarið 2005 með hóp nemenda. Í bréfi
sínu segir hún m.a: „Our school and the
families here would be more than happy
to host a small group of Icelandic students
Þetta er ein af hugmyndunum sem fram
koma í hugmyndabanka á vef mennta-
málaráðuneytis um hvernig hægt sé að
halda upp á evrópska tungumáladaginn
sem haldinn verður hátíðlegur föstudag-
inn 24. september nk.
Menntamálaráðuneytið hvetur skóla til
að nota daginn til að vekja athygli á mikil-
vægi tungumálakunnáttu og símenntun-
ar í tungumálum. Á heimasíðu ráðuneyt-
isins er bæklingur sem hefur að geyma
hugmyndabankann. Hann var unninn í
samstarfi við Stofnun Vigdísar Finnboga-
dóttur og er ætlaður öllum skólastigum.
Dagsins hefur verið minnst með ýmsum
hætti í íslenskum skólum frá því hugmynd-
in kom fyrst fram árið 1991.
Í menntamálaráðuneytinu má nálgast
íslenska útgáfu veggspjalds sem Evrópu-
ráðið hefur látið hanna í tilefni tungu-
máladagsins.
Ákveðið hefur verið að orlofshúsum KÍ að
Sóleyjargötu 25 og 33, í Ásabyggð, Heiðar-
byggð og í Kjarnaskógi verði ekki úthlut-
að sérstaklega um jól og páska. Félags-
menn geta bókað sér hús um hátíðar eins
og á öðrum tímum ársins. Bókanir vegna
jóla og áramótaleigu hefjast á Orlofsvefn-
um 1. september. Hægt er að bóka allt
að 4 mánuði fram í tímann. Fyrstur bókar
fyrstur fær.
Stjórn Orlofssjóðs
Nýir strákar og nýjar stelpur - ný uppeldis-
fræði? nefnist bók eftir norska félagsfræð-
inginn Ole Bredesen sem gefin hefur verið
út á vegum Norrænu ráðherranefndarinn-
ar. Bókin er sérstaklega ætluð leik- og
grunnskólakennurum og fjallar um ýmsar
leiðir til að tryggja að í kennslu- og upp-
eldisstarfi sé tekið tillit til þess að stund-
um eru þarfir drengja og stúlkna ekki þær
sömu. Höfundur gengur út frá því að bæði
karlar og konur séu börnum mikilvægar
fyrirmyndir og mikilvægt sé að kennarar
geti stutt barnið, án tillits til eigin kyns,
í að þroska bæði karllegar og kvenlegar
hliðar. Bókin er innlegg í umræðuna um
börn og kynjahlutverk og eru þar birt ýmis
Dagur stærðfræðinnar verður 27. sept-
ember næstkomandi
Flötur, félag stærðfræðikennara, hef-
ur gefið út Stærðfræði í lífi og starfi
í tilefni dags stærðfræðinnar. Ritið,
sem er í A4 broti og 55 síður, er fullt af
skemmtilegum þrautum og stærðfræði-
verkefnum ætluð grunnskólum.
Verkefnunum er skipt í flokka eftir því
hvort þau henta unglingastigi, miðstigi
eða yngsta stigi. Dæmi um frumleg verk-
efni eru talnakrossgátur, kosningakerfi,
ratleikur og flugáætlun.
Í inngangi segir: „Stærðfræðirannsókn-
ir hafa breytt stærðfræðinni. Hún er orðin
mun myndrænni og skipting hennar í efn-
isþætti hefur verið að breytast. Stærðfræð-
in er lifandi fræðigrein í örri þróun þar
sem fram eru settar margar nýjar og frjóar
hugmyndir á hverju ári. Í stærðfræði felst
oft að koma skipulagi á hugsun sína svo
miðla megi henni til annarra. Í því skyni
má nota jöfnur, myndir eða líkön. Þannig
felst í stærðfræðinni stuðningur við hug-
myndasköpun og við að koma hugsun á
framfæri.“
Bókin er unnin af nemendum í stærð-
fræðivali KHÍ; stærðfræðikennurum fram-
tíðarinnar. Guðbjörg Pálsdóttir aðjúnkt er
ritstjóri bókarinnar.
Evrópski tungumáladagurinn 2004
Karlar og konur jafn
mikilvægar fyrirmyndir
Stærðfræði í líf i
og starf i
Erlend samskipti
fagleg ráð til karla og kvenna sem starfa í
leik- og grunnskólum. Bókin var gefin út
af Cappelen Akademisk Forlag fyrir skand-
inavískan markað en íslensk og finnsk þýð-
ing er aðgengileg á Netinu. Hægt er að
nálgast íslensku þýðinguna á pdf- skjali á
heimasíðu KÍ.
here for a cultural visit and exchange of
similar lenght.“
Þeir sem hafa áhuga geta skrifað
Marie Vayo-Greenbaum.
mvayo@towerhill.org
Marie Vayo-Greenbaum
Tower Hill School, Science Department
2813 W. 17th Street
Wilmington, DE 19806
302-575-0550
Alþjóðlegur markaður
Settur er upp alþjóðlegur markaður
með básum frá mörgum löndum þar
sem er „seldur" eða kynntur dæmigerð-
ur varningur frá viðkomandi landi. „Inn-
fæddir“ afgreiða í básunum og til að
skapa rétta stemmingu eru sett á svið
skemmtiatriði á „torginu“. Hægt væri
að tengja markaðinn einhverju þema,
s.s. mat í mismunandi löndum, hátíðis-
dögum í mismunandi löndum o.s.frv.
Upplýsingaefni um löndin er tiltækt
fyrir nemendur og þeir spjalla við „inn-
fædda“, spyrja spurninga og afla sér
upplýsinga.
ÚTHLUTUN ORLOFSHÚSA UM
Fyrstur bókar
fyrstur fær