Skólavarðan - 01.09.2004, Síða 30
30
SMIÐSHÖGGIÐ
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 4. ÁRG. 2004
Það var fagnaðarefni þegar Reykjavík-
urborg ákvað að bjóða öllum fimm ára
börnum fría vistun hluta úr degi í leik-
skóla frá og með 1. september í ár. Með
því eru yfirvöld að viðurkenna leikskól-
ann enn frekar sem fyrsta skólastigið.
Að vera elst í leikskólanum veitir börn-
um ákveðna stöðu. Þau eru fyrirmynd
hinna og finna til ábyrgðar sem fylgir því
að vera elst. Síðasta árið í leikskólanum á
ekki að vera bið eftir því að byrja í grunn-
skóla heldur fullt af tækifærum til þess að
læra nýja hluti. Margir leikskólar eru nú
þegar með námskrá fyrir elstu börnin þar
sem þörfum þeirra er mætt sérstaklega.
Nú er tækifæri til þess að festa slíkt enn
frekar í sessi.
Á haustin streyma nýir nemendur í leik-
skólana. Leikskólagangan er að jafnaði
fjögur ár hjá þeim börnum sem byrja þar
tveggja ára og er námið sniðið að þörfum
þeirra og þroska. Leikskólinn hefur alltaf
leitast við að mæta hverju barni þar sem
það er statt hverju sinni. Meðaltalsbörn
eru ekki til, þess vegna þarf að sérsníða
námið að hverjum nemanda.
Börn á þessum aldri eru næm fyrir
mörgu, s.s. máltöku, félagsfærni, sam-
skiptahæfni og hreyfiþroska svo að fátt
eitt sé nefnt. Ef þau læra þetta ekki á
þessu skeiði er erfiðara að kenna þeim
það síðar. Rannsóknir hafa leitt í ljós að
börn læra best í umhverfi sem er kærleiks-
ríkt og hvetjandi. Slök umönnun í skólum
hefur heftandi áhrif á nám barna. Agaleysi
og andfélagsleg hegðun getur í versta falli
haft í för með sér alvarlegar geðraskanir.
Líðan barna vegur gríðarlega í framgangi
þeirra innan skólakerfisins. Góð líðan og
öruggt umhverfi eru öflug fornvörn og
styrkja alla aðra þætti.
Starfsfólk leikskóla þarf að búa yfir
góðri þekkingu á þörfum og þroska barna
á þessum aldri, geta gefið af sér og vera
ánægt með starf sitt. Verðmæti hvers
skóla er fólkið sem þar starfar, hlúa þarf
vel að því svo að það geti sinnt starfi sínu
sem best. Starfsumhverfið er það sem leik-
skólarnir geta sjálfir stjórnað, þeir geta
haft skýrt skipulag og hlutverk hvers og
eins á hreinu. Nýtt mannauðinn í orði og
á borði. Þetta geta stjórnendur og starfs-
menn skólanna gert í sameiningu. Þessi úr-
ræði standa leikskólunum til boða. Eitt og
sér dugir þetta þó ekki til að halda starfs-
mannveltunni í skefjum.
Launin eru akkilesarhællinn. Leikskóla-
fólk fær þar engu um ráðið. Það er þeirra
sem forgangsraða í samfélaginu. Vinna
leikskóla er ekki metin að verðleikum og
margir gefast upp á að vinna í leikskólum
vegna lágra launa. Allir leikskólastjórar
þekkja það, þegar haustráðningar byrja,
að vera engan veginn samkeppnishæfir
við almennan vinnumarkað. Starfsmaður
sem vinnur á skrifstofu við símavörslu eða
að hella upp á kaffi hefur sömu laun og
deildarstjóri í leikskóla með þriggja ára há-
skólanám. Deildarstjórinn ber ábyrgð á vel-
ferð 20 - 30 barna (fer eftir aldri barna og
stærð deilda) og stýrir starfsmannhópi.
Sjálf athugaði ég innan míns skóla
hversu margir þurfa að vera í tveimur störf-
um til þess að endar nái saman. Meira en
helmingur af starfsmannahópnum, bæði
kennarar og leiðbeinendur, eru í tveimur
eða fleiri störfum. Það er ekki hægt að lifa
af launum sem borguð eru fyrir að vinna í
leikskóla. Þetta mega þeir vita sem þekkja
til launamála leikskólakennara. Er þessi
forgangsröðun rétt? Er þetta sá forgang-
ur sem við viljum viðhalda? Hvers vegna er
ekki búið betur að skólafólki í þessu landi?
Hefur þekkingarleysi eða skammsýni eitt-
hvað með það að gera?
Það er dýrt að kasta krónunni fyrir
aurana. Til lengri tíma litið er það beinlín-
is hættulegt. Börn eru viðkvæmur „varn-
ingur“.Vitna má til blaðagreinar þar sem
sagði, að þegar ráðamenn gerðu sér grein
fyrir því hvar mesti auður hvers samfélags
í raun lægi, yrðu kennarar meðal þeirra
launahæstu og launin því hærri sem börn-
in væru yngri.
Mér líst vel á þá hugmynd.
Matthildur L. Hermannsdóttir
Höfundur er leikskólastjóri á Laufásborg í
Reykjavík.
Að forgangs-
raða rétt
Sjálf athugaði ég innan míns skóla hversu margir þurfa að
vera í tveimur störfum til þess að endar nái saman. Meira en
helmingur af starfsmannahópnum, bæði kennarar og leið-
beinendur, eru í tveimur eða f leiri störfum.
Matthildur L. Hermannsdóttir