Skólavarðan - 01.04.2005, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.04.2005, Blaðsíða 3
3 FORMANNSPISTILL SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 5. ÁRG. 2005 Umræða um samræmd próf upphefst ævinlega í þjóðfélaginu þegar niðurstöður úr þeim liggja fyrir. Sitt sýnist hverjum. Nú fyrir skemmstu fengu skólarnir, og þar með foreldrar og nem- endur, niðurstöðu úr samræmdum prófum í 4. og 7. bekk. Vænt- anlega verða niðurstöður úr hverjum skóla gerðar opinberar innan skamms. Ég hef ekki ennþá hitt þann skólamann sem er samþykkur því að opinbera þessar tölur sem síðan eru notaðar af misvitrum mönnum til að „dæma“ skóla. Sumir vilja ganga svo langt að fella niður samræmd próf. Vel má vera að fundin verði önnur og betri leið við mat á skólastarfi innan nokkurra ára þegar einstaklingsmiðað skólastarf er lengra komið. En samræmdu prófin eru bara ein af mörgum leiðum sem skólarnir hafa til að meta árangur nemenda. Ég tel að þau séu gagnleg ef haft er í huga hvers konar matstæki þau eru og horft framhjá því hvernig niðurstaðan er notuð úti í þjóðfélaginu. Það er gott fyrir skóla og starfsmenn þeirra að hafa einhvers konar miðlægt mat þannig að þeir fái upplýsingar um hvar þeir standa að einhverju leyti, borið saman við aðra. Þetta á ekki síst við um fámenna skóla og þar tala ég af reynslu. Það er erfitt fyrir Nýtum niðurstöðurnar til að gera gott skólastarf enn betra Samræmd próf og alþjóðlegar kannanir Hanna Hjartardóttir einyrkja; kennara með innan við tíu nemendur í árgangi, að meta marktækt hvernig staðan er. Því má heldur ekki gleyma að ekki fást aðeins niðurstöður úr mismunandi þáttum hvers fags heldur er einnig hægt að fá frammistöðumat (gengi) hvers nemanda frá 4. til 7. bekkjar sem er mjög gagnlegt. Alþjóðlegar kannanir hafa að nokkru leyti samhljóm með samræmdum prófum. Oft og tíðum eru heil skólasamfélög landa dæmd eftir niðurstöðum þeirra. Gott dæmi um þetta er PISA- könnunin. Við þurfum ekki að setja allt á annan endann þótt við komum ekki betur út en þessi eða hin þjóðin, heldur eigum við að nýta okkur niðurstöðurnar til að gera gott skólastarf enn betra. Það er gott og gagnlegt að skoða hvað það er sem liggur að baki ef ekki gengur vel og jafnframt sjálfsagt að skoða hvað þær þjóðir eru að gera sem koma best út úr slíkum könnunum. Þetta snýst um það fyrst og fremst að láta ekki samræmd próf og alþjóðlegar kannanir stjórna starfi okkar heldur nýta niður- stöðurnar skólastarfinu í vil. Hanna Hjartardóttir er formaður Skólastjórafélags Íslands.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.