Skólavarðan - 01.04.2005, Page 18

Skólavarðan - 01.04.2005, Page 18
18 SKÓLAHEIMSÓKN SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 5. ÁRG. 2005 Í síðustu Skólavörðu var sagt frá skógaskólanum Álfheimum á Selfossi þar sem leikskólabörn læra að njóta lífsins úti í náttúrunni, úti um mó og inni í skógi. Skólavarðan heimsótti núna leikskólann Fögrubrekku í Kópavogi. Tilgangur heimsóknanna í leikskóla er að gefa lesendum Skólavörðunnar innsýn í þær aðferðir sem leikskólakennarar nota við að mennta börnin og hvernig þau læra gegnum leiki. Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir leikskólastjóri og Jenný Gunnarsdóttir leikskólakennari sögðu frá starfi nu í Fögrubrekku. Frá einræði til lýðræðis Í Fögrubrekku fer fram markviss vinna með listgreinar í anda hugmyndafræði sem kennd er við borgina Reggio-Emilia á Ítalíu. Skömmu eftir seinni heimsstyrjöldina bundust foreldrar þar samtökum og vildu komast eins langt frá Mússolíni og hægt væri, þ.e. frá einræði yfi r í lýðræði. Þau völdu að byrja á því að innræta börnunum lýðræði og síðan þá hefur nafn staðarins öðlast leiðtogasess í leikskólafræðum. Nú eru haldin eftirsótt námskeið og ráðstfnur um Reggio-leikskóla og margir leikskólar í Evrópu vinna í anda þeirra. Jenný var í tónlistarnámi frá unga aldri. Hún lærði á blokkfl autu og þverfl autu og stundaði einnig söngnám. Hún fór til Bandaríkjanna til frekara náms í söng og kynnti sér tónlistarkennslu leikskólabarna. Hún hefur alla tíð verið áhugasöm um tónlist og þegar hún kynntist Reggio- hugmyndafræðinni sá hún tækifæri til að yfi rfæra tónlistarkunnáttu sína í leikskólakennsluna. Hún hefur nú þróað kennsluaðferð sem er afar áhugaverð og skilar ágætum árangri í góðu sam- starfi þeirra sem vinna í Fögrubrekku. Fagrabrekka fékk styrk úr þróunarsjóði leikskóla árið 2001 til að þróa og útfæra hugmyndir sínar. Skýrsla um starfi ð er í burðarliðnum og kemur út í maí. Barnið vill sigrast á þrautum og fá hrós fyrir Sólveig sagði að hinar lýðræðislegu hugmyndir sem Reggio boðaði birtust á margan hátt en virðingin fyrir barninu, getu þess og hæfi leikum, væri alltaf sá grunnur sem samskiptin byggðust á. „Við eigum að leyfa barninu að sigrast á þeirri þraut að klifra upp og komast í róluna. Þeir fullorðnu eru oft fl jótir að grípa inn í og lyfta barninu upp í róluna. Með því móti tefjum við barnið í að læra. Hver tilraun við róluna er mikilvæg æfi ng.“ Hér greip Jenný inn í: „Barnið biður sjaldnast um hjálp. Það vill sigrast á þrautinni sjálft og fá hrós fyrir.“ Sólveig sagði að börnunum væri skipað niður í tíu manna hópa um leið og þau byrjuðu í Fögrubrekku og þau væru í sama hópi alla sína tíð þar. „Veran í hópnum hefur þau áhrif að börnin kynnast mjög vel, verða nánir vinir, læra að þola hvert annað og meta að verðleikum. Þetta skilar sér á margvíslegan hátt í starfi okkar. Ef eitthvert barnið sýnir hæfi leika til gera vissa hluti vel, til dæmis syngja, þá nýtur það viðurkenningar fyrir og veit það. Sú vitneskja örvar barnið til að takast á við ýmislegt sem ekki liggur eins vel fyrir því. Með þessu er rennt stoðum undir þá hugsun að allir geti eitthvað vel og fái að njóta sín í því sem verið er að gera hverju Iðkun lista er undirstaða allrar menntunar Skólavarðan heimsækir listaleikskólann Fögrubrekku í Kópavogi Jenný Gunnarsdóttir og Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.