Skólavarðan - 01.04.2005, Blaðsíða 21

Skólavarðan - 01.04.2005, Blaðsíða 21
21 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 5. ÁRG. 2005 Svanhildur sér sjálf um blekgerðina. Þekkingin um hana fannst víða í gömlum skræðum. Svanhildur Gunnarsdóttir safnkennari Árnastofnunar. og varðveislu þeirra fram á okkar daga. Krökkunum finnst líka ákaflega merkilegt að fræðast um verkun skinna svo úr þeim verði bókfell, skreytilistina á handritunum, blekgerð, liti og þróun skrifleturs auk fjað- urpennaskurðar eins og hann tíðkaðist fyrr á öldum.“ Skýringardæmi á ljósmyndum af hand- ritum, frá miðri 12. öld og fram undir miðja 19. öld, sýna ólíkar leturgerðir og sérstaka rittækni skrifaranna, skammstafanir og tákn, og gefa þau nemendum tækifæri til að spreyta sig við lestur fornra texta. Með því kynnast þeir af eigin raun hversu lítið íslensk tunga hefur breyst í aldanna rás. Síðan fá þeir að tylla sér niður við lang- borð í „miðaldaskólastofu“ sem innréttuð hefur verið í einu sýningarherbergjanna og skrifa á kálfskinnsbút með tilskornum fjaðrapennum og bleki, soðnu úr sortu- lyngi, víðileggjum og mýrarsortu. Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur aðstoðaði Svan- hildi við blekgerðina en hann varð sér, að sögn, úti um þá þekkingu „víða í gömlum skræðum“. Frekari upplýsingar um fræðslustarfið og handritasýninguna veitir Svanhildur Gunnarsdóttir safnkennari Árnastofnunar: svanberg@hi.is www.am.hi.is, www.thjod- menning.is GG

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.