Skólavarðan - 01.04.2005, Blaðsíða 15

Skólavarðan - 01.04.2005, Blaðsíða 15
15 VIÐTAL SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 5. ÁRG. 2005 Finnbogi Sigurðsson hefur látið af formennsku í Félagi grunnskólakennara og hverfur nú til annarra starfa eftir að hafa helgað sig málefnum stéttar sinnar í mörg ár. Hann hefur um árabil verið í forystusveit grunnskólakennara og hefur á þeim tíma aflað sér mikillar þekkingar á flóknu regluverki samninga- og réttindamála kennarastéttarinnar. Á hana reynir þegar félagsmenn þurfa að leita til formanns síns vegna hvers konar álitamála sem leysa þarf úr. Finnbogi lauk prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1972 og hóf síðan kennslu við Fella- skóla í Reykjavík. Hann hefur lengst af síðan verið virkur í stéttarfélagsmálum kennara. Átti lengi sæti í stjórn Kennara-félags Reykjavíkur og var formaður þess 1996 til 2002 jafnframt því að vera varaformaður Félags grunnskólakennara frá stofnun þess. Finnbogi var kjörinn formaður FG á 2. aðalfundi félagsins árið 2002. Skólavarðan hitti Finnboga að máli þegar hann var nýkominn af æskuslóðum sínum norður á Melrakkasléttu þar sem hann hafði verið síðustu tíu dagana að dytta að húsum og sinna öðrum verkum á óðali sínu sem reyndar er í eyði og nýtist nú aðeins sem sumardvalarstaður fjölskyldunnar. „Ég nýt þess að bregða mér norður en þar sem málefni kennara hafa verið númer eitt hjá mér mörg undanfarin ár hafa ýmsir hlutir setið á hakanum sem nú gefst tækifæri til að sinna.“ Mjög mæddi á formanni FG í síðustu samningagerð og löngu verkfalli grunn- skólakennara síðastliðið haust en þessari baráttu stýrði Finnbogi sem formaður félagsins. Hvernig lítur hann á niðurstöður þessara samninga? „Þetta var óneitanlega mjög erfið samningagerð og það reyndi á í verkfallinu. Við sömdum að lokum í algerri nauðvörn eftir að lög höfðu verið sett. Okkur tókst að ná fram ýmsum þeim markmiðum sem við höfðum sett okkur, svo sem um stytt- ingu kennsluskyldunnar, en við hefðum auðvitað gjarnan viljað gefa spilin öðru vísi. Ég vona að þessi samningur geti orðið góður grunnur að enn frekari kjarabótum grunnskólakennara. Þeir mega alls ekki líta svo á að þeir hafi beðið ósigur. Í verkfallinu sýndu kennarar mikinn samtakamátt og einarðan vilja til að bæta kjör sín. Með því hafa þeir styrkt eigin stöðu og um leið ímynd sína í samfélaginu.“ Finnbogi hefur tekið virkan þátt í stofnun og mótun Kennarasambands Íslands. En hvernig finnst honum hafa tekist til? „Ég var í hópi þeirra sem höfðu vissar efasemdir um að rétt væri að stíga þetta skref. Auðvitað er ekki komin full reynsla á Kennarasambandið. Mér sýnist þó að þetta hafi tekist nokkuð vel, en auðvitað hljóta áherslur félaga að vera eitthvað mismunandi. Ég tel að alla vega hafi verið rétt að reyna þetta og sjá hvort allir þessir hópar gætu unnið saman í sátt og samlyndi.“ Hvað tekur nú við hjá þér? „Ja, það er ekki gott að segja. Það er óráðið enn. Mér er alveg ljóst að það er líka líf utan Kennarahússins og ætla að gefa mér næstu vikurnar til að hugsa minn gang og njóta þess að vera til.“ Hvaða óskir átt þú til kennarastéttarinnar þegar þú hverfur úr þeim þjónustustörfum sem þú hefur unnið fyrir hana í mörg ár? - „Ég óska henni velfarnaðar í hvívetna. Að lokum vil ég koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem hafa sent mér kveðjur undanfarnar vikur, bæði í tölvupósti og eftir öðrum leiðum.“ Helgi E. Helgason Góður grunnur að frekari kjarabótum Finnbogi Sigurðsson Simennt.khi.is Athugið námskeiðaröð í september, október og nóvember 2005 Upplýsingar og innritun – http://simennt.khi.is, simennt@khi.is eða í símum 5633800 - 5633980 - 5633861 - 5634884. Námskeið í boði í maí og júní 2005 Maí Tölvur í almennu skólastarfi Umsjón: Kristín Helga Guðmundsdóttir. 4., 5., 9., 10. maí. Kl. 15:00-19:00. Kest. 20. Verð 22.000. Menningarlegur margbreytileiki í skólastarfi Umsjón: Hanna Ragnarsdóttir. 6., 13. maí. Kl. 9:00-16:00. Kest. 20. Verð 22.000. Staða manneldismála, nýjustu rannsóknir á því sviði og ráðleggingar. Umsjón: Stefanía Valdís Stefánsdóttir. Námskeið I. 11. maí 14:00. Kest. 4. Verð 4.400 og námskeið II. 12. maí 14:00. Kest. 2-5. Verð 5.500. Sértæk málþroskaröskun. Hvað er til ráða? Umsjón: Hólmfríður Árnadóttir. 19. maí. Kl. 09:00. Kest. 6. Verð 6.600. Við viljum læra íslensku. Umsjón: Anna Guðrún Júlíusdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. 20. maí og 27. maí. Kl. 9:00-16:00. Kest. 7. Verð 8.000. Tölvur í leik og starfi. Tölvunámskeið fyrir leikskólakennara Umsjón: Kristín Helga Guðmundsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir. 23.-26. maí. Kl. 09:15-16:00. Kest. 30. Verð 33.000. Námskeið í skyndihjálp Umsjón: Hafþór B. Guðmundsson. 27., 28. maí. Kl. 17.00-21.00 og 9.00-18.00. Kest. 15. Verð 7.500. Júní Við viljum læra íslensku. Umsjón: Anna Guðrún Júlíusdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. 3. júní og 10. júní. Kl. 9:00-16:00. Kest. 7. Verð 8.000. Silfursmíði í grunnskóla Umsjón: Gísli Þorsteinsson. 06.6.-10.6.2005.Kl.9:00-16:00. Kest 40. Verð 44.000 kr. Fjöldi 10 til 12. KHÍ, Listgreinahús, Skipholti 37 Tölvur í leik og starfi með börnum Umsjón: Anna Magnea Hreinsdóttir. 7.6., 9.6.2005. Kl. 13:00-16:00. Kest 8. Verð 12.000 kr. Fjöldi:15. Einnig í samráði við skóla. Efnisþættir í stærðfræði Umsjón: Meyvant Þórólfsson. Fyrri hluti 20-22. júní. Seinni hluti 8-9. ágúst. Kest. 40. Verð 44.000.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.