Skólavarðan - 01.04.2005, Blaðsíða 6
6
víða er farið að gera í þeim löndum sem
við viljum helst bera okkur saman við í
skólamálum.
Samtök kennara þurfa að styðja við
rannsóknir á fræðasviðum kennara, sér-
staklega þarf að beina sjónum að innra
starfi skólanna. Hvetja þarf kennara til
rannsókna í starfi og að miðla þekkingu
sinni til samstarfsmanna. Niðurstöður
rannsókna á skólastarfi eru m.a. að kenn-
arar þurfa að vera virkir í að greina eigin
kennsluaðferðir með hliðsjón af faglegum
viðmiðum og framfarir nemenda með hlið-
sjón af viðmiðum um námsárangur.
„Það eru kennarar sjálfir sem á end-
anum munu breyta heimi kennslustof-
unnar með því að skilja hann.“ (Stenhouse
1975, Rúnar Sigþórsson, 2004, 7). Hvað
þetta varðar hefur kennsla lítið breyst á
meðan önnur störf hafa gjörbreyst. Margar
aðrar fagstéttir byrja starfsferil sinn með
þeirri vitneskju að þær séu að taka að sér
hlutverk sem hefur verið mótað af fyrri
rannsóknum og muni breytast í framtíð-
inni vegna nýrra rannsókna. Með hliðsjón
af þessu er mikilvægt að kennarar stundi
rannsóknir samhliða kennslu og fylgist
betur með nýrri þekkingu.
Samtök kennara eiga sífellt að benda
á að góð kennsla er nauðsynleg til þess
að bæta námsárangur nemenda. Mismun-
andi námsárangur nemenda byggist fyrst
og fremst á einstaklingsmun sem er fyrir
hendi þegar þeir koma í skólann, hvað
varðar hæfileika, viðhorf og bakgrunn.
Það er oft flókið og seinvirkt fyrir stjórn-
völd að hafa áhrif á þessa þætti. Í rann-
sóknum (OECD, 2004) hefur hvað eftir
annað komið fram að það eru kennarar
og störf þeirra sem hafa mest áhrif á að
koma hinum ungu þjóðfélagsþegnum til
nokkurs þroska. Jafnframt því sem samtök
kennara halda fram málstað góðrar
kennslu með oddi og egg þurfa þau að
taka á því með alvöru hvernig losna á við
óhæfa kennara úr stéttinni.
Mikilvægt að auka
starfsánægju kennara
Jafnframt því sem leggja þarf aukna
áherslu á gæði kennslu og skólastarfs
þurfa samtök kennara að vinna að eflingu
starfsánægju kennara. Rannsóknir (OECD,
2004) benda til að kennarar meti mest þá
innri ánægju sem starfið veitir þeim við að
starfa með börnum og ungu fólki, aðstoða
þau við að ná þroska og sjá þau gera sig
gildandi i samfélaginu síðar meir. Í harðri
baráttu fyrir bættum kjörum kennara má
ekki gleymast að kennarar fái starfsskilyrði
til þess að einbeita sér fyrst og fremst að
þessum verkefnum.
Til að umbætur í skólamálum komist
í framkvæmd þurfa samtök kennara að
leggja áherslu á að þeir taki virkan þátt í
tilheyrandi stefnumótun og að þeir finni
til eignarhalds á henni. Utanaðkomandi
fyrirmæli og frumkvæði, m.a. í lögum,
reglugerðum og aðalnámskrá, mega „sín
lítils ef kennarar og stjórnendur eru ekki
reiðubúnir að taka þau upp á sína arma
og samsama þau sínum eigin forgangs-
verkefnum“ (Rúnar Sigþórsson 2004, 5).
Hins vegar ættu kennarafélög ekki að
hafa neitunarvald gagnvart umbótum í
menntamálum sem komið er á fót með lýð-
ræðislegum hætti. Erfitt er að finna rétta
jafnvægið en opin umræða og samráð eru
nauðsynleg í þessu ferli. Í stefnumótun er
mikilvægt að samtök kennara bíði ekki
eftir áreitum frá umhverfinu, t.d. stjórn-
völdum, til þess að bregðast við. Þvert á
móti eiga samtök kennara að taka frum-
kvæði og hafa með því mótandi áhrif á
umræðuna og samfélagið.
Samtök kennara þurfa að leggja áherslu
á að skólar séu stofnanir sem læra. Í rann-
sóknum hefur margoft komið fram að
eitt af því sem einkenni góða skóla, sem
ná árangri í skólaþróunarstörfum, sé að
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 5. ÁRG. 2005
Samtök kennara þurfa að styðja við rann-
sóknir á fræðasviðum kennara, sérstaklega
þarf að beina sjónum að innra starf i skólanna.
Hvetja þarf kennara til rannsókna í starf i og
að miðla þekkingu sinni til samstarfsmanna.
GESTASKRIF
þeir skapi kennurum góð skilyrði til náms
og þroska. Kennarar eru í sívaxandi mæli
settir „í þau spor að þurfa að eiga náið
samstarf við starfsfélaga sína sem og aðila
utan skólans“. Þessi nýja fagmennska er
„umfram allt samvinnumiðuð fremur en
byggð á einstaklingsbundnu sjálfræði þar
sem einstaklingar geta lokað sig af og
setið að sínu“ (Rúnar Sigþórsson, 2004, 6).
Þessi sýn byggist á áframhaldandi námi í
samstarfi við aðra. Kennarar eins og aðrir
læra með því að framkvæma.
Í upphafi þessarar greinar er vitnað í
bandaríska menntafrömuðinn og heim-
spekinginn, John Dewey sem fjallaði af
miklu innsæi um hið mikilvæga samspil
menntunar og lýðræðis (Dewey, 1916).
Efling kennara sem fagstéttar er að mínum
dómi bæði nauðsynleg fyrir skólastarfið
sjálft og framtíð lýðræðis í þjóðfélaginu.
Í starfi sínu hafa kennarar úrslitaáhrif á að
viðhalda og byggja upp lýðræðislegt sam-
félag. Skólinn er sennilega mikilvægasta
stofnun samfélagsins sem starfar í þágu
jafnréttis og almannaheilla. Kennarar
eru því ekki aðeins skólamenn, þeir eru
verndarar lýðræðis í samfélaginu. Þess
vegna hlýtur skólinn að vera á ábyrgð
okkar allra.
Þorsteinn Gunnarsson
Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri
Heimildir:
Dewey, J. (1916). Democracy and Education. New
York: Free Press.
OECD (2004). Teachers Matter: Attracting,
Developing and Retaining Effective Teachers
(Executive Summary). Paris: OECD.
Rúnar Sigþórsson (17. nóvember 2004). Hún
er löng leiðin til stjarnanna: Þarfir nemenda, starfs-
þróun og skólaþróun. Netla - Veftímarit um uppeldi
og menntun. Rannsóknastofnun Kennaraháskóla
Íslands.