Skólavarðan - 01.04.2005, Page 12

Skólavarðan - 01.04.2005, Page 12
12 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 5. ÁRG. 2005 Þriðja þing Kennarasambands Íslands var haldið á Grand hóteli í Reykjavík 14. og 15. mars sl. Þema þingsins var Er skólinn á ábyrgð okkar allra? Um 200 fulltrúar sátu þingið auk gesta. Einn erlendur gestur, Jóhannes Eli Iversen formaður Kennarafélags Færeyja, sat þingið. Eiríkur Jónsson formaður KÍ setti þingið. Í setningarræðu sinni kom hann víða við og nefndi m.a. erfiða kjarasamningagerð kennara og tók sem dæmi verkfall Félags grunnskólakennara síðastliðið haust. Hann gagnrýndi menntamálaráðherra fyrir að daufheyrast við efasemdum kennara um styttingu námstíma til stúdentsprófs en bætti við að yfirlýsing ráðherra um að fimm ára börn yrðu áfram í leikskóla væri af hinu góða sem og yfirlýsing um leng- ingu kennaranáms. Halldóra Friðjónsdóttir formaður BMH og Ögmundur Jónasson formaður BSRB tóku til máls við þingsetninguna. Stein- grímur Sigurgeirsson aðstoðarmaður menntamálaráðherra ávarpaði þingið í fjarveru Þorgerðar K. Gunnarsdóttur og sönghópurinn Raddbandafélagið flutti tvö lög undir stjórn Sigrúnar Grendal formanns FT við frábærar undirtektir við- staddra. Forgangsmál að kennarastéttin sjálf efli og styrki kennara sem fagmenn Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri flutti ávarp og fjallaði um þema þingsins. Hann vitnaði í menntunarfröm- uðinn John Dewey en eftir honum voru þessi orð höfð: „Það sem bestu og vitr- ustu foreldrar vilja barni sínu til handa hlýtur samfélagið að vilja fyrir öll börn." Þorsteinn gerði orð Deweys að einkunn- arorðum erindis síns. Hann greindi m.a. í hverju ábyrgð allra á skólanum lægi og brýndi kennara og forystu þeirra til að taka upp breyttar áherslur í stefnumótun Er skólinn á ábyrgð okkar allra? fyrir skólastarf þar sem fagmennska væri sett í fyrirrúm. Þorsteinn ritar gestaskrif Skólavörðunnar í þetta sinn og má þar lesa þá gagnrýni sem hann setti fram í erindi sínu auk þess sem erindi hans í heild er birt á heimasíðu KÍ, www.ki.is. Hver ber ábyrgð á skólanum og hver eru forgangsmálin í menntakerfinu? Að loknu erindi Þorsteins hófust hefð- bundin þingstörf þar sem Eiríkur Jónsson Fulltrúar á 3. þingi KÍ 2005. Á seinni degi þingsins héldu gestir stutt framsöguerindi.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.