Skólavarðan - 01.04.2005, Side 28

Skólavarðan - 01.04.2005, Side 28
28 FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 5. ÁRG. 2005 Úthlutun hærri ferðastyrkja úr A-deild Vísindasjóðs Félags leikskólakennara Hér með eru auglýstir styrkir til einstaklinga til að sækja ráðstefnur og námskeið erlendis sem nýtast umsækjanda í starfi. Styrkirnir nema kr. 100.000. Stjórn sjóðsins er heimilt að veita viðbótarstyrk ef kostnaður fer verulega yfir viðmiðunarupphæð. Fjögur ár skulu líða frá því að félagsmaður fær styrk til utanfarar þar til hann getur sótt um slíkan styrk aftur. Sjóðstjórn áskilur sér rétt til að taka tillit til starfsaldurs umsækjenda og fleiri þátta sem hún telur skipta máli. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu FL/KÍ Laufásvegi 81, 101 Reykjavík og á heimasíðu KÍ, www.ki.is. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2005. Nánari upplýsingar um styrkina veitir starfsmaður sjóðsins, Margrét Helgadóttir, netfang margret@ki.is eða í síma 595-1111. Stjórn Vísindasjóðs FL Úthlutun styrkja úr B-deild Vísindasjóðs Félags leikskólakennara Hér með eru auglýstir námsstyrkir til félagsmanna FL sem hyggjast stunda framhaldsnám í leikskólafræðum eða öðrum greinum er tengjast starfsgreininni skólaárið 2005-2006. Styrkirnir nema kr. 100.000 til þeirra er stunda nám hér á landi og kr. 140.000 til þeirra er stunda nám í útlöndum. Umfang náms skal vera að lágmarki 15 einingar. Sjóðstjórn áskilur sér rétt til að taka tillit til starfsaldurs umsækjenda og fleiri þátta sem hún telur skipta máli. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu FL/KÍ Laufásvegi 81, 101 Reykjavík og á heimasíðu KÍ, www.ki.is Umsóknarfrestur er til 15. maí 2005. Stjórn Vísindasjóðs FL Frá Félagi enskukennara á Íslandi Aðalfundur Félags enskukennara á Íslandi (FEKÍ) verður í Kennaraháskólanum við Stakkahlíð, laugardaginn 7. maí nk. og hefst kl. 10.00. Auk aðalfundarstarfa verður fjallað um þær námskrábreytinrgar sem í bígerð eru, bókmenntir verða á dagskrá og bókasýningar á svæðinu, þar á meðal frá Macmillan. Léttur hádegisverður og aðrar veitingar verða í boði félagsins. Grunnskólakennarar eru sérstaklega hvattir til að mæta sem og landsbyggðarkennarar. Sumarnámskeið FEKÍ verður haldið 8.-12. ágúst með Mario Rinvolucri. Skráning hjá EHÍ eða Jóni Hannessyni jiha@mh.is fyir 1. júní. Fyrstir koma, fyrstir fá. Næsta haust verður leitast við að kynna starfsemi FEKÍ á haustþingum kennara. Stjórnin http://feki.ismennt.is Kennarastöður auglýstar í Lögbirtingablaði og á Starfatorgi Athygli kennara skal vakin á því að nokkur dæmi munu vera um að sveitarfélög auglýsi lausar kennarastöður í grunnskólum einungis í Lögbirtingablaðinu sem nú er aðeins gefið út á Netinu. Þeir sem fylgjast vilja með stöðum sem losna ættu því að fylgjast með auglýsingum sem þar birtast. Kennurum í framhaldsskólum er bent á Starfatorg þar sem ríkið auglýsir lausar stöður m.a. í framhaldsskólum. http://logbirtingablad.is/servlet/logbirting/listi/1/33 http://www.starfatorg.is/ Ný tilboð á Orlofsvefnum www.ki.is Munið orlofsvefinn www.ki.is. Búast má við nýjum tilboðum um orlofshús og gistimöguleika. Skoðið vefinn reglulega og kynnið ykkur nýjungar sem sífellt bætast við. Strax og úthlutun lýkur 20. apríl verður boðið upp á áður auglýstar vikur sem ekki gengu út. Orlofssjóður KÍ Krossgátuverðlaun Skólavörðunnar Lausnir á krossgátu í 2. tbl. Skólavörðunnar dreif að eins og venjulega. Engum blöðum er um það að fletta að lesendur taka krossgátu fagnandi, einkum ef þeir eiga nokkra frídaga. Dregið hefur verið úr réttum lausnum. Vinningshafar að þessu sinni eru: Guðný Pálsdóttir, Suðurgötu 32, Siglufirði, Lilja Kristjánsdóttir, Sóleyjargötu 15, Reykjavík og Magnús P. Magnússon, Laugarholti 76, Húsavík. Við óskum þeim til hamingju og þökkum fyrir þátttökuna. Þau fá senda skáldsöguna Skugga-Baldur eftir Sjón en hann hlaut sem kunnugt er bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir hana. Bjartur gefur bókina út. DAVIS NÁMSTÆKNI Munið námskeiðið í Davis námstækni 14.-16. júní í Mosfellsbæ fyrir kennara 5-9 ára barna. Skráning á lesblind@lesblind.is og í síma 586 8180.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.