Skólavarðan - 01.10.2008, Síða 3

Skólavarðan - 01.10.2008, Síða 3
3 FORMANNSPISTILL Formaður og varaformaður KÍ og formenn aðildarfélaga KÍ skiptast á um að skrifa formannspistla í Skólavörðuna. Félögin á bak við formannspistlana eru: Félag framhaldsskólakennara (FF), Félag grunnskólakennara (FG), Félag leikskólakennara (FL), Félag stjórnenda í framhaldsskólum (FS), Félag tónlistarskólakennara (FT), Skólastjórafélag Íslands (SÍ). SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 8. ÁRG. 2008 Eiríkur Jónsson Formaður KÍ Í landinu eru nú miklar efnahagsþrengingar. Margt bendir til að stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hafi flotið sofandi að feigðarósi og virðast ráðamenn þjóðarinnar ekki síst uppteknir af því að tryggja að enginn verði dreginn til ábyrgðar. Af hverju hefur ekki verið gefin út afdráttarlaus yfirlýsing um að efnahagshrunið verði rannsakað og allt gert til þess að þeir sem bera ábyrgð á því hvernig komið er sæti henni? Hvernig má það vera að íslenskur banki í einkaeign geti stofnað til milljarða skuldbindinga í útlöndum á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda? Hafa þeir sem settu reglurnar og þeir sem áttu að fylgjast með að eftir þeim væri farið svikið þjóðina? Hafa þeir horft aðgerðalausir á skuldbindingar hlaðast á herðar landsmanna? Það er ljóst að framundan bíður endurreisn íslensks efnahagslífs. Líklegt má telja að ýmsir eigi erfitt á næstunni og mikil óvissa ríkir um afkomu margra fjölskyldna og fyrirtækja. Fjölmargir hafa þegar misst atvinnuna og margir eiga trúlega eftir að verða fyrir því sama áður en birtir upp. Fjöldi fólks hefur einnig tapað miklu fé, ekki síst vegna rangrar ráðgjafar sem runnin er undan rifjum þeirra sem nú hafa keyrt íslenskt efnahagslíf í þrot. Mikilvægt er að gleyma því ekki við aðstæður eins og nú ríkja að við Íslendingar erum, þegar á móti blæs, eins og ein fjölskylda. Þess vegna getum við, sem þjóð, unnið okkur út úr þessum vanda. Því miður hefur hið sama ekki átt við þegar vel hefur gengið því þá hafa ekki allir setið við sama borð. Meintum hagnaði undanfarinna ára var sannarlega ekki skipt jafnt. Það voru ekki allir áskrifendur að ofurlaunum. Hins vegar þurfa margir að bera þær byrðar sem útrásarvíkingarnir lögðu á þjóðina. Við öll, sem berum hag þjóðarinnar fyrir brjósti, þurfum að leggjast á eitt og hjálpast þannig að við að komast upp úr öldudalnum. Er til of mikils mælst að þeir, sem dvelja erlendis og halda þar áfram að braska með fé sem þeir sugu út úr íslensku samfélagi áður en það féll saman, verði þátttakendur í endurreisninni? Það hefur löngum verið svo að skólar gegna lykilhlutverki í sam- félaginu, ekki síst á erfiðum tímum. Ábyrgð kennara, skólastjóra og annarra sérfræðinga skólanna er mikil og nauðsynlegt að þeir haldi vel utan um þá fjölmörgu nemendur sem búa við óöryggi vegna ótryggra aðstæðna á heimilum. Tryggja verður að enginn lendi útundan og allir eigi öruggt skjól í skólanum. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að starfsfólk skólanna eigi möguleika á að leita sér aðstoðar og ráðgjafar þar sem margir kennarar og samstarfsmenn þeirra hafa sjálfir orðið fyrir efnahagslegu tjóni og jafnvel andlegu áfalli. Ég er þess fullviss að við vinnum okkur út úr þeim vanda sem nú steðjar að. Ég geri jafnframt þá kröfu að þeir sem bera ábyrgð á ástandinu axli sína ábyrgð. Það er ekki Seðlabankans að dæma um hvort hann hefur brugðist, Fjármálaeftirlitsins að dæma um hvort það hefur brugðist eða ríkisstjórnarinnar að dæma um hvort hún hefur brugðist. Að rannsókn þurfa að koma óvilhallir utanaðkomandi aðilar sem leggja mat á hvað fór úrskeiðis og hvar ábyrgðin liggur. Síðan verður það þjóðin sem kveður upp sinn dóm. Ég vona að við berum gæfu til að nota tækifærið og byggja upp nýtt og betra samfélag. Samfélag sem byggist á nýjum og farsælum gildum, þar sem græðgin verður grafin og gleymd og manngildið hafið til vegs og virðingar. Við þurfum á samheldni og samhjálp að halda í þjóðfélagi þar sem velferð og menntun eru í öndvegi og jafnræði þegnanna er tryggt. Eiríkur Jónsson Þar sem græðgin er gleymd og manngildið virt séreign á traustum grunni Bankastræti 7 • 101 Reykjavík • Sími: 510 6100 • Fax: 510 6150 • sereign@lsr.is • www.lsr.is Þegar starfsævinni lýkur reynist lífeyrissparnaður afar mikilvægur. Á lífsleiðinni skiptir því öllu máli að njóta samfylgdar lífeyrissjóðs sem býr vel í haginn fyrir framtíðina. Séreign LSR tekur við frjálsum viðbótarlífeyrissparnaði sjóðfélaga og ávaxtar hann. Þátttaka í Séreign LSR veitir sjóðfélögum aukna möguleika á sveigjanlegum starfslokum og hærri lífeyristekjum í framtíðinni. Kostir séreignarsparnaðar eru ótvíræðir. Launagreiðandi greiðir kjarasamningsbundið mótframlag sem nemur allt að 2% af heildarlaunum. Skattalegt hagræði myndast þar sem iðgjald er ekki skattlagt við innborgun. Ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur af séreignarsparnaði og sparnaðurinn skerðir hvorki barna- né vaxtabætur. SÉ RE IG N LS R KYNNTU ÞÉR SÉREIGN LSR Í SÍMA: 510 6100 Setjum velferð og menntun í öndvegi og tryggjum jafnrétti

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.