Skólavarðan - 01.10.2008, Síða 14
14
LEIKSKóLAR STúdENTA
SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 8. ÁRG. 2008
Um þessir mundir er unnið að því að hrinda
í framkvæmd sameiginlegri skólastefnu
þriggja leikskóla í Reykjavík; Mánagarðs,
Sólgarðs og Leikgarðs. Tveir síðarnefndu
skólarnir eru í eigu Félagsstofnunar stúd-
enta (FS) og eru fyrir hálfs árs til tveggja ára
gömul börn nemenda við HÍ. Mánagarður er
líka í eigu FS en uppbygging hans var sam-
starfsverkefni FS og Reykjavíkurborgar,
hann er fyrir reykvísk börn á aldrinum eins
til sex ára. Sigríður Stephensen nýráðinn
leikskólafulltrúi FS og fyrrverandi skóla-
stjóri Mánagarðs segir okkur frá High/
Scope skólastefnunni og af hverju hún varð
fyrir valinu.
„Við leituðum í hálft ár að stefnu sem
okkur fannst aðgengilegt að vinna með í
breiðum aldurshópi en nemendur okkar eru
á aldrinum sex mánaða til sex ára,“ segir
Sigríður. „Útgangspunkturinn var að sameina
okkur undir einni stefnu í því skyni að skapa
samfellu í námi barnanna, auka samstarf
og samræðu á milli skólanna og gera starfið
markvissara. Nú þegar börn nemenda við
Kennaraháskólann gamla ganga til liðs við
okkur stækkar kúnnahópurinn vafalaust,“
bætir Sigriður við brosandi, „og við væntum
þess að foreldrar nýrra nemenda séu mjög
áhugasamir um vel skilgreint skólastarf og
reiðubúnir að láta að sér kveða. Þá eykst
enn ávinningur þess að hafa samræmda
stefnu sem einfaldar starfið og gerir það
meðvitaðra og skemmtilegra.
High/Scope er upphaflega og öðrum
þræði skólarannsóknarstofnun, með höfuð-
stöðvar í Michigan, þar sem mótuð var
samnefnd stefna, búin til námsgögn og
stefnan breidd út á annan hátt með skrifum,
námskeiðum og annarri fræðslu.“
Kennarar verða sendir út á námskeið
Starfsfólk skólanna ákvað að skoða High/
Scope stefnuna nánar og eftir nokkurn
undirbúning var Shelley Nemeth frá High/
Scope Educational Research Foundation
fengin hingað til lands síðla í febrúar á
þessu ári til að halda námskeið um stefnuna
fyrir allt starfsfólk skólanna þriggja auk þess
að kynna hana á málþingi leikskóla stúdenta
á Háskólatorgi þann 29. febrúar sl. Shelley
hefur síðan verið ráðgjafi í innleiðingu stefn-
unnar á Mánagarði, Sólgarði og Leikgarði
og fyrirhugað er að senda kennara héðan
á sjö vikna námskeið í Bandaríkjunum sem
mun veita þeim réttindi sem High/Scope
kennarar.
Það er ekki í boði
Meginstef High/Scope er virkni nemandans.
Á highscope.org má meðal annars finna
eftirfarandi um hlutverk kennara og
annars starfsfólks sem vinnur með ung-
börnum og smábörnum (lauslega þýtt):
Kennarar leitast við að koma á jákvæð-
um og gagnkvæmum samskiptum þar
sem hvatning er lykilatriði. Kennarar
eru ekkert að flýta sér, þeir knúsa börn-
in, leika sér með þeim og spjalla við
þau, ávallt hlýlega og með herslu á sam-
ræðuna. Kennarar móta sálfræðilega
öruggt umhverfi þar sem frumkvæði
barnanna er álitið markmiðað en ekki
þreytandi eða óþægilegt fyrir hina
fullorðnu. Til leiðsagnar í daglegu starfi
nota kennarar hagnýtar kenningar um
þroska barna og leitast við að sjá hlut-
ina út frá sjónarhóli nemenda sinna.
Þeir hvetja frekar en hindra tilraunir
og tjáskipti nemenda og styðjast við
hugmyndir þeirra, frekar en sínar eigin,
um hvernig leysa eigi málin. Kennarar
leggja áherslu á að aðstoða börnin við að
finna lausn á deilum í stað þess að refsa
eða hlaupa til og leysa málin fyrir þau.
High/Scope í leikskólum stúdenta
Samfella í námi frá sex mánaða til sex ára