Skólavarðan - 01.10.2008, Síða 15

Skólavarðan - 01.10.2008, Síða 15
15 LEIKSKóLAR STúdENTA, FRéTT SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 8. ÁRG. 2008 „Flestir kannast við setninguna það er ekki í boði sem hefur farið eins og eldur í sinu um íslenska leikskóla og íslensk heimili,“ segir Sigríður. „En hvað er í boði? Höfum við ef til vill farið að nota ýmsar svona setningar sem starfsramma, sérstaklega utan um starf yngstu nemenda, og í hugsunarleysi tekið meira og meira af þeim frumkvæði og sjálfræði? Sums staðar þróuðust valstundir út í það að kennarinn var í raun sá sem valdi fyrir nemendurna. Ekki var hægt að velja þetta eða hitt af því það var orðið fullt, svo að dæmi sé tekið. Með High/Scope erum við minnt á það að nám fer ekki fram án virkni nemandans. Áhersla er lögð á persónulegt frumkvæði hans og jákvæð samskipti barna og fullorðinna.“ Áætlun-aðgerð-endurmat Í High/Scope byggist daglegt skólastarf á því ferli að skipuleggja, framkvæma og skoða (plan-do-review). Börnin eru hvött til að taka frumkvæði í náminu með ýmsum leiðum. Sterk sjálfsmynd, víðsýni og virkur félagslegur vilji eru ennfremur fyrirferðar- mikil markmið. Nám undir formerkjum stefnunnar er af forvígismönnum hennar einnig talið hafa jákvæð áhrif á frekara nám og alla ákvarðanatöku síðar í lífinu. Sigríður segir að mikið sé hvatt til að leita lausna og stefnan byggð þannig upp að auðvelt sé að heimfæra hana á starf með ómálga börnum ekkert síður en eldri nemendum. „Okkur hættir stundum, alveg óvart, til að hunsa litlu börnin faglega af því þau tjá sig á annan hátt en með orðum. Þeirra tjáning er hins vegar ekkert síður merkingarþrungin og í High/Scope stefn- unni er margt innbyggt sem hvetur mann til að vinna í samræmi við það.“ Aðlögun í fullum gangi Sigríður segir aðspurð að leikskólar stúdenta telji sig ekki endilega hafa höndlað stóra- sannleik en hins vegar sé mjög mikilvægt að hafa skýra, hvetjandi og hagnýta stefnu til að styðja við kennara, starf þeirra og annars starfsfólks skóla. „Auðvitað er þetta ekki eina stefnan sem hægt er að laga að námsþörfum barna allt frá sex mánaða aldri og við erum ekki þau fyrstu sem skoðum hana og notum að einhverju leyti hérlendis,“ segir Sigríður. „En líklega er þetta stærsta skrefið í að innleiða High/Scope á einu bretti á Ís- landi og spennandi tækifæri fyrir kennara að taka þátt og samfélagið að fylgjast með skólastarfinu. Mánagarður er þegar kominn á fullan skrið og hinir skólarnir tveir eru komnir vel á veg.“ Góðir kennarar eru forsenda þess að vel gangi að innleiða og starfa eftir hugmynda- fræði á borð við High/Scope og að sögn Sigríðar leggur FS mikla áherslu á að fá fleiri menntaða kennara til liðs við skólana. „Það er svolítið einkenni á okkar stétt (leik- skólakennarar, innskot blm.) að ferðast um í flokkum,“ segir hún og brosir, „enda í sjálfu sér skiljanlegt. Við erum með frábært starfsfólk en viljum fá fleiri menntaða kennara til liðs við okkur. Kennara sem eru óhræddir við að slaka að einhverju leyti á stjórnartaumum og leyfa nemendum að taka fullan þátt í eigin námi.“ keg Til að fræðast um High/Scope er upplagt að bregða sér á vefinn þeirra, highscope.org „High/Scope stefnan leggur ríka áherslu á virkt nám,“ segir Sigríður Stephensen, leikskólafulltrúi FS. Menntaskólinn í Kópavogi útskrifar nemendur í samstarfi við César Ritz Brautskráning fyrstu nemenda í hótelstjórnunarnámi César Ritz frá Hótel- og matvælaskólanum í MK fór fram þann 21. október sl. Námið er tvær annir í skóla og að auki þurfa nemendur að skila 1000 klst. starfsþjálfun. Kennt er í samstarfi við César Ritz Colleges í Sviss. Að þessu sinni luku þrír nemendur námi en núna leggja tíu nemendur til viðbótar stund á hótelstjórnunarnámið í MK. Nemendur sem ljúka fyrsta árinu hljóta diplómagráðuna Certificate in Hotel and Restarurant Operations og stendur til boða að halda áfram námi í Sviss. Að loknu tveggja ára námi þar öðlast nemendur gráðuna Bachelor of International Business in Hotel and Tourism Management. Á myndinni eru frá vinstri Daniel Gutzwiller skólameistari University Centre César Ritz og útskriftarnemarnir þrír: Einar Helgi Ármann, Guðrún Dröfn Emilsdóttir og Anzhela Klimets, þá er Margrét Friðriksdóttir skólameistari MK og yst til hægri Baldur Sæmundsson áfangastjóri Hótel- og matvælaskólans.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.