Skólavarðan - 01.10.2008, Qupperneq 16
16
SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 8. ÁRG. 2008
FORELdRASAMSTARF
Forvarnir eru mikilvægar og þann 6.
nóvember sl. var forvarnardagur haldinn í
grunnskólum með áherslu á forvarnir gegn
áhættuhegðun ungmenna. Víða er hugað að
forvörnum um þessar mundir í tengslum
við margvíslega málaflokka svo sem geð-
rænar afleiðingar áfalla, vinnuumhverfi,
netnotkun ungmenna, félagslega einangrun,
og neyslu áfengis og annarra vímuefna.
Meðal nýnæma sem hafa vakið athygli er
vefurinn Umhuga.is, forvarnarverkefni á
vegum Þjóðar gegn þunglyndi þar sem
aðgerðum er beint að aðstæðum barna
og unglinga. SAFT ráðstefna var haldin 8.
nóvember sl. en SAFT er vakningarátak
um örugga tækninotkun barna og unglinga
á Íslandi. Verkefnið er samevrópskt en
Heimili og skóli sér um að annast útfærslu
og framkvæmd þess hérlendis.
Það er margt fleira gott að gerast í for-
varnarmálum sem vert er að vekja athygli
á. Í þessari grein segir Helga Margrét
Guðmundsdóttir lesendum Skólavörðunnar
frá forvarnarverkefni sem þróað var af
samtökunum Heimili og skóla og nefnist
Foreldrasáttmálinn.
Rannsóknir sýna að því yngri sem börn hefja
neyslu áfengis og annarra vímuefna, þeim
mun líklegra er að það valdi þeim erfið-
leikum og hafi neikvæð áhrif á líf þeirra
og allrar fjölskyldunnar. Með hverju ári
sem líður án neyslu ungmennis minnka
líkur á misnotkun um fjórtán prósentustig.
Foreldrar þurfa að vita hvað er í húfi svo þeir
geti rætt við börnin sín og brugðist rétt við.
Jafningjahópurinn og félagsgerð grenndar-
samfélagsins sem barnið elst upp í hefur
mikil áhrif. Þess vegna er mikilvægt að
foreldrar taki höndum saman í forvörnum.
Leiðirvísir sem kemur af stað umræðum
Heimili og skóli - landssamtök foreldra
hafa þróað Foreldrasamninginn sem for-
varnarverkefni fyrir foreldra. Samningurinn
er tvískiptur og er annars vegar fyrir 1.-5.
bekk og hins vegar fyrir 6.-10. bekk. Foreldra-
samningurinn hefur verið endurútgefinn og
heitir nú foreldrasáttmáli. Sáttmálinn er
leiðarvísir sem bekkjarfulltrúar og umsjónar-
kennarar geta nýtt sér til að koma af stað
umræðum um uppeldisleg gildi og til að efla
skilning á mikilvægi samstarfs og þátttöku
foreldra í skólastarfi barna sinna.
Markmiðið með slíku samkomulagi, eða
sáttmála, er í fyrsta lagi að vekja foreldra og
forráðamenn til vitundar um mikilvægi þess
að sýna börnum og unglingum umhyggju,
virkan stuðning og setja þeim skýr mörk. Í
öðru lagi að skapa umræðugrundvöll meðal
foreldra barna í tilteknum bekkjardeildum
og fá þá til að sameinast um viðmið um
hegðun. Samkomulagið er staðfest með
undirskrift þar sem foreldrar staðfesta vilja
sinn til að framfylgja viðmiðunum eftir því
sem kostur er. Foreldrasáttmálinn höfðar
til samábyrgðar foreldra í bekknum um
uppeldið, til dæmis hvað varðar einelti,
útivist, eftirlitslaus partí og reglur um notkun
á tækni eins og tölvuleikjum, aðgengi að
netinu og farsímum.
Samdóma álit að skilar góðum árangri
Verkefnið leggur grunn að umræðum á
milli foreldra um þau atriði er skipta máli
fyrir farsælt uppeldi. Foreldrasáttmálinn er í
eðli sínu forvarnarverkefni gegn hvers konar
neikvæðum lífsstíl hjá börnum og unglingum.
Þar sem verkefnið hefur verið vel kynnt
og góð samstaða foreldra hefur náðst um
tiltekna þætti í uppeldinu er það samdóma
álit allra sem taka þátt að sáttmálinn skili
óumdeilanlega góðum árangri. Þeir sem eru
í uppreisn við ríkjandi gildi í þjóðfélaginu láta
oft mest til sín heyra. Foreldrasáttmálinn er
kjörið mótvægi við þær raddir. Okkar reynsla
hjá Heimili og skóla er sú að úti í þjóðfélaginu
er stærsti hluti foreldra fylgjandi því að
halda vel utan um börnin sín, veita þeim
væntumþykju og sýna þeim virðingu. Með
því að skapa umræðuvettvang fyrir foreldra
til að ræða mikilvæg uppeldisleg atriði
aukast líkur á viðhorfsbreytingu og minnkuðu
umburðarlyndi foreldra sem og samfélagsins
í heild gagnvart neikvæðum lífsstíl barna.
Við teljum að ein árangursríkasta leið sem við
höfum til að vekja vitund foreldra um hættur
sem kunna að steðja að börnum þeirra, sé
að fá þá til að hittast og ræða málin yfir
verkefni sem krefst virkrar þátttöku þeirra
eins og Foreldrasáttmálinn gerir.
Óskastaðan að kennarar veiti leiðsögn
Líklega er þáttur foreldra í forvörnum
vanmetinn og við viljum sjá meiri fjármunum
veitt til fræðslu foreldra þannig að þeir
geti síðan frætt sín börn og verið þeim
góð fyrirmynd. Bestu leið til að ná til
forelda teljum við fundi þar sem foreldrar
barna á svipuðum aldri hittast og skiptast
á skoðunum. Jafnframt teljum við að
auka þurfi vitund foreldra um mikilvægi
foreldrasamstarfs í skólum og samstarfs
kennara og foreldra. Óskastaðan er að
skólastjórnendur og kennarar hafi forgöngu
um að veita foreldrum uppeldislega leiðsögn
og hjálpi til við að mynda vettvang innan
skólans þar sem foreldrar geta komið saman
til að ræða um uppeldi og velferð barna.
Það er mikill stuðningur við starf kennara
ef foreldrar eru í sambandi; fylgjast með,
styðja við nám og félagslíf barna sinna, gæta
þess að þau komu úthvíld í skólann, sinni
heimanámi og taki þátt í bekkjarstarfinu.
Ein leið til samstarfs er Foreldrasáttmálinn.
Helga Margrét Guðmundsdóttir
Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla –
landssamtökum foreldra
Á vefnum heimiliogskoli.is eru leiðbeiningar og ítarefni fyrir foreldra um
Foreldrasátt málann auk veggspjalda. Efnið er tvískipt eft ir aldri barna.
Foreldrasáttmálinn er
árangursrík leið!
FORELDRASÁTTMÁLI
VIÐ FORELDRAR BARNA Í BEKK/HÓP (SKÓLI) SAMÞYKKJUM
AÐ VERA VIRKIR ÞÁTTTAKENDUR Í SKÓLAGÖNGU BARNA OKKAR OG VIRÐA EFTIRFARANDI VIÐMIÐ
1
7
3
9
5
11
2
8
4
10
6
NAFN FORELDRIS:
Standa við lögboðinn útivistartíma og huga að
svefnþörf barnsins.
Stuðla að góðum bekkjaranda meðal annars með
þátttöku í bekkjarstarfi og gæta jafnræðis til dæmis
vegna afmælisboða.
Vera vakandi yfir einelti og láta skóla og/eða foreldra
vita ef við teljum barn geranda eða þolanda eineltis.
Kenna barninu umburðarlyndi þannig að það skilji
að við erum öll ólík og eigum fullan rétt á því.
Taka þátt í skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi
barnsins og leggja okkar af mörkum til
foreldrastarfs.
Gæta þess að á heimilinu hafi börn aðeins aðgang
að kvikmyndum, tölvuleikjum og efni á Netinu sem
hæfir aldri þeirra og þroska.
Kynnast vinum og skólafélögum barnsins okkar og
hafa samráð við foreldra þeirra.
Annað.
Ræða við barnið okkar um námið og skóladaginn og
veita því stuðning og góða aðstöðu til heimanáms.
Fræða barnið um notkun á nýrri tækni svo sem
farsímum, SMS, MSN og Netinu og setja reglur um
notkun.
Byggja upp sjálfstraust og sjálfsvirðingu hjá
barninu og kenna því að sýna öðrum börnum og
starfsfólki skólans tillitssemi og virðingu.
Foreldrasáttmálinn höfðar til samábyrgðar foreldra í
bekknum um uppeldið, til dæmis hvað varðar einelti,
útivist, eftirlitslaus partí og reglur um notkun á tækni
eins og tölvuleikjum, aðgengi að netinu og farsímum.