Skólavarðan - 01.10.2008, Síða 20

Skólavarðan - 01.10.2008, Síða 20
20 KjARAMÁL SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 8. ÁRG. 2008 Í þessum pistli verður fjallað um matartíma. Margt í kjarasamningi grunnskólakennara hefur verið óbreytt lengi en þó er spurt reglulega um matartímamálin. Í nýgerðum kjarasamningi grunnskólakennara kom inn ný grein um þá kennara sem taka að sér að matast með nemendum. Nýi kjarasamningurinn verður ekki prentaður að þessu sinni, enda með stuttan gildistíma, en hægt er að nálgast hann í tölvutæku formi á vef KÍ/FG. Matar- og kaffitímar Samkvæmt vinnutímaákvæðum kjarasamn- ingsins á starfsmaður rétt á a.m.k. fimmtán mínútna hléi ef daglegur vinnutími hans er lengri en sex klukkustundir. Kaffi- og matarhlé teljast þess konar hlé. Í kjara- samningi segir einnig að kennari skuli hafa samfellt þrjátíu mínútna matarhlé á tímabilinu 11.30-13.30 sem teljist ekki til vinnutíma. Ef matartíminn á að vera utan þess tíma verður kennarinn að samþykkja það, enda um einstaklingsbundinn rétt að ræða. Heimilt er að lengja, stytta eða fella niður matartíma og þá með samkomulagi skólastjóra og þeirra kennara sem í hlut eiga. Ef kennari samþykkir sjálfur að hafa lengri matartíma en þrjátíu mínútur lengist vinnutíminn sem því nemur, en ef kennara er skylt að taka lengri matartíma þá er umfram tíminn tekinn af 9,14 klst. verkstjórnartímanum. Kaffitímar skulu á venjulegum vinnudegi vera tuttugu mín- útur fyrir hádegi og fimmtán mínútur eftir hádegi (þ.e. fyrir þá sem kenna a.m.k. þrjár heilar kennslustundir eftir kl. 13). Ef kennari nær ekki að taka þá kaffitíma sem hann á rétt á, styttist vinnutíminn sem því nemur. Kennsla í matartíma – kennsluskylda og kennsluyfirvinna Ef því verður ekki við komið að veita starfs- manni fullan matartíma, sbr. gr. 2.3.8 í kjarasamningi, ber að greiða kennslu sem fram fer í matartíma þannig að á hverja kennslustund í kennsluskyldu komi yfirvinnuálag á þann tíma sem á skortir, að matartími kennarans sé þrjátíu mín- útur. Kennari sem nær t.d. eingöngu tutt- ugu mínútum í matartíma fær greiddar tuttugu mínútur með yfirvinnukaupi (eða yfirvinnuálagi hjá þeim sem eru í hluta- starfi). Ef kennari kennir hins vegar um- fram kennsluskyldu (kennsluyfirvinna) sam- kvæmt stundatöflu fellur þessi greiðsla niður, sbr. gr. 2.3.6 í kjarasamningi en þar er skilgreining á því hvernig beri að telja fastar kennsluyfirvinnustundir og þar kemur fram að fyrir hverja kennslustund í yfirvinnu á stundatöflu selur kennari rétt sinn til eins matarhlés. Þetta þýðir að sá sem kennir fimm kennslustundir umfram kennsluskyldu samkvæmt stundatöflu hefur þar með selt rétt sinn til matarhlés enda getur kennarinn valið hvort hann tekur að sér þessa kennslu- yfirvinnu eða ekki. Sá sem hins vegar hefur engar kennslustundir umfram kennsluskyldu samkvæmt stundatöflu fær greitt sbr. gr. 2.3.8. eins og áður sagði. Matast með nemendum Í nýgerðum kjarasamningi kemur inn ný grein 3.4.6 sem hljóðar svo: „Þeir kennarar sem gert er skylt að matast með nemendum samhliða gæslu og aðstoðarstörfum eru undanþegnir greiðsluskyldu fyrir þær mál- tíðir.“ Kennarinn fær því ekki einungis greitt fyrir að vera með nemendum þennan tíma heldur á hann líka rétt á fríu fæði. Mötuneyti og fæðispeningar Starfsfólk á að hafa aðgang að matstofu, eftir því sem við verður komið. Matstofa sbr. gr. 3.4.1. telst sá staður þar sem hægt er að bera fram heitan eða kaldan mat, aðfluttan eða eldaðan á staðnum, og greiði starfsmenn efnisverð matarins en annar rekstrarkostnaður greiðist af vinnuveitanda. Ef skólinn kaupir mat af öðrum skal greiða fyrir hann sbr. gr. 3.4.3. og tekur sú upphæð sem þar er nefnd breytingum 1. ágúst ár hvert. Þar sem ekki er mötuneyti skal reynt að tryggja aðgang að nærliggjandi mötuneyti eða flutningur matarins auðveldaður fyrir þá sem í hlut eiga. Þeir sem ekki njóta mataraðstöðu en matast í skólanum eiga rétt á fæðispeningum sbr. gr. 3.4.1. og breytist upphæð fæðispeninga á þriggja mánaða fresti í samræmi við breytingu matvöruliðar í vísitölu neysluverðs. Mig langar í lokin að hvetja ykkur til að senda inn fyrirspurnir um þetta eða önnur atriði í kjara- og réttindamálum, bæði er hægt að senda mér tölvupóst á netfangið ingibjorg@ ki.is og hringja til mín í síma 595 1111. Ingibjörg Úlfarsdóttir Launafulltrúi KÍ Matartímar í grunnskóla Ingibjörg Úlfarsdóttir launafulltrúi KÍ Lj ós m yn d : S te in un n Jó na sd ót ti r

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.