Skólavarðan - 01.10.2008, Side 22

Skólavarðan - 01.10.2008, Side 22
SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 8. ÁRG. 2008 22 VIÐTAL Stefán Andrésson framhaldsskólakennari og áfangastjóri undanfarin tuttugu og níu ár hefur fylgst með og tekið þátt í kjarabaráttu kennara frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Hann er vinnusamur með eindæm- um eins og títt er um kennara og þegar Hildur dóttir hans, sem nú er fullvaxta, var þriggja ára gömul sagði hún gestkomandi í óspurðum fréttum: „Veistu, pabbi minn er heima!“ Stefán er nánar tiltekið eiginmaður Þórunn- ar Andrésdóttur sérkennara, þriggja barna faðir og eins barns afi, annar tveggja áfanga- stjóra við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, tungumálakennari, flugáhugamaður og sundmaður góður. „Aðaldellan mín er samt skólinn“, segir Stefán brosandi. Hann segir margt hafa misfarist í tengslum við kjaramál kennara um langt árabil en með stofnanasamningum hafi þó að minnsta kosti opnast möguleikar á að gera vel við þá kennara sem standa sig vel. „Það var til skamms tíma grínast með að það væru þrjár ástæður fyrir því að vera kennari“, segir Stefán: „Júní, júlí og ágúst. En þetta hefur mikið breyst,“ bætir hann við, „sérstaklega hjá grunnskólakennurum.“ Blaðamaður stenst ekki mátið að skjóta því hér inn að leikskólakennarar og tónlistarskólakennarar eru líka í KÍ – þetta er nefnilega nokkuð sem ekki allir félagsmenn vita – þótt Stefán sé ekki í þeirra hópi enda maður sem tekur þátt og fylgist vel með stéttarfélagsmálum og því sem fram fer á þeim vettvangi. Þegar Stefán hóf sinn kennsluferil, í Iðnskólanum í Reykjavík haustið 1976, var í burðarliðnum stéttarfélag kennara í fram- haldsskólum sem fékk nafnið Hið íslenska kennarafélag. Nýtt Kennarasamband Ís- lands (hið eldra samanstóð af grunnskóla- kennurum) var ekki stofnað fyrr en árið 1999 og á sama tíma var HÍK lagt niður, en Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum stofnað á grunni þess. Rétt eins og KÍ var til í gamalli og nýrri útgáfu, svo var og um HÍK. Hið íslenzka kennarafjelag var stofnað árið 1897 og starfaði til ársins 1919, þá liðu sextíu ár uns Hið íslenska kennarafélag var stofnað 1979. Framhaldsskólakennarar ganga út Enn liðu tuttugu ár fram að fyrrgreindri stofnun nýs Kennarasambands en hins vegar hafði verið reynt að sameina kennar- afélög í landinu áður, vel að merkja 1985, sem var viðburðaríkt ár í sögu framhaldsskólakennara. „Það var árið þegar við hættum störfum og gengum út vegna óánægju með launakjör“, segir Stefán. Ástandið var grafalvarlegt og þetta sagði Hjörleifur Guttormsson meðal annars 14. mars 1985 í umræðu utan dagskrár: „ Það hefur ríkt látlaus ófriður að heita má á vinnumarkaði undanfarna sex mánuði eftir mikið langlundargeð samtaka launafólks gagnvart kjararáni ríkisstjórnarinnar. Allir muna eftir margra vikna verkfalli opinberra starfsmanna s.l. haust … nú blasa við fjöldauppsagnir kennara . Ég rifja það upp hér að á þingum kennarasambandanna, Hins íslenska kennarafélags og Kennarasam- bands Íslands, í júní s.l. var ákveðið að kanna þá nauðvarnaraðgerð, til þess að fá sanngjarna leiðréttingu á kjörum kennara, að þeir sameinuðust um fjöldauppsagnir.“ Hjörleifur heldur áfram að reifa söguna en niðurstaðan varð sú að grunnskólakenn- arar ákváðu að leggja ekki fram uppsagnir en biðu átekta. Framhaldsskólakennarar ákváðu að halda uppsögnum til streitu eftir að ríkisstjórnin hafði vísað kjaradeilu við þá til Kjaradóms og reynt á ýmsa lund að fá þá til að hætta við. Hjörleifur segir: „Sem aðili að BHM hafa framhaldsskólakennarar eðlilega viljað fella sína baráttu að hinni almennu baráttu Bandalags háskólamanna í þjónustu ríkisins fyrir leiðréttingu kjara svo sem lög kveða á um, þ.e. að tekið sé fullt tillit til hliðstæðra starfa á hinum almenna vinnumarkaði, en auk þess liggja fyrir hinar sérstöku ástæður kennara sem gilda ekki síður fyrir kennara á framhaldsskólastigi en í grunnskólunum.“ HÍK sendi svo frá sér fundarsamþykkt þann 13. mars 1985 þar sem sagði meðal annars: „Þeir fjölmörgu kennarar sem lagt hafa niður vinnu hafa að sjálfsögðu gert það vegna þess að þeir una ekki lengur síendurteknu óréttlæti við ákvörðun launa þeim til handa, hvort sem það hefur verið gert fyrir tilstilli samninganefndar ríkisins eða dáðleysi Kjaradóms. Það liggur því í augum uppi að eina leið stjórnvalda til að fá kennara aftur til starfa er að gera við þá viðunandi samninga á grundvelli þeirra gagna sem Hagstofan hefur aflað fyrir samanburðarnefnd ríkisins og BHM og á grundvelli skýrslu endurmatsnefndar menntamálaráðherra.“ Götunarþjónusta Þorgerðar Stefán Andrésson var einn þeirra fram- haldsskólakennara sem gengu út 1985 og fengu sér annað starf, hann réð sig til Reiknistofnunar Háskóla Íslands. „Ég þurfti vinnu“, segir Stefán, „en þetta var ekki mjög skemmtilegt enda lítið um mannleg samskipti. Ég man að við fórum með valblöð nemenda til Götunarþjónustu Þorgerðar, þar unnu þrjár til fjórar konur við að búa til gataspjöldin sem þá voru notuð. Við fórum svo með spjöldin og biðum eftir því að komast í tölvurnar, sem losnuðu ekki fyrr en eftir klukkan fimm síðdegis. Um það leyti sem ég var þarna voru miklar breytinga í aðsigi í tölvumálum - en ég stoppaði stutt við og var kominn aftir í kennslu haustið 1986.“ Stefán var ekki ókunnur Reiknistofnun því hann hafði árum saman unnið að tölvu- væðingu námskerfa eða frá 1977 þegar sú vinna hófst og fram undir það að hann gekk út úr FB í rúmt ár um miðjan áttunda áratuginn. „Við hittumst í RHÍ til að búa til stundatöflur og slást um að komast í tölvur,“ segir Stefán, sem hélt ótrauður áfram í tölvumálunum. Hann tók síðar þátt í vinnu við töflugerðarkerfið „Eddu“ sem var m.a. grunnurinn að töflugerðarkerfinu Innu sem flestir framhaldsskólar hafa tekið í notkun. Um leið og við finnum ástæðuna þá getum við hætt í sandkassaleik Stefán Andrésson: Árið 1985: Sem aðili að BHM hafa framhaldsskólakennarar eðlilega viljað fella sína baráttu að hinni almennu baráttu Bandalags háskólamanna í þjónustu ríkisins fyrir leiðréttingu kjara. Árið 2008: Hvað hefur breyst?

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.