Skólavarðan - 01.10.2008, Blaðsíða 23
VIÐTAL, LESENdAbRéF
23
Sú skoðun hefur verið útbreidd, í það
minnsta meðal sumra, að prentmiðillinn
sé að víkja fyrir netútgáfum. Hins vegar
breytist heimsmynd okkar hratt samanber
atburði síðustu vikna. Við slík tímamót
staldra margir við og taka sér meiri tíma
til lestrar. Það er nefnilega þannig að einn
jákvæðra fylgifiska þrenginga í efnahagslífi
birtist okkur í aukinni aðsókn á bókasöfn
og aðra ódýra afþreyingu. Skoðanir þeirra
sem telja að hið prentaða mál muni lifa af
njóta því sífellt meiri hylli. Í ljósi þess er
það mikil auðlegð fyrir okkar þjóð að eiga
fagtímarit á borð við Skólavörðuna á sviði
uppeldisvísinda. Blað þetta þarf því að efla
og senda heim til allra félagsmanna í KÍ
enda mikilvægt fyrir fagvitund og stolt okkar
stéttar að eiga málgagn sem berst okkur
reglulega í gegnum póstlúguna. Við skulum
vera minnug hins fornkveðna að bókvitið
verður ekki í askana látið og að blindur er
bóklaus maður o.s.frv. Þessi sjónarmið eiga
sennilega aldrei betur við en nú á tímum sem
einkennast af ákveðnu óöryggi og uppgjöri.
Með kveðju, Guðjón Ragnar Jónasson grunn- og
framhaldskólakennari M.Paed., MA.
Hefur eitthvað breyst?
Árið sem Stefán hætti hjá RHÍ setti stofnunin
upp til reynslu upphringisamband við hinn
evrópska hluta BITNET (European Academic
Research Network - EARN) og OSI tilraunanet
við samband og X.400 tölvupóstsamband.
Þrátt fyrir sívaxandi samband í þessum geira
virtust kennarar og samningsaðilar þeirra
lítt nálgast. Hvernig er það Stefán, hefur
ekkert breyst? Eru laun enn borin saman við
laun viðmiðunarhópa í BHM og niðurstaðan
kennurum í óhag?
„Já, það má segja það,“ svarar Stefán. „En
þó ekki. Við erum enn að kljást við þennan
eilífa samanburð við aðra hópa en stofnana-
samningarnir gefa tilefni til svolítillar
bjartsýni ef rétt er haldið á spöðunum. Málið
er,“ heldur Stefán áfram, „að þessi ofboð-
slegi samanburður milli hópa skemmir fyrir
okkur þegar upp er staðið. Það er flókið að
koma af stað vinnu fyrir eina stétt, þegar
ljósmæður fengu hækkun eða öllu heldur
leiðréttingu sem þær þurftu nauðsynlega
að fá þá breyttu læknar sinni kröfugerð,
svo sigla aðrir í kjölfarið og svona gengur
þetta. Enginn vill að annar sé hærri en hann
sjálfur, það er alið á öfund og enginn kemst
spönn frá rassi. Það er beinlínis óþolandi að
ljósmæður geti til dæmis ekki unnið í friði
að viðurkenningu á forsendum sins langa
náms, viðurkenningu sem aðrir eru þá jafnvel
búnir að fá, án þess að allt fari í uppnám.
Það þvældist fyrir okkur í sumar að það var
alltaf verið að tala um „hina“, segir Stefán
með áherslu.
Hvað er til ráða?
Stefán er maður skynsemi og reynslu-
þekkingar, hann hefur hvorki einfalda lausn á
því hversu illa gengur í kjarabaráttu kennara
né trú á að slík lausn fyrirfinnist. Hann
lumar þó á mörgum hugmyndum. „Ég er
hreint ekki að mæla ofurlaunum bót, engan
veginn“, segir Stefán. „En ég er heldur ekki
sósjalisti sem vill allt flatt. Það verður að
vera hægt að gera vel við þá sem standa sig
vel. Einmitt núna má reyndar vænta þess að
þær séu fáar matarholurnar sem hægt er
að ná í eitthvað úr. En við þurfum að halda
áfram að vinna í málunum, jafnt og þétt.
Við þurfum að rannsaka kerfisbundið hvers
vegna það dregur alltaf í sundur með okkur
og BHM þegar líður á kjarasamningstímann.
Þetta er að mínu mati númer eitt, tvö og
þrjú núna. Um leið og við finnum ástæðuna
þá getum við hætt í þessum sandkassaleik,
brett upp ermar og drifið í að færa hlutina
í samt lag.
Við þurfum líka að koma þeim skilaboðum
áleiðis að kennarastarfið sé miklu meira en
að kenna í fjörutíu mínútur í senn og við
verðum þá líka sjálf að vera tilbúin til að
breyta einhverju ef með þarf. Það dettur
engum heilvita manni í huga að spyrja
fréttamenn sjónvarps hvort þeir vinni bara
í klukkustund á dag. En kynningarherferðir
okkar hafa ekki verið nógu góðar. Við þurfum
að tala í samræmi við samtímann, hafa
myndrænar kynningar og minni texta. Að
mínu mati væri ef til vill farsælast fyrir okkur
að vinna bara „venjulegan vinnutíma“ í stað
þessarar stöðugu yfirvinnu yfir veturinn – og
losna þá við að vera í eilífri vörn um leið og
við gegnum flóknum erfiðum og mikilvægum
störfum.
Svo þurfum við að breyta því hvernig
framhaldsskólum eru úthlutaðir peningar í
samræmi við reiknilíkan. Það er allt of lítið
fjármagn sem berst skólunum og aldrei
nokkurn tímann hægt að gera það sem
reiknilíkanið segir til um. Aðrar stofnanir,
svo sem Landspítalinn, virðast geta farið í
kringum þetta og keyrt á yfirdrættinum en
kannski eru skólameistararnir okkar bara
svona trúgjarnir og kennarar hlýðnir, trúa því
sem þeim er sagt – að það sé ekki heimild
fyrir meiru og gjöriði svo vel!
Það er nú þannig að ef fólk er spurt hvort
því finnist kennarar fá umbun í samræmi
við ábyrgð er svarið yfirleitt nei en um
leið og minnst er á hærri laun fer grátkór
í gang. Margar breytingar hafa orðið til
þess að valda meira álagi í kennarastarfi
en áður var og í grunnskólum sérstaklega
þurfa kennarar að vera félagsráðgjafar
og gegna ýmsum fleiri hlutverkum utan
kennarastarfsins. Auk þess varð allt erfiðara
eftir að getuskiptingu lauk með nýjum, og
reyndar miklu betri, grunnskólalögum. Við
finnum líka fyrir fjölgun hlutverka og aukinni
ábyrgð í framhaldsskólanum. En ég ítreka:
Vinnum þetta með kerfisbundnum hætti.
Verum tilbúin að mæta breytingum. Með
opnu hugarfari og gagnrýnum, skipulögðum
vinnubrögðum getum við bætt kjör okkar í
samræmi við það sem við eigum skilið.“
keg
Bréf frá lesanda
Algjör prins
„Hann Stebbi er algjör prins,
góður og skemmtilegur félagi með
fallegt blik í auga,“ segir Anna M.
Gunnarsdóttir samkennari Stefáns.
„Ein af mínum betri minningum
sem tengjast FB er á þriggja manna
tali við hann og annan kennara síð-
degispart í Edinborg. Stebbi hefur
mikinn áhuga á skólamálum, er vel
lesinn og mjög faglegur. Hann getur
unnið endalaust og hættir ekki fyrr en
allt er klárt. Hann reynir að koma til
móts við óskir samstarfsmanna sinna
en gætir þess samt að það bitni ekki
á nemendum, til dæmis í töflu- og
próftöflugerð. Hann er líka ófeiminn
að láta samstarfsfólkið heyra það ef
það á eftir að skila inn fjarvistum eða
skrá einkunnir. Hann er búinn að vinna
lengi í FB og er þar öllum hnútum
gerkunnugur, þekkir alla fyrrverandi
nemendur með nöfnum og oftar en
ekki kennitölum líka. FB væri verri
skóli án Stefáns Andréssonar.“
Enginn vill að annar sé hærri en hann
sjálfur, það er alið á öfund og enginn
kemst spönn frá rassi.
Blað þetta þarf því að efla og senda heim
til allra félagsmanna í KÍ enda mikilvægt
fyrir fagvitund og stolt okkar stéttar að
eiga málgagn sem berst okkur reglulega í
gegnum póstlúguna.
Lj
ós
m
yn
d
f
rá
h
öf
u
n
d
i