Skólavarðan - 01.10.2008, Qupperneq 28

Skólavarðan - 01.10.2008, Qupperneq 28
28 FRéTTIR OG TILKYNNINGAR SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 8. ÁRG. 2008 Auður Hannesdóttir númer tvö þúsund! Í vor útskrifuðust um eitt hundrað nýir leikskólakennarar úr Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands. Félag leikskólakennara hélt í þá hefð að taka á móti nýliðunum á Akureyri í vor og hér í Kennarahúsinu þann 29. október sl. Tækifærið var notað til þess að halda upp á það að félagar í Félagi leik- skólakennara eru komnir yfir tvö þúsund. Auður Hannesdóttir er félagi nr. 2000 en hún forfallaðist og komst því miður ekki í móttökuna. Á myndinni má sjá skólasystur hennar taka við heiðursblómvendi fyrir hennar hönd í hófinu. 1.desember 2008 – ráðstefna á fullveldisdaginn Tilkynning frá Félagi leikskólakennara og RannUng Stjórn Félags leikskólakennara ákvað á fundi þann 6. ágúst síðastliðinn að leita til RannUng um samstarf við að halda ráðstefnu áður en árið 2008 líður hjá. Tilefnin eru mörg, svo sem ný lög um leikskóla og um menntun og ráðningu kennara og skóla- stjórnenda. Sextíu ár eru liðin síðan fyrstu leikskólakennararnir útskrifuðust, tuttugu ár síðan núverandi stéttafélag var stofnað og Rannsóknarsjóður er fimmtán ára. Það er því ærin ástæða til þess að staldra við og skoða hvar við erum stödd og hvernig við viljum halda áfram, stéttinni og leikskólanum til heilla. Skipuð hefur verið undirbúningsnefnd og í henni sitja fyrir hönd Félags leikskóla- kennara Ingibjörg Kristleifsdóttir, Ólöf Helga Pálmadóttir og Sesselja Hauksdóttir og frá RannUng þær Sigríður Sturludóttir og Kristín Karlsdóttir. Nefndin hefur ákveðið að blása til ráðstefnu þann 1. desember nk. í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ í Stakka- hlíð. Einhugur er um að bjóða upp á vand- aða og ögrandi fyrirlestra sem blása okkur metnaði í brjóst og koma á framfæri því nýjasta sem er að gerast í rannsóknum á menntun ungra barna með tilliti til hlut- verks og fagmennsku kennarans. Fyrirlesarar verða Arna H. Jónsdóttir, Jón Torfi Jónasson, Guðrún Alda Harðardóttir, Kristín Karlsdóttir og Þórdís Þórðardóttir. Skráning fer fram á wp.khi.is/rannung Takið frá 1. desember 2008! Kærar kveðjur, nefndin. Breyting á úthlutun styrkja úr sjóð Samstarfsnefndar um endurmenntunar framhaldsskólakennara Breyting hefur verið gerð í tengslum við úthlutun styrkja úr sjóðnum.Umsóknarfrestur er nú tvisvar á ári og fjallað verður um umsóknir óháð tímasetningu námskeiða. Umsóknarfrestur rennur út 30. apríl og 31.október. Berist umsókn of seint verður hún tekin fyrir við næstu úthlutun á eftir (þó er miðað við að ekki séu liðnir fleiri en sex til tólf mánuðir frá því að námskeið var sótt eða haldið). Nánari upplýsingar um reglur vegna úthlutunar og eyðublöð eru á vef Endurmennt- unar HÍ, www.endurmenntun.hi.is Auglýsing frá menntamálaráðuneyti: Styrkir úr þróunarsjóði námsgagna Menntamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði námsgagna Hlutverk þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla. Þróunarsjóður námsgagna starfar samkvæmt lögum um námsgögn nr. 71/2007 og reglugerð um sjóðinn nr. 1268/2007. Umsóknarfrestur er til 24. nóvember 2008. Vakin er sérstök athygli á að umsóknir um styrki skulu vera á rafrænu formi. Sækja þarf um aðgang að umsóknavef ráðuneytisins, umsoknir.menntamalaraduneyti.is/. Aðgangur er gefinn á kennitölu og er lykilorð sent til viðkomandi á netfang sem gefið er upp við nýskráningu. Slæm fjárhagsstaða Sjúkrasjóðs KÍ Þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir í rekstri Sjúkrasjóðs á árinu eru úthlutanir úr sjóðnum ennþá umfram tekjur og er því óhjákvæmilegt að þrengja reglur sjóðsins enn meira en gert var í upphafi árs. Frá og með 1. janúar 2009 verða styrkir vegna tannlæknakostnaðar felldir niður. Umsóknir vegna tannlæknakostnaðar sem berast eftir 1. janúar 2009 verða ekki afgreiddir. Dagsetning á póststimpli gildir. að marka spor Skráning fer fram á heimasíðu RannUng http://wp.khi.is/rannung Ráðstefna Félags leikskólakennara og RannUng þann 1. desember 2008 Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru:

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.