Skólavarðan - 01.10.2008, Qupperneq 29

Skólavarðan - 01.10.2008, Qupperneq 29
MAT Á SKóLASTARFI SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 8. ÁRG. 2008 29 Í nýjum lögum um leikskóla nr. 90/2008 er kveðið á um mat og eftirlit með gæðum leikskólastarfs. Þar kemur fram að leikskólar eigi að meta kerfisbundið árangur og gæði skólastarfsins með þátttöku starfsfólks, foreldra og barna. Ekki er annað að sjá en leikskólum sé í sjálfsvald sett hvernig þeir skipuleggja og þróa sitt innra mat en þeim er samkvæmt 18. grein laganna gert að birta opinberlega upplýsingar um það, tengsl þess við skólanámskrá og áætlanir um umbætur. Þetta ákvæði um mat er nýjung í lögum um leikskóla því að í eldri lögunum frá 1994 var einungis lítillega minnst á mat á leikskólastarfi en vísað í reglugerð sem kom út ári seinna. Í henni var talað um að sérhver leikskóli ætti að móta aðferðir til að meta uppeldisstarf og gera grein fyrir matinu í ársskýrslu. Í gildandi aðalnámskrá leikskóla frá 1999 er sérstakur kafli um mat og eftirlit á leikskólastarfi og er hann í takt við nýju lögin. Mat á skólastarfi er því ekkert nýtt fyrir þá sem starfa í leikskólum. Flestir ef ekki allir leikskólar hafa stundað mat á ýmsum þáttum í starfi sínu. Má þar nefna daglega skráningu á vali og hóptímum barna, ljós- myndir, þroskapróf, ferilmöppur og foreldra- viðtöl svo að eitthvað sé nefnt. Á síðari árum hafa margir leikskólar og/eða sveitarfélög einnig gert kannanir á viðhorfum foreldra og meðal annars nýtt sér Ecers-kvarðann til að meta umhverfi og starf skólans. Ýmislegt hefur því verið gert í innra mati í leikskólum landsins. Erfitt er þó að segja til um hvar leikskólarnir eru nákvæmlega staddir í þessum efnum því menntamálaráðuneytið hefur ekki tekið út sjálfsmatsaðferðir þeirra líkt og gert er með grunn- og framhalds- skóla. Ljóst er að í nýrri menntastefnu og nýjum lögum er áhersla á mat í leikskólum landsins stóraukin. Einnig er ábyrgð og eftirlit að miklu leyti flutt yfir á sveitarfélögin, það er að segja nær skólunum sjálfum. Leikskólarnir eiga að framkvæma innra mat, sveitarfélögin eiga að fylgjast með að það sé gert auk þess sem þau eiga að sinna ytra mati. Við sem þetta ritum sjáum í þessum breytingum tækifæri til að efla sjálfsmat í leikskólum og tilgangur þessarar greinar er að minna á gildi innra mats á þessu skólastigi. Hvað er innra mat? Í innra mati aflar starfsfólkið sjálft upp- lýsinga um starfsemi leikskólans, leggur mat á hana og íhugar í framhaldi af því frammistöðu skólans með tilliti til náms barnanna og velferðar þeirra sem þar starfa. Matsferlið lítur svona út: • Ákveða viðfangsefni, forgangsraða þeim og setja fram matsáætlun • Setja fram matsspurningar og viðmið • Gagnaöflun • Greining gagna • Skýrslugerð • Umbótaáætlun • Mat á framvindu og árangri – hringurinn endurtekinn Lykilatriði í mati er að spyrja spurninga sem skipta máli fyrir leikskólann og afla gagna til að svara þeim. Greiningin felst síðan í að rýna í gögnin og skoða hvað vel er gert og hvað megi betur fara og á þeim grunni er umbótastarf skipulagt. Starfsfólk leikskólans þarf að velta fyrir sér markmiðum með skólastarfinu, út frá hvaða viðmiðum eigi að meta og hvaða merkingu það hefur í þeirra huga að þjóna nemendum vel. Innra mat byggist á þeim rökum að þeir sem starfa við leikskólann séu best til þess fallnir að meta og bæta skólastarfið þar sem þeir hafa bestu þekkinguna á starfinu. Virk þátttaka allra í leikskólanum í skipu- lagningu og framkvæmd matsins er mjög mikilvæg því ef starfsfólkið upplifir að matið sé sameiginlegt framtak er það líklegra til að viðurkenna gildi þess. Um leið minnkar hættan á að einhverjum finnist matið beinast gegn sér. Af hverju er innra mat mikilvægt? Mikilvægi innra mats er hægt að rökstyðja á fjölmargan hátt. Það gefur vísbendingar um hvort einhverju þurfi að breyta í skólastarfinu til þess að ná þeim árangri sem leikskólinn stefnir að. Með því er unnt að greina styrkleika og veikleika í starfinu og sú vitneskja er höfð að leiðarljósi við að skilgreina forgangs verkefni og koma á umbótum. Í aðalnámskrá leikskóla frá 1999 er tekið fram að stuðlað skuli að þróunar- og tilrauna starfi í leikskólum með það að markmiði að ýta undir endurbætur og nýbreytni í leikskólastarfi. Stöðugt og kerfis- bundið endurmat er forsenda þróunar- starfs í skólum. Mat getur verið undanfari þróunarverkefna ef það hefur leitt í ljós að umbóta er þörf en það er líka samofið þróunarstarfinu að því leyti að stöðugt þarf að meta hvort starfið skili þeim árangri sem stefnt er að. Ef dæma á afrakstur verkefnis verður að safna viðeigandi upplýsingum sem tengjast markmiðum þess, greina þær og kynna fyrir þeim sem eiga hlut að máli. Innra mat leikskóla Ný leikskólalög – aukin áhersla á mat Þetta ákvæði um mat er nýjung í lögum en mat á skólastarfi er því ekkert nýtt fyrir þá sem starfa í leikskólum. Flestir ef ekki allir leikskólar hafa stundað mat á ýmsum þáttum í starfi sínu. Björk ÓlafsdóttirSigríður Sigurðardóttir

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.