Skólavarðan - 01.10.2008, Side 31

Skólavarðan - 01.10.2008, Side 31
Hlúum vel að þeim sem okkur þykir vænt um Íslendingar standa frammi fyrir vanda sem snertir unga sem aldna. Mikilvægt er að huga sérstaklega að velferð barna og unglinga á þessum tímum. Jafnframt þurfum við öll að hafa í huga að óvönduð umræða getur verið skaðleg heilsunni. Mikilvægt er því að vanda orðaval, bæði heima fyrir og á vinnustað, og láta umræðuna ekki fara úr böndunum. Höfum í huga: Góðar samverustundir barna og fullorðinna skapa öryggi Börnin þurfa að finna að á þau sé hlustað og að þeirra nánustu séu ekki í hættu Halda þarf venjum og festu í lífi barnanna þó að mikið gangi á í samfélaginu Ræða þarf á yfirvegaðan hátt um að fjármálakreppan sé tímabundin og þótt nú blási á móti þá beri framtíðin margt gott í skauti sér. Fullorðnir þurfa að vera góð fyrirmynd fyrir börnin og allir þurfa að leggjast á eitt um að takast á við mótlæti á uppbyggjandi hátt. Í landinu býr heilsuhraust, vel menntuð og dugleg þjóð sem sýnt hefur og sannað að hún getur tekið á vanda þegar þörf krefur. Tökumst á við erfiðleikana með styrkleika okkar að leiðarljósi. Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlitsins Sigurður Guðmundsson landlæknir Þórólfur Þórlindsson forstjóri Lýðheilsustöðvar

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.