Skólavarðan - 01.01.2001, Qupperneq 3
Samtíminn er tími mikillar
gerjunar og þar er kennarastarfið
ekki undanskilið. Kennarar standa
frammi fyrir flóknum spurning-
um sem varða inntak starfsins og
viðhorf samfélagsins til þeirra
sjálfra við breyttar aðstæður á
breyttum tímum. Spurningum á
borð við: Eigum við að ala upp
nemendur okkar, er ekki nóg að
kenna þeim? Hvaða áhrif viljum
við hafa á þróun skólastarfs í landinu og viðhorf til menntunar? Hvað
leggjum við sjálf áherslu á og hvaða leiðir veljum við að því marki?
Orðið kennari er fallegt og hljómmikið orð. Orð sem vekur þakklæti og
virðingu í hugum þeirra sem höfðu góða kennara sem bakhjarla í uppvext-
inum. En einnig orð sem gerir kröfur til handhafa sinna. Að viðhalda og
efla þessa virðingu er samt sem áður ekkert einkaverkefni kennara sem
halda áfram hér eftir sem hingað til að kenna af alúð og umhyggju fyrir
skjólstæðingum sínum. Nei, ábyrgðin á virðingu fyrir kennurum og þeirri
menntun sem þeir veita hvílir jafnt á þeim sjálfum og öðrum landsmönn-
um en ekki síst á ráðamönnum og fjölmiðlum. Það eru því hagsmunir
kennara sem og annarra að fylgjast með athöfnum ráðamanna og fjöl-
miðla og veita þeim aðhald með einörðum og málefnalegum afskiptum.
Í Skólavörðunni verður lagt sitthvað af mörkum í þessa veru, gagnrýnt
það sem slæmt er, því hrósað sem gott er og síðast en ekki síst: Hvatt til
þess á alla lund að rödd kennara sjálfra verði sú stefnumarkandi rödd í
menntamálum á Íslandi sem fólk hlustar eftir.
Skólavarðan, málgagn Kennarasambands Íslands, er alfarið kennara-
megin í tilverunni og þar með nemendamegin eins og kennarar vita
manna best því að hagsmunir þessara hópa fara saman. Aðstandendur
þessa nýja tímarits Kennarasambandsins sem nú lítur dagsins ljós eru allir
félagar KÍ. Hver og einn hefur tækifæri til þess að láta rödd sína heyrast í
blaðinu.
Ritstjórnarstefna Skólavörðunnar
Markmið blaðsins er að vera lifandi, öflugur og lýðræðislegur miðill fé-
lagsmanna Kennarasambandsins þar sem leitast er við að styðja og efla fé-
lagsmenn, starf þeirra og faglegan þroska á alla lund. Í því skyni eru farnar
eftirfarandi leiðir: Blaðið lýtur forsendum almennrar vandaðrar blaða-
mennsku. Ritstjórn tekur ákvarðanir um meginefni blaðsins í umboði
stjórnar en ábyrgðarmaður og ritstjóri bera að öðru leyti ábyrgð á efni
þess að undanskildum aðsendum greinum sem birtar eru undir nafni.
Áhersla er lögð á fjölbreytt efni, fréttir, pistla og lengri greinar um fag-
mál, kjaramál og önnur hagsmunamál í víðu samhengi. Leitast er við að
birta sem flest sjónarhorn, vekja umræðu um allt er viðkemur kennara-
starfi og menntun og hvetja til skoðanaskipta. Blaðið er auk þess miðill
þar sem upplýsingum um Kennarasambandið, aðildarfélög þess og önnur
málefni sem varða hagsmuni félagsmanna er komið á framfæri. Jafnframt
er leitast við að upplýsa um og útskýra breytingar af ýmsum toga sem hafa
áhrif á kjör félagsmanna, svo sem vegna laga og reglugerða, almenns efna-
hags- og atvinnuástands í samfélaginu, ákvarðana sem teknar eru innan
Kennarasambandsins, stjórnskipulegra þátta sem tengjast ríki og sveitarfé-
lögum og fjölþjóðlegra samninga og tilskipana Evrópusambandsins.
Kristín Elfa Guðnadóttir
Skólavarðan janúar 2001
Leiðar i
4
Efni
Greinar
Ekki á færi einnar manneskju að laga 7
Dr. Rosemary Tannock kom hingað til lands í tilefni
af ráðstefnunni Skörun námsvanda við erfiðleika í
hegðun og athygli og önnur geðheilbrigðisvanda-
mál barna sem haldin var í nóvember sl.
Gífurlegar breytingar 8
Í tengslum við viðtalið við dr. Tannock lýsa tveir
kennarar á unglingastigi reynslu sinni af
agastarfi í gegnum árin.
Lífæð samskiptanna 12
Enginn efast um mikilvægi trúnaðarmannakerfisins.
Steinn Ólafsson lýsir reynslu sinni af trúnaðar-
mannsstarfinu og Valgeir Gestsson segir
frá uppbyggingu þess.
Klappað, stigið og stappað 14
Tónmennt í tveim dönskum grunnskólum. Guð-
mundur Óli Sigurgeirsson sótti Dani heim og
kynntist tónmenntastarfi hjá þeim.
Menningarmiðlun sem virkar 16
Garðaskóli er einn þeirra skóla sem hafa verið ötulir
í erlendu samstarfi. Sagt frá þátttöku í Comeniusar-
áætluninni og með fylgja ítarlegar upplýsingar
um Sókratesarstyrki.
Fréttir og smáefni 5,11,14,15,18,19,20,21
Meðal annars sagt frá námstefnu Skólastjórafélags
Íslands (14), Degi íslenskrar tungu í Korpuskóla (19),
og peningum sem gufuðu upp (21).
Fastir liðir
Formannspistill 3
Að þessu sinni skrifar Eiríkur Jónsson en formenn
félaga Kennarasambandsins munu skrifa pistlana
til skiptis.
Kaup og kjör 6,11,20
Hannes Þorsteinsson skrifar um veikindaréttinn og
Helgi E. Helgason um fæðingar- og foreldraorlof (6),
Elna Katrín Jónsdóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir
um samningamálin (11, 20).
Rannsóknir 6
Er skólinn bara fyrir stelpur?
Gestaskrif 13
Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri skrifar um
leiklist og skóla.
Á öndinni 19
Skopsögur úr skólalífinu
Vefanesti 21
Smiðshöggið 22
Á síðustu efnissíðu hvers blaðs munu kennarar taka
sér mús í hönd og skrifa pistil um hvaðeina sem
tengist skólamálum undir heitinu Smiðshöggið. Elín
Vigdís Ólafsdóttir grunnskólakennari ríður á vaðið.
Stefnumarkandi rödd
í menntamálum
Útgefandi: Kennarasamband Íslands
Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir - kristin@ki.is
Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason - helgi@ki.is
Ritstjórn: Auður Árný Stefánsdóttir, Ása H. Ragnarsdóttir,
Eiríkur Jónsson, Helgi E. Helgason, Kristín Elfa Guðnadóttir,
Kristín Stefánsdóttir, Magnús Ingvason, Sigurrós Erlingsdóttir
Hönnun / Umbrot: Penta ehf.
Ljósmyndari: Jón Svavarsson
Teiknari: Ingi
Auglýsingar: Ritstjórn
Prentun: Prentsmiðjan Grafík ehf.
Kristín Elfa (með börnum og dótturdóttur),
Þórhildur Vígdögg, Marteinn Hörður og
Margrét Heiður með Hrafnhildi Diljá.