Skólavarðan - 01.01.2001, Page 4

Skólavarðan - 01.01.2001, Page 4
Skólavarðan janúar 2001 Rannsóknir Staðlaðar hugmyndir um kynjahlutverk setja mark sitt á hegðun í skólastofunni og strákar líta svo á að það sé stelpulegt að sinna náminu vel. Þeir leita fremur til ann- arra stráka en kennarans um hegðunarvið- mið, og eru mun órólegri en stelpur, t.d. fara þeir oftar úr sæti sínu til að fíflast með félögunum. Kennarar bregðast gjarnan við með því að verða pirraðir og þvinga strákana til þátttöku sem hefur öfug áhrif og gerir námslöngun þeirra enn minni en ella. Strákar eiga mun fremur á hættu að vera refsað líkamlega og niðurlægðir í orð- um í skólanum en stelpur. Lestrarfærni þeirra er síðri og fyrir vikið líta þeir á það sem lít- illækkun að lesa upphátt fyrir bekkinn. Hins vegar leiddi rann- sóknin einnig í ljós að strákar geta verið mjög áhugasamir ef efnið höfðar til þeirra. Í einum skóla voru börnin t.d. beðin um að koma með hljóðfæri í skólann og flestir strákanna gerðu það en bara örfáar stelpur. Nemend- urnir voru svo beðnir um að syngja söngva eftir Bob Marley og strákarnir fluttu hvert lagið á fætur öðru með miklum tilþrifum. Vísindi og stærðfræði eiga líka aðgang að strákunum og ef söguþráðurinn er spenn- andi fást þeir til að líta á bókmenntirnar. „Löggjafinn og kennarar geta lært eitt og annað af þessari rannsókn,“ segir Claudia Harvey sem stýrir Unesco-deildinni í Kingston, höfuðborg Jamaíka. „Þegar rætt er um gæði í skólastarfi er alltaf horft til menntunar kennaranna, aðbúnaðar og námsgagna, en sjaldnast til tengsla kennara og nemenda, sem eru ekkert síður mikil- væg. Við verðum að móta félagslegt um- hverfi sem er sanngjarnt fyrir bæði kynin og tekur tillit til tilfinningalegrar og félags- legrar velferðar allra nemenda.“ Jamaíska rannsóknin vekur athygli á mál- efni sem lítt hefur verið til um- ræðu hér á Íslandi sem annars staðar, þ.e. hvernig skólinn kemur til móts við þarfir stráka. Umræðan hefur fremur snúist um þarfir stelpnanna fyrir aukna athygli kennara og hvernig hljóðu góðu stelpurn- ar verða útundan, enda þarft mál að ræða um. Hins vegar er e.t.v. kominn tími til að huga einnig að sérþörfum stráka og þá með tilliti til ýmissa rann- sókna sem unnar hafa verið á því sviði, m.a. lífeðlisfræði- legra. Til dæmis hefur verið bent á að strákar hafa annars konar rýmis- skynjun en stelpur. Þeir þurfa meira rými til að athafna sig, þar sem þeir eiga erfitt með að átta sig á innbyrðis tengslum hluta nema þeir geti dreift þeim og fengið yfir- sýn á þann hátt. keg Er skólinn bara fyrir stelpur? Birgir nefnist ný bók eftir Margréti Þ. Jóelsdóttur. Þar er greint frá frá rann- sókn á tilviki Birgis sem er níu ára ofvirkur og misþroska drengur með sér- staka námsörðugleika. Sjálfsmynd hans varð snemma léleg og hann sýnir alvarlegar hegðunartruflanir og andfélagslega hegðun, einkum utan skólans. Starfs- fólk skortir þekkingu á þörfum Birgis og þeim erfiðleik- um sem við er að etja auk þess sem leiðir til að miðla þeirri þekkingu sem til er reynast ekki nægilega vel. Rannsóknin byggist aðallega á athugun á vettvangi og viðtölum við Birgi, móður hans, starfsfólk skóla og skóladagheimilis. Erfiðleikar Birgis eru skoðaðir í ljósi nýlegra hugmynda og rannsókna á ofvirkni og mis- þroska. Margrét Jóelsdóttir höfundur bókarinnar lauk BA námi í myndlist í Englandi, BA námi í sérkennslufræð- um við KHÍ og námsráðgjöf við Háskóla Íslands.Hún kenndi lengi við Fossvogsskóla og síðar við Dalbrautar- skóla þar sem hún hefur einnig verið ráðgjafi. Bókin er byggð á meistaraprófsverk- efni Margrétar á sérkennslu- sviði við Kennaraháskóla Ís- lands. Bókin er 206 blaðsíður og fæst í helstu bókaverslun- um. Útgefandi er Æskan ehf. „Birgir“ - bók um misþroska dreng Hjá Námsgagnastofnun var gefin út bók á sl. ári um jafnréttismál sem vert er að benda á. Umfjöllunarefni þessarar hand- bókar er jafnrétti í skólastarfi, skyldur skól- ans og ábyrgð í jafnréttismálum. Fjallað er um hvernig skólar setja sér jafnréttisstefnu og sjónum beint að jafnrétti kynjanna í námi og starfi. Í bókinni er m.a. að finna gátlista fyrir kennara, eyðublöð og hug- myndir að verkefnum í kennslu. Höfundar bókarinnar eru Hafsteinn Karlsson og Stef- anía Traustadóttir en Freydís Kristjánsdótt- ir myndskreytti. Bókin er 87 bls. og kostar kr. 2508,- Jafnréttishandbókin Prófin standa skólum til boða án endurgjalds á þessu skólaári og því næsta, en Náms- gagnastofnun annast prentun prófgagna og dreifingu til skóla í samræmi við pantanir. Lesskimunarpróf fyrir fyrsta og annan bekk grunnskóla eru tilbúin til notkunar 5 Kennsluaðferðir og kennslugögn eru ekki sniðin að þörfum stráka, er niðurstaða jamaískrar rannsóknar sem unnin var innan ramma matsins sem fer nú fram víða um lönd í tengslum við „Menntun fyrir alla 2000“ átakið (Education for All 2000, EFA). Í Jamaíku og í öðrum karabískum löndum standa stelpur sig betur en strákar í námi og fara fremur í framhaldsnám. Þetta kemur m.a. fram í 22. tbl. menntafrétta Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (Unesco).

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.