Skólavarðan - 01.01.2001, Blaðsíða 5
Þegar lögin verða að fullu komin til
framkvæmda í ársbyrjun 2003 verður réttur
foreldra til foreldraorlofs níu mánuðir.
Greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi verða
80% af heildarlaunum. Tryggt hefur verið
að opinberir starfsmenn fái í engu lakari
kjör í fæðingarorlofi en samkvæmt áður-
gildandi fyrirkomulagi. Það hefur verið
tryggt með stofnun svonefnds Fjölskyldu-
og styrktarsjóðs sem mun greiða hugsan-
legan mismun á greiðslum til kvenna í fæð-
ingarorlofi samkvæmt nýju lögunum og áð-
urgildandi fyrirkomulagi.
Nokkur þýðingarmikil atriði
í þessari nýju lagasetningu:
• Samkvæmt lögunum á hvort
foreldri sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í
allt að þrjá mánuði vegna fæðingar,
frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt
fóstur. Þessi hluti fæðingarorlofs er ekki
framseljanlegur.
• Foreldrar eiga sameiginlegan rétt á
þremur mánuðum til viðbótar sem annað
foreldrið getur tekið í heild eða foreldrar
skipt með sér með samkomulagi sín í milli.
• Fæðingarorlofssjóður annast greiðslur í
fæðingarorlofi.
• Mánaðarleg greiðsla til starfsmanns í
fæðingarorlofi verður 80% af meðaltali
heildarlauna hans. Er þá miðað við samfellt
tólf mánaða tímabil sem lýkur tveimur
mánuðum áður en fæðingarorlof hefst.
(Samkvæmt gamla kerfinu fengu konur í
fæðingarorlofi greidd full laun í þrjá mán-
uði og dagvinnulaun í aðra þrjá mánuði.)
• Foreldri öðlast rétt til greiðslna úr
sjóðnum eftir að hafa verið samfellt í sex
mánuði á vinnumarkaði.
• Svonefndur Fjölskyldu- og styrktar-
sjóður var stofnaður með samkomulagi
BHM,BSRB og Kennarasambands Íslands
við fjármálaráðherra, Reykjavíkur-borg og
Launamálanefnd sveitarfélaga.
• Sá tími sem starfsmaður er í fæðingar-
orlofi reiknast sem starfstími og vinnur
starfsmaður sér inn rétt til orlofstöku og
lengingar orlofs samkvæmt kjarasamning-
um eins og hann væri í starfi. Sama gildir
um starfsaldurshækkanir, veikindarétt, upp-
sagnarfrest og rétt til atvinnuleysisbóta.
Foreldri greiðir í lífeyrissjóð að lágmarki
4% meðan á fæðingarorlofi stendur en
Fæðingarorlofssjóður greiðir mótframlag
að lágmarki 6%.
• Foreldraorlof er merk nýjung í íslenskri
löggjöf. Samkvæmt hinum nýju lögum á
foreldri rétt á launalausu foreldraorlofi í
allt að þrettán vikur til að annast barn sitt.
Rétturinn til slíks orlofs stofnast við fæð-
ingu barns, ættleiðingu eða töku barns í
varanlegt fóstur. Réttur til foreldraorlofs
fellur niður er barnið nær átta ára aldri.
Heimilt er að taka foreldraorlof í einu lagi
eða skipta því. Tilkynna þarf atvinnurek-
enda með minnst sex vikna fyrirvara að
starfsmaður ætli að nýta sér rétt sinn til for-
eldraorlofs.
BHM, BSRB og Kennarasamband Ís-
lands hafa gefið út kynningarbækling um
fæðingar- og foreldraorlof opinberra starfs-
manna. Bæklinginn er m.a. að finna á
heimasíðu Kennarasambandsins, www.ki.is
Helgi E. Helgason
Skólavarðan janúar 2001
Kaup og k jör
6
Fæðingar- og foreldraorlof
Ný lög um fæðingarorlof og foreldraorlof voru samþykkt á Alþingi vorið 2000.
Ákvæði um foreldraorlof tóku strax gildi en ákvæðin um fæðingarorlof taka gildi 1. janúar 2001.
Í október s.l. var undirritað samkomulag milli KÍ,
BHM og BSRB annars vegar og fjármálaráðherra,
Reykjavíkurborgar og Launanefndar sveitarfélaga hins
vegar um ýmis atriði er varða réttindi starfsmanna í
veikindum og fæðingarorlofi.
Helstu breytingar á veikindarétti eru að í stað þess
að eiga rétt á fullum launum í tiltekinn dagafjölda og
síðan á hálfum fullum launum er nú einungis um að
ræða full laun í veikindum. Veikindarétturinn fer á-
fram eftir starfsaldri og er sem hér segir:
• 0-3 mánuðir í starfi, veikindaréttur í 14 daga
• 3-6 mánuðir í starfi, veikindaréttur í 35 daga
• 6-12 mánuðir í starfi, veikindaréttur í 119 daga
• Eftir 1 ár í starfi, veikindaréttur í 133 daga
• Eftir 7 ár í starfi, veikindaréttur í 175 daga
• Eftir 12 ár í starfi, veikindaréttur í 273 daga
• Eftir 18 ár í starfi, veikindaréttur í 360 daga
• Fyrstu 12 árin getur einnig verið aukinn réttur í allt að 91 dag ef um vinnuslys eða
atvinnusjúkdóm er að ræða.
Talning veikindadaga er áfram á þann veg að skoðaðir eru síðustu 12 mánuðir og
svo lengi sem fjöldi veikindadaga á því tímabili er ekki umfram þann dagafjölda sem
viðkomandi á rétt á, greiðast laun í veikindunum.
Starfsaldur til veikindaréttar er fundinn með því að leggja saman starfsaldur hjá við-
komandi launagreiðanda, hjá stofnunum ríkisins, hjá stofnunum sveitarfélaga og
einnig sjálfseignarstofnunum sem kostaðar eru að meirihluta af almannafé. Á þessu er
þó undantekning á fyrstu 3 mánuðum ráðningar en þá er einungis talinn fyrri starfs-
aldur sem er samfelldur í a.m.k. 1 ár.
Kennarar fá greidd laun samkvæmt þeirri stundaskrá sem í gildi er eða síðast gilti
miðað við upphaf veikinda hans.
Veikindatími kennara í fæðingarorlofi telst ekki til veikindaforfalla og á hann því ekki
rétt til veikindalauna eða lengingar fæðingarorlofs nema ef um er að ræða alvarleg
veikindi í tengslum við fæðingu enda sé móðirin ófær um að annast barnið vegna
veikinda.
Foreldri á rétt á að vera frá vinnu í 10 vinnudaga á hverju almanaksári vegna veik-
inda barna sinna undir 13 ára aldri.
Hannes Þorsteinsson
launafulltrúi FG
Veikindarétturinn