Skólavarðan - 01.01.2001, Side 10
Trúnaðarmannastarfið er
vanmetið en mikilvægt og
samskipti Kennarasambands-
ins og félagsmanna fara að
miklu leyti í gegnum þá menn
sem gegna þessu lykilhlutverki.
Það er þó ekki algjörlega án
umbunar að mati Steins Ólafs-
sonar trúnaðarmanns í Álfta-
mýrarskóla.
Hann hefur kennt óslitið frá
1973 utan einn vetur en þá lærði
hann trésmíði. Hann kennir
stærðfræði, eðlisfræði og bókhald
í unglingadeild Álftamýrarskóla
en eins og margir kennarar drýg-
ir hann tekjurnar með aukavinnu.
„Maður er svo nautnafrekur á
mammon,“ segir Steinn og hlær.
„Kennslan dugar ekki til.“
Steinn er búinn að vera í
þrettán ár í trúnaðarmennsku og
er alltaf á leiðinni að láta gott
heita, en það er hægara sagt en
gert. „Kennarar hafa ekki verið
tilbúnir til að taka við, þeir telja
sig ekki hafa þekkingu til þess og
svo er þetta líka ólaunað og oft
tímafrekt,“ segir Steinn. „Trún-
aðarráð Kennarafélags Reykja-
víkur fundar u.þ.b. sex sinnum á
ári og auk þess sitja trúnaðar-
menn eitt tveggja daga nám-
skeið. Aðalstarf trúnaðarmanns-
ins er svo að flytja upplýsingar
frá KÍ og KFR til kennara auk
þess sem trúnaðarmenn tala máli
þeirra á trúnaðarmannafundum.“
Steinn segir að starfið höfði
ágætlega til sín, enda alltaf fylgst
vel með kjörum, kjarabaráttu og
útreikningi launa. „Ég tók mér
einu sinni hlé og þá fannst mér
ég detta svolítið út úr umræð-
unni um kjör og samninga. Nú-
orðið hafa kennarar góðan
möguleika á aðgangi að upplýs-
ingum, ekki síst í gegnum Netið,
og auk þess er trúnaðarmanna-
kerfið ágætlega virkt hvað upp-
lýsingastreymi varðar.“
Til þess að verða virkur í
trúnaðarráði, læra að flytja mál
og vinsa úr það sem þarf að
flytja til kennara telur Steinn að
trúnaðarmenn þurfi að sitja í
a.m.k. fjögur ár. „Þegar ég horfi
til baka á feril minn sem trúnað-
armaður held ég að ég skili
þessu aðeins betur núna. Sam-
starfið við KÍ er ágætt og ein
ástæðan enn fyrir því að æskilegt
er að trúnaðarmenn séu ekki of
stutt í starfi er sú að þá ná þeir
ekki að kynnast vel því fólki sem
vinnur á skrifstofunni og er í
stjórnum og ráðum á vegum
sambandsins. Ég var sjálfur á
móti stofnun hins nýja Kennara-
sambands,“ segir Steinn, „vegna
þess að ég taldi að það væri allt
of stórt og yrði ópersónulegt. Að
sumu leyti hefur reynslan sann-
fært mig enn frekar um þetta og
sem dæmi má nefna að formað-
ur sambandsins hefur aldrei
komið á trúnaðarráðsfund hjá
KFR frá stofnun þess. Þetta sýn-
ir hvað forystan fjarlægist félags-
manninn. Reynsla almennra
launþega af stórum heildarsam-
tökum á Íslandi, svo sem BSRB
og innan verkalýðshreyfingar-
innar, hefur ekki verið góð. En
vonandi verður hún önnur hjá
okkur og við fáum betri samn-
inga út úr þessu. Það reynir þá á
það núna.“
Steinn segir að enginn kenn-
ari ætti að missa af því að vera
trúnaðarmaður. „Þar lærir fólk
að meta ýmsa þætti og skilja bet-
ur af hverju hlutirnir eru ekki
öðruvísi og af hverju ekki er
hægt að semja um allt milli him-
ins og jarðar. Fólk áttar sig ekki
til fulls á lögum og reglugerðum
fyrr en það hefur farið á nám-
skeið eða starfað í þessu, einnig
hvernig kjarasamningar eru
samsettir, launaseðlar, ráðninga-
samningar og alls konar réttindi,
svo sem veikindaréttur og or-
lofsréttur.“
Steinn bendir á að þótt þakk-
læti í kennarastarfinu sé ef til vill
ekki mjög mikið þá sé það engin
nýlunda fyrir kennara. „Í smíð-
um og flísalögnum fær maður
þakklætið strax,“ segir Steinn,
„en í kennslunni endrum og
sinnum þegar maður hittir gamla
nemendur og foreldra sem sumir
hverjir gefa manni gott orð.
Kennurum sem tolla lengi í
starfi, eru trúir sínum vinnustað
og stuðla að festu og öryggi er
hins vegar hægt að umbuna með
því til dæmis að veita þeim heim-
ild til að taka allt að fimm daga
frí yfir veturinn án þess að hýru-
draga þá eða láta þá vinna það
upp með öðrum hætti. Til dæm-
is mætti miða við að þetta kæmi
eftir tuttugu ár í starfi og þar af
fimm við sama skóla. Reynsla
sem skapar stöðugleika í skóla-
starfi og aðhald í vinnu nemenda
er einskis metin.“
Hróður íslenska trúnaðar-
mannakerfisins hefur borist
víða, reyndar alla leið til suður-
hluta Afríku. Valgeir Gestsson
þekkir manna best sögu trún-
aðarmannakerfisins og á heið-
urinn af að því var komið á fót,
þótt hann haldi þeim upplýs-
ingum ekki á lofti sjálfur.
Skólavarðan janúar 2001
Trúnaðarmenn
12
Lífæð samskiptanna
Trúnaðarmenn
Tenging KÍ og kennara
Starf sem allir ættu að reyna
Norskt líkan,
íslenskt kerfi,
afrísk fyrirmynd
„Sem trúnaðarmenn lærir fólk að
skilja af hverju ekki er hægt að
semja um allt milli himins og
jarðar,“ segir Steinn Ólafsson
Hér með sæmi ég þig nafnbótinni
„ Trúnaðarmaður.“