Skólavarðan - 01.01.2001, Page 12

Skólavarðan - 01.01.2001, Page 12
Dagana 6. til 8. nóvember 2000 gerði Guðmundur Óli Sigurgeirsson dálitla vett- vangsrannsókn á tónmennta- kennslu í tveim dönskum grunnskólum (folkeskolen). Hann komst meðal annars að því að Dönum þykir tón- menntakennsla svo erfið að hún megi aldrei vera nema hluti kennslunnar. Aðdragandi þessarar rann- sóknar er sá að í vetur er ég þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í orlofi og nota það til náms í tónlist og tónmenntakennslu, en hana hef ég stundað jafn- framt annarri kennslu undan- farin fimmtán ár. Dagana 2.- 5. nóv. tók ég þátt í námskeiði um grannmál í Kaupmannahöfn á vegum norrænu ráðherranefnd- arinnar og félags dönskukenn- ara. Þar sem ég sá fram á að geta einnig nýtt ferðina á ódýr- an hátt til rannsóknar minnar hafði ég samband við tvo skóla, annan í Sabro sem er um 4000 manna sveitaþorp skammt fyrir vestan Árósa og hinn í Hinner- up sem er nokkru stærri bær litlu norðar. Skólarnir eru hvor í sinni sýslu svo að yfirstjórn þeirra heyrir hvor undir sína sýsluna. Þeir eru svipaðrar stærðar, hafa báðir milli fjögur og fimm hundruð nemendur á aldrinum 6 til 15 ára, að jafnaði tvær bekkjardeildir í árgangi. Allt fullt af hljóðfærum Aðbúnaður tónmennta- kennslu var mjög góður í báð- um skólunum. Báðir höfðu þeir vel búna og rúmgóða tón- menntastofu, þar sem öll tón- menntakennslan fer fram, með stórum geymslum fyrir hljóð- færi og námsbækur inn af. Hljóðfærakostur var mjög góð- ur. Á báðum stöðum var fjöldi alls kyns slagverkshljóðfæra, trommusett (eitt í Sabro og tvö í Hinnerup), nokkur rafhljóm- borð, rafgítarar og -bassar, kassagítarar, nokkur blásturs- hljóðfæri, hljóðnemar, magn- arakerfi með mixer, stakir magnarar, auk hins sígilda pí- anós. Í Hinnerup var auk þess tölva með tónlistarforriti til af- nota fyrir kennara. Í báðum skólunum er tón- mennt kennd sem skyldunáms- grein á aldursbilinu 7 til 12 ára og eftir það eiga nemendur kost á að taka tónmennt sem val- grein til loka grunnskólans. Í Sabro fá 1. til 4. bekkur tvær 45 mínútna kennslustundir á viku og 5. og 6. bekkur eina. Í Hinn- erup er tónmenntakennslan í 1. bekk samþætt bekkjarkennsl- unni og fer fram í bekkjarstof- unni en að öðru leyti er tíma- fjöldi sá sami. Kennslan er skipulögð skv. aðalnámskrá frá danska menntamálaráðuneytinu og skólarnir gera ekki sérstakar skólanámskrár fyrir tónmennt. Þó þurfa kennarar í Hinnerup að skila yfirliti yfir kennsluáætl- un vetrarins til skólastjóra að hausti. Námskráin er mjög opin og rými til sveigjanleika næst- um óendanlegt. Ekkert form- legt námsmat er í tónmennt og engar einkunnir eða umsagnir eru gefnar en nemendur flytja oft tónlist á bekkjarskemmtun- um fyrir foreldra og gesti og má Skólavarðan janúar 2001 Tónmennt í tve im dönskum grunnskólum 14 Helgina 3. til 5. nóvember hélt Skólastjóra- félag Íslands námstefnu sem bar yfirskriftina Stjórnun skólans í dag og undirtitill var staða fámennra skóla og breytt stjórnunar- mynstur í stærri skólum. Námstefna þessi var haldin í Reykjanesbæ og var mjög vel sótt. Erindi um stjórnun skólans í dag fluttu Sig- urjón Mýrdal dósent við KHÍ og Guðrún Geirs- dóttir lektor við HÍ. Gerður var góður rómur að máli þeirra en þau hafa verið að rannsaka þetta efni og gerðu m.a. grein fyrir þeirri þró- un og þeim breytingum sem orðið hafa á þessum vettvangi. Í máli þeirra kom fram að tilhneiging væri í þá átt að fagleg stjórnun viki fyrir fjármálastjórnun. Steen Hildebrandt prófessor frá Árósum í Danmörku flutti erindi sem hann nefndi Sjálf- stæði í stjórnun, þar lagði hann áherslu á að skólastjórar fylgdust vel með breytingum í samfélaginu en gættu þess að missa ekki leið- togahlutverkið sem faglegir stjórnendur. Fimm stutt erindi voru flutt undir yfirskrift- inni Fámennir skólar og breytt stjórnarmynst- ur í stærri skólum. Ólafur Arngrímsson skóla- stjóri á Stórutjörnum gerði grein fyrir stöðu fámennu skólanna nú, þar sem menn stæðu frammi fyrir sífelldri fækkun nemenda, og ræddi þau félagslegu áhrif sem það hefði á hvert byggðarlag ef skólinn gæti ekki staðið sig. Guðmundur Þór Ásmundsson hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur gerði grein fyrir þeim breytingum sem hafa verið í gangi í Reykjavík með því að auka við stjórnunarþátt- inn í skólunum. Í sjö skólum var farið að stað með þessa tilraun haustið 1999 og ætlunin er að þessu verði komið á í öllum skólum Reykja- víkur innan tíðar. Ragnar Gíslason skólastjóri skýrði frá því hvernig þetta væri útfært í Foldaskóla, einum stærsta skóla borgarinnar. Jóhann Albertsson skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra gerði grein fyrir breytingum þar sem einn skóli er nú starfandi í nýju sveit- arfélagi sem nær yfir Vestur-Húnavatnssýslu en þar voru áður fjórir skólar. Kennt er á fjór- um stöðum í þessum nýja skóla en Jóhann er skólastjóri yfir kennslustöðunum. Bragi Michaelsson bæjarfulltrúi í Kópavogi gerði grein fyrir sjónarmiðum sveitarfélag- anna varðandi skólann á nýrri öld og skýrði frá breytingum í stjórnun sem gerðar hafa ver- ið í Kópavogi. Eftir þessi erindi var mönnum skipt upp í vinnuhópa þar sem þessi mál voru tekin til umræðu. Hóparnir gerðu svo grein fyrir niður- stöðum sem uppeldis- og menntamálanefnd SÍ fékk í hendur til frekari úrvinnslu. Eftir móttöku hjá bæjarstjórn Reykjanesbæj- ar lauk námstefnunni með afmælishófi SÍ sem fagnar 40 ára afmæli á þessu ári. Það var mál manna að námstefnan hefði heppnast mjög vel og ástæða væri til þess að Skólastjórafélagið gæfi félögum sínum tæki- færi árlega til að hittast og ræða saman um það sem væri að gerast á sviði stjórnunar skóla. Kári Arnórsson Námstefna Skólastjórafélags Íslands 2000 Klappað, stigið og stappað Tónmennt í Danmörku Þriðjungur kennsluskyldu Ekkert formlegt námsmat

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.