Skólavarðan - 01.01.2001, Síða 17

Skólavarðan - 01.01.2001, Síða 17
Skólavarðan janúar 2001 19 Frétt i r og smáefni Dagur íslenskrar tungu er tileinkaður minningu Jónasar Hallgrímssonar og er hann 16. nóvember ár hvert. Ýmislegt er gert í skólum landsins þenn- an dag. Í Korpuskóla fólst vinnan í því að nemendur fundu eða sömdu ljóð sem þeir sendu síðan í tölvutæku formi til „merkra“ íslendinga. Í byrjun fór fram umræða um hvað orðið merkur þýðir og komu fram margar mismunandi túlkanir á því. Sem dæmi um merka Íslendinga má nefna afa, ömmu, frænda í útlöndum, forsetann, borg- arstjórann, alþingismenn, Bubba og Stefán Hilmarsson. Niðurstaða umræðunnar var að það væri ákvörðun hvers og eins hver væri merkur og hver ekki. Nemendur í 5. - 7. bekk bjuggu til eigin heimasíður þar sem þeirra ljóð voru birt ásamt skýringum á því hvers vegna viðkomandi ljóð var valið eða ort. Síðan buðu þeir sínum merku Íslend- ingum í heimsókn þangað með tölvupósti. Yngri nemendur í 1.- 4. bekk skrifuðu sín ljóð ásamt skýringum í word skjal og sendu það svo sem viðhengi í tölvupósti til sinna viðtakenda. Tilgangur verkefnisins var ann- ars vegar umræða og vinna með ljóð og hins vegar kennsla á tölvur. Það er skemmst frá því að segja að verkefnið tókst mjög vel og nemendur fengu mikil og góð viðbrögð. Þeir fengu tölvupóst með þakkarorðum og sumir fengu ljóð til baka. Óhætt er að segja að nemendur hafi komist í samband við umheiminn og uppgötvað hvað hægt er að gera í tölvu. Ekki er síður mikilvægt að um- heimurinn fékk að sjá hvað nemendur eru að gera í skólunum. Christine Björg Morancais er ein þeirra sem sendu frumsamið ljóð: Kæri Sverrir Hermannsson. Í tilefni af degi íslenskrar tungu völdum við í 5.-7. bekk Korpuskóla ljóð og settum það inn á netið. Þetta er í fyrsta sinn sem við setjum efni inn á okkar eigin heimasíðu í skólanum. Mig langar til að bjóða þér að skoða ljóð- ið mitt sem ég samdi en slóðina er að finna hér að neðan. http://korpuskoli.ismennt.is/Nem/b5 /Christine-b-vef.htm Kær kveðja, Christine Björg Morancais. Ljóðið hennar Christine heitir Dúfurnar mínar og er svona: Dúfurnar mínar fljúga fram og aftur. Þær láta mig fá bréf frá vinum og ætt- ingjum. Þær eru bestu vinir sem ég hef átt. Enginn á betri vini en ég. Ég á þær og enginn annar. Og Sverrir svaraði: Sæl, Christine Björg Morancais. Ég þakka þér fyrir að senda mér ljóðið þitt um dúfurnar. Það er fallegt ljóð um fjölskyldu, vináttu og væntumþykju. Íslenzka er okkar mál. Kveðja, Sverrir Hermannsson. Nemendur rökstuddu val sitt á ljóðum á ýmsa lund: „Fyndið og skemmtilegt og ekki væmið“, „dæmi um almennt veðurfar á Ís- landi“, „langt og gott“ og einn nemandi sagði um Báruljóð eftir Einar Braga: „Þetta ljóð er ekki frægt og margir hafa aldrei heyrt það. Textinn er líka mjög sérstakur og skemmtilegur. Mér hefur alltaf fundist þetta ljóð vera hrífandi og ekki langdregið.“ Annar nemandi valdi vísurnar Fljúga hvítu fiðrildin og Afi minn og amma mín af því að „þetta hafa alltaf verið uppáhalds ljóðin mín og mamma söng þau alltaf fyrir mig þegar ég var lítill.“ Margir nefndu að ljóðið væri fallegt, skemmtilegt, flott eða öðruvísi, ein- um fannst ljóðið furðulegt og annar sagðist hafa valið ljóðið vegna þess að hann kunni það, sá þriðji vegna þess að það var stutt. Margir tiltóku hvort ljóðið væri hefðbundið eða óhefðbundið og greinilegt að rætt hefur verið um það við börnin. Mörg barnanna fengu svör frá viðtakendum ljóðanna. Tölvufleygar dúfur Hið sívinsæla skólaskop stendur og fellur með því að kennarar sinni skoplegum söguburði til blaðsins. Að þessu sinni var leitað til kennaranna í Skógum, í háönnum á aðventu, og þeim er hér með þakkað fyrir að bregðast hratt og ljúflega við þessari ósvífni. Kennararnir í Skógum eru jafnframt þeir einu sem hafa brugðist við fyrir- spurn ritstjórnar um hvernig fólk vilji að blaðið þess verði, svo að þeir eru í tvöföldu uppáhaldi hjá ritstjórninni um þessar mundir. • Nemendur í 5. - 6. bekk í fámennum skóla úti á landi voru að rifja upp fyrir ensku- próf. Þeir flettu í gegnum bókina með kennaranum og rifjuðu upp orð og setningar. Einn nemandinn hnaut um orðið monkey og kennarinn, trúr kennslufræðinni, reyndi að útskýra það á ensku og endaði á því að segja: „There are six monkeys in here“ og ætlaði þannig að gera góðlátlegt grín að nemendum sínum. Að bragði svaraði einn nemandinn sem hafði byggt upp talsverða þekkingu á tungumálinu í gegnum vídeó og tölvur: „Yeah, and one big gorilla.“ Þið getið ímyndað ykkur við hvern var átt. • Tveir karlkennarar tóku að sér forföll í 1. bekk og skiptu með sér kennslustundun- um. Umsjónarkennari bekkjarins var að sjálfsögðu kvenkyns. Ýmsar uppákomur urðu eins og gengur og gerist og þar kom að einum drengnum þótti nóg um „kunn- áttuleysi“ karlpeningsins og eftir langt andvarp stundi hann upp: „Mennir eiga ekki að kenna sex ára.“ • Jólaannríkið tekur á sig margar myndir. Dag einn í desember eftir langan kennsludag þurfti kennari nokkur að keyra son sinn á sundæfingu sem hann gerði áfallalaust. Þegar heim var komið skildi hann ekkert í því að allt var slökkt en hann „vissi“ fyrir víst að sonurinn var heima vegna verkfalls í skólanum. Kennarinn varð mjög hissa og áhyggjufullur, æddi á hraðri ferð inn og fór um allt húsið hrópandi og kallandi á soninn en ekkert svar barst. Skýring? Hann var að sjálfsögðu á sundæfing- unni! Þekkir einhver kennari sjálfan sig í slíkum aðstæðum? Á öndinni Ljóðasendingar með nútímasniði Beðið eftir tölvunum

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.