Skólavarðan - 01.01.2001, Side 18
Að baki samningsgerð Félags grunnskóla-
kennara og Launanefndar sveitarfélaga ligg-
ur mikil vinna. Undirbúningur okkar
kennaranna hófst í rauninni um leið og
kjarasamningurinn, sem var undirritaður 27.
október 1997, var samþykktur með naumum
meirihluta félagsmanna. Án þess að ég rifji
það upp nánar er ljóst að það sem fylgdi í
kjölfarið hafði mikil áhrif á allt skólastarf.
Ósk kom frá sveitarfélögunum um gerð til-
raunasamnings en þrátt fyrir öflugt starf og
góðan vilja mistókst sú tilraun.
Mikil umræða hefur verið um bág kjör
kennara og sívaxandi kennaraskort undan-
farin ár og náði hámarki síðastliðið haust.
Kennarar kvörtuðu ekki einungis
undan lágu kaupi heldur einnig
auknu álagi og erfiðleikum í starfi.
Sjálfsmynd þeirra beið hnekki og til varð
eins konar „þjóðarsátt“ meðal þeirra um að
snúa þessari öfugþróun við. „Þjóðarsáttin“
endurspeglaðist í samþykktum stofnfundar
Félags grunnskólakennara en síðast en ekki
síst í niðurstöðum skoðanakönnunarinnar.
Um það sannfærðumst við Finnbogi Sig-
urðsson varaformaður FG í skólaheimsókn-
um okkar en alls höfum við heimsótt um það
bil 140 skóla frá því félagið tók til starfa 1.
janúar 2000.
Stjórn Félags grunnskólakennara ákvað að
skipa sérstaka kynningarnefnd til að kynna
starf kennara með það að markmiði að skapa
jákvæða mynd af starfi grunnskólakennara
og félagi þeirra.
Samninganefnd Félags grunnskólakennara
hefur náð ótrúlega vel saman allt frá fyrsta
fundi, jafnvel þótt mannabreytingar yrðu.
Hún hélt vinnufund í júní sl. og þar lögðum
við höfuð í bleyti og veltum fyrir okkur
hvaða möguleikar væru í stöðunni til að gera
verulegar breytingar á kjörum kennara án
þess að beita verkfallsvopninu. Ástæðan var
ekki sú að kennarar „þyrðu“ ekki í verkfall
heldur var mat okkar að grunnskólinn mætti
ekki við annarri holskeflu af því taginu.
Samningatækninámskeiðið sem nú er
frægt orðið kom því á afar heppilegum tíma
Frétt i r og smáefni
Skólavarðan janúar 2001
Getum borið höfuðið hátt
20
Fyrsti ársfundur Félags grunnskólakennara var haldinn á ársafmæli félagsins, 12. og
13. nóvember sl. Þau eru ekki mörg afmælisbörnin sem eiga tvo afmælisdaga en hjá
stóru og metnaðarfullu félagi dugar ekkert minna. Strangt til tekið er þó afmælið bara
þann tólfta en haldið upp á það í tvo daga, en á moti kemur að félagið tók til starfa 1.
janúar árið 2000, þannig að þar er hinn afmælisdagurinn kominn.
Í ársskýrslu stjórnar sem kynnt var á fundinum kom m.a. fram að þau tvö stöðugildi
sem félagið hefur yfir að ráða í Kennarahúsinu duga engan veginn til að sinna þeirri
þjónustu og starfsemi sem félaginu ber skv. lögum og eins er því þröngur stakkur
sniðinn fjárhagslega. Engu að síður
hefur margt áunnist og meðal ann-
ars má nefna skólaheimsóknirnar
sem eru nauðsynlegar til að styrkja
tengsl forystu við félagsmenn. Á ár-
inu voru 140 skólar sóttir heim í
þessu skyni.
Í hópastarfi á ársfundinum var
unnið að sex verkefnum, starfsemi
FG, svæðaskiptingu og starfsemi
svæðafélaganna, samningamálun-
um, kynningamálum, skólamálum
og fjárhagsáætlun. Meðal annars
kom fram hugmynd um gerð sjón-
varpsþátta, rætt var um aukið álag á
kennara, m.a. vegna mikillar fjölgun-
ar leiðbeinenda, rætt um nauðsyn-
lega endurskoðun svæðaskiptingar
og þörfina á að þrýsta á um útgáfu
námsefnis og stærri kvóta til náms-
gagnakaupa. Ítarlegri fréttir af fund-
inum er að finna í Fréttabréfi FG
sem gefið var út í nóvember sl.
Ársfundur FG
Ég er orðinn hundleiður á kennurum, þessum fáránlegu launakröfum þeirra og ótrú-
legu flóknu launatöflum. Það sem við þurfum er annað sjónarhorn.
Ef ég fengi að ráða vildi ég_borga kennurum sjálfur. Ég myndi borga þeim eins og
barnapíum. Já, einmitt, og losna við þessa hrikalegu skatta út af menntakerfinu. Ég
myndi láta þá fá þessar 250 krónur á tímann úr mínum eigin vasa, enda eru þeir bara að
passa börnin hvort eð er. Það myndi gera 1,250 krónur á dag því að mér dettur ekki í hug
að borga kaffipásur og svoleiðis, fimm tímar er hámark.
Hvað kenna þeir mörgum börnum á dag, eru þau ekki eitthvað um tuttugu? Það eru
20x1,250 = 25,000. En bíðum við, þeir kenna ekki nema 170 daga á ári! Ég ætla sko ekki
að borga þeim fyrir öll þessi frí. Látum okkur sjá, 170x25,000 gera 4,250,000 krónur.
Svo veit ég alveg hvað þið kennarar segið, hvað með menntun og reynslu, á ekkert að
meta það? Gott og vel, þið sem eruð með meistaragráðu, tíu ára starfsreynslu og tuttugu
endurmenntunarnámskeið getið kannski fengið aðeins meira. Þið verðið þá líka að lesa
sögu fyrir börnin en ekki bara passa að þau fari sér ekki að voða. Við getum bætt svona
50 krónum á tímann fyrir það. Það gerir
1,500 á dag fyrir hvert barn, 30,000 fyrir
bekkinn, 5,100,000 á ári...HA?!?
Bíðið aðeins, þetta er yfir 400 þúsund kall
á mánuði! Heyrðu, við verðum að fá annað
sjónarhorn á þetta. Hefur einhver séð launa-
töflur kennara liggjandi einhvers staðar?
keg þýddi, staðfærði og endursagði.
Borgum kennurum eins og barnapíum
Ønske: Bolig i eller nær Reykjavik, 2
uger i juli 2001. Plads til 4 voksne,
eventuelt med bil.
Tilbud: Rækkehus i Viborg, Jylland,
Danmark i samme periode.
Fuldt udstyret hus med 4 sovepladser
nær skov og sø, 4 km. fra centr-
um. Eventuelt bytte med bil.
Henvendelse:
Hanne og Erlend Thorvardarson
Hyrdebakken 228
8800 Viborg.
Tlf.: ++45 8667 4112
E-mail Hanne Thorvardarson@vi-
borgsem.dk
Boligbytte
Næsta sumar langar fullorðin hjón, Bodil og Christen, að ferðast um Ísland í júní-
mánuði, í tvær til þrjár vikur. Þau eiga tveggja hæða raðhús í Hillerød, 30 km norður af
Kaupmannahöfn og bjóða einnig upp á bílaskipti. Einnig er möguleiki á að fá lánað
sumarhús þeirra eftir samkomulagi.
Áhugasamir hafi samband í síma 45 81 65 46 eða e mail: cskar@ddf.dk
Einnig má hafa samband við Mörtu Eiríksdóttur á Íslandi í síma 421-4048.
Viltu skipta á húsnæði í Danmörku?