Skólavarðan - 01.01.2001, Síða 19
Skólavarðan janúar 2001
Frétt i r og smáefni
21
fyrir okkur og féll mjög vel að þeirri
vinnu sem þegar lá fyrir í félaginu. Auk þess
fékk hver samninganefndarmaður það
heimaverkefni í haust að skrá hlutverk sitt í
nefndinni og hvernig þeir gætu starfað sam-
an til sigurs. Meðal þess sem þar kom fram
var að allir höfðu brennandi áhuga á starfi
sínu og vildu leggja sitt af mörkum til að það
yrði metið að verðleikum í stað þess að vera
áhorfendur eða skorast undan ábyrgð. Við
höfum leyft öllum að segja það sem þeim
finnst umbúðalaust og rætt okkur út úr þeim
kreppum sem upp hafa komið. Við ákváðum
að tala vel um viðsemjendur okkar og líta
aldrei á þá sem óvini eða andstæðinga. Við
erum sammála um að kjaramálin geta verið
skemmtileg og að samningafundir þurfi
hvorki að vera þrúgandi né leiðinlegir.
Að lokum langar mig að þakka fyrir hlýjar
kveðjur í okkar garð og ég á mér þá ósk
heitasta að þessi nýi kjarasamningur feli í sér
betri skóla fyrir alla: grunnskólakennara,
nemendur, skólastjórnendur, sveitarfélögin
og þjóðina alla.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir formaður
Félags grunnskólakennara
Símenntunarstofnun Kennaraháskóla Íslands var stofnuð árið 1999 og tók þá við
hlutverki endurmenntunardeildar skólans sem hafði gegnt lykilhlutverki í endurmennt-
un grunnskólakennara og fengið til þess fé á fjárlögum ár hvert. Í ársbyrjun 1999 var
stofnaður Endurmenntunarsjóður grunnskóla og voru fjárveitingar til endurmenntunar
grunnskólakennara settar í sjóðinn og fleiri aðilum en Kennaraháskólanum gert kleift
að halda námskeið. Símenntunarstofnun fékk samt sem áður sérstaklega fjármagn til
að standa fyrir námskeiðum auk þess sem hún sótti um í Endurmenntunarsjóð líkt og
aðrir. Til skýringar má nefna að á árinu 2000 fékk Símenntunarstofnun styrk úr sjóðn-
um til að halda 13 námskeið en vegna fjárveitingar á fjárlögum var hægt að bjóða upp
á mun fleiri námskeið. Nú virðist sem peningarnir til Símenntunarstofnunar séu gufað-
ir upp og fjárveiting til Endurmenntunarsjóðs lækkar að auki. Á fjárlögum fyrir árið
2001 er ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til stofnunarinnar og þar sem hún fær ekki þetta
fé til starfsemi sinnar á næsta ári er ljóst að hún verður að fara að selja inn á námskeið
sín sem ekki verða styrkt sérstaklega af Endurmenntunarsjóði grunnskóla. Kennarar
eru vanir því að geta sótt endurmenntun til KHÍ sér að kostnaðarlausu en nú má gera
ráð fyrir að þeir þurfi að ábyrgjast greiðslu á þeim námskeiðum sem þeir fengu áður
milliliðalaust, hvort sem þeir borga þau úr eigin vasa eða fá vinnuveitendur sína til að
borga beint eða með endurgreiðslu úr Endurmenntunarsjóði Kennarasambandsins.
Vegna nýrrar aðalnámskrár var samþykkt að gera sérstakt átak í endurmenntun á að-
lögunartíma hennar sem áætlaður er þrjú ár frá haustinu 1998. Þetta átak virðist nú
helst felast í því að koma í veg fyrir endurmenntun í stað þess að efla hana, samanber
féð sem finnst hvergi. Er ríkið að draga saman seglin eða er þetta tilflutningur í önnur
verkefni á vegum menntamálaráðuneytisins? Við því hafa enn ekki fengist svör.
Til glöggvunar:
Árið 1999 fær Símenntunarstofnun 15,4 miljónir á fjárlögum en Endurmenntunar-
sjóður grunnskóla tæpar 18 miljónir. Árið 2000 fær stofnunin 10 miljónir og sjóðurinn
tæplega 22 miljónir. Árið 2001 á ekki að veita neinu fé til Símenntunarstofnunar og
fjárveiting til Endurmenntunarsjóðs lækkuð í 18,4 miljónir.
keg
Hvar liggja peningarnir?
Barnavefsíða NASA, geimvísinda-
stofnunar Bandaríkjanna, er eftirtektar-
vert framtak. Marga krakka dreymir um
að verða geimfarar og NASA nýtir sér
vinsældirnar og sýnir fram á að slíkir
draumar og dóp eiga ekki saman. Slóðin
er http://www.nasa.gov/kids.html
Kannaðu geiminn en láttu dópið eiga sig
Vefritið Hrekkjusvín er
skrifað af ungu fólki með
skoðanir og vel þess virði að
gefa því gaum. Slóðin er
www.hrekkjusvin.is
Hrekkjusvín
eða European Schoolnet er með afskaplega langa slóð: http://www.en.eun.org
/eun.org2/eun/en/index.html en vefurinn er fjölbreyttur og mikið af hagnýtum upplýs-
ingum, meðal annars um ráðstefnur. Evrópska skólanetið er í mikilli þróun og undan-
farið auglýst eftir starfsfólki, aðallega vefsmiðum, á heimasíðunni. Nýleg áhugaverð
grein á vefnum fjallar um
„hypervideo“, nýju kyn-
slóðina í gagnvirkri miðlun, sem
er eins konar samkrull hreyfi-
mynda og margmiðlunar og þykir
líkleg til að auka enn á gróskuna í
spennandi námsgögnum sem
vekja áhuga nemenda.
Evrópska skólanetið
Sláðu þá inn slóðina www.megastories.com og áhuginn eykst örugglega til muna.
„Stórufréttavefurinn“ er fullur af ítarlegum fréttaskýringum um stóru málin sem alltaf eru til
umræðu í heiminum en fæstir hafa yfirsýn yfir. Sögulegt yfirlit, gott samhengi og mörg
sjónarhorn (t.d. bæði Ísraela og Palestínu-Araba) gera það að verkum að vefurinn nýtist vel í
kennslu sem ítarefni fyrir kennarann og einnig þá unglinga sem hafa gott vald á enskunni. Á
vefnum eru líka skemmtilegir spurningalistar þar sem hægt er að kanna vitneskju sína á t.d.
Rússlandi, Atlantshafsbanda-
laginu eða Microsoft-fyrirtæk-
inu. Þetta efni er undir liðnum
Newsquest og þegar spurning-
um hefur verið svarað er gefin
einkunn, rétt svör og vísað á ít-
arefni.
Hefurðu takmarkaðan áhuga á fréttum?
Þetta er yfirskriftin á bandarískum fréttavef á Netinu, á frummálinu „The Positive Press -
Good News Every Day.“ Slóðin er www.positivepress.com og fréttirnar eru samtíningur úr
ýmsum dagblöðum og öðrum miðlum. Á vefnum er líka að finna uppbyggilegar tilvitnanir, já-
kvæða spjallrás og upplýsingar um bækur og sögur sem örva fólk til dáða. Einnig er hægt að
láta senda sér fréttirnar í tölvupósti. Meðal fréttanna nýverið er ein um rannsókn sem sýnir að
ofbeldi fer minnkandi í bandarískum skólum og hefur gert frá 1992. Það ríkir því ekki eilíft
svartnætti í byssulandi og kannski sleppum við undan því að flytja inn ameríska skólaofbeldið
fyrst það er að komast úr tísku þar í landi án þess að hafa náð fótfestu hér svo nokkru nemi.
Ágætur vefur, ekki síst í ljósi þess að margir hafa áhyggjur af að ofgnótt slæmu fréttanna
hafi mótandi áhrif á samfélagið, geri það sem sagt verra. Slagsíða á fréttavali á kostnað já-
kvæðu fréttanna er alþekkt, enda sagt að engar fréttir séu góðar fréttir. Fréttaheimurinn virðist
hafa skilið þetta svo að góðar fréttir séu bara alls ekki fréttir. Jákvæða pressan er innlegg í
baráttuna gegn þessu fréttamati.
Jákvæða pressan - góðar fréttir daglega
Vefanest i