Skólavarðan - 15.10.2002, Side 2

Skólavarðan - 15.10.2002, Side 2
Nú eru einungis rúmir sex mánuðir þar til kosið verður til alþingis. Skólamál og framtíð skólakerfisins eru meðal mikilvægustu mála sem kosið verður um í vor. Meðal annars verður kosið um það hve miklu fé eigi að verja til skóla- mála. Þó að einungis framhaldsskóla- og háskólastig séu alfarið á ábyrgð og kostnað ríkisins skiptir ekki síður miklu máli fyrir leik-, grunn- og tónlistarskólastig hvernig alþingi er skipað. Framtíð þessara skólastiga er háð pólitískum vilja og skilningi alþingis ekki síður en sveitarfélaga. Kennarasamband Íslands gagnrýndi á sínum tíma harðlega hve lítið fjármagn fylgdi flutningi grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. Sú gagn- rýni á enn fullan rétt á sér. Ég tel það vera eitt af brýnustu verkefnum á næstu árum að stórauka fjárframlög til framhalds- og háskóla ásamt því að breyta skiptingu skatttekna frá því sem nú er þannig að sveitarfélögin fái meira í sinn hlut. Það hlýtur að teljast óeðlilegt að sveitarfélögin í landinu séu rekin með halla en ríkissjóður skili hagnaði ár eftir ár. Ýmsir ráðherrar segja reyndar að þetta stafi af óráðsíu í fjármálastjórn sveitar- félaga og beina þá oft spjótum sínum að stjórnendum Reykjavíkurborgar. Hið rétta er auðvitað að sveitarfélögin í landinu eru jafnmisjöfn og þau eru mörg og þeim er stjórnað af einstaklingum sem tilheyra mismunandi stjórnmálaflokkum. Ekki má heldur gleyma því að þingmenn eru íbúar hver í sínu sveitarfélagi og eru oft virkir þátttakendur í sveitarstjórn áður en þeir setjast á þing og í sumum tilfellum jafnhliða þingsetu. Mér finnst það vera frumskylda þeirra sem hyggjast bjóða sig fram til alþingis að upplýsa um stefnu sína í skólamálum eins og öðrum málum og hvort þeir séu fylgjandi því að samfélagið verji meira fjármagni til skólamála en nú er gert. Sveitarfélögin hafa mörg hver ekki efni á að ráðstafa meiru til skólanna en nú er gert nema til komi auknar tekjur. Til að standast alþjóðlega samkeppni á komandi árum verðum við að vera tilbúin að leggja meira fjármagn í menntun og það verður ekki gert nema með tilstuðlan alþingis. Í aðdraganda kosninga er eðlilegt að spyrja þingmannsefni áleitinna spurninga um þessi mál og ganga eftir efndum að loknum kosningum og stjórnarmyndun. Það er aðeins eitt sem er öruggt að gerist í framhaldi kosninga og það er að einhverjir 63 einstaklingar af framboðslistum flokkanna setjast á þing og úr þeim hópi verður næsta ríkisstjórn til. Það er ekki óeðlileg krafa að þeir sem sækjast eftir þessum sætum upplýsi okkur hin um stefnumál sín og loforð svo að við getum krafið þá um efndir eftir kosningar. Eiríkur Jónsson Formannspist i l l 3 Fjármögnun skólakerfisins

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.