Skólavarðan - 15.10.2002, Síða 5

Skólavarðan - 15.10.2002, Síða 5
Ges task r i f6 einhver besta aðferðin við að tileinka sér tungumál og ég er höll undir þá skoðun að lestur vondra bóka geri líka sitt gagn. Bókmenntir eiga sér hins vegar sjálfstætt líf sem er óháð tungu- málinu og því er alls ekki sýnd nægjanleg ræktarsemi í skólakerfinu. Bókmenntir eru listgrein og mér finnst að sem slíkar eigi þær betra hlutskipti skilið en að vera undirflokkur í íslenskukennslu. Bók- menntir eiga að tilheyra því sviði námsins sem leggur áherslu á skapandi starf. Ég held að ef bókmenntirnar yrðu sérstök náms- grein í sama flokki og mynd- mennt og tónmennt, í grunn- skóla, framhaldsskóla og listaháskóla, mundi viðhorf Íslendinga til þeirra breytast verulega með einni kynslóð eða svo sem mér fyrir mitt leyti finnst virkilega eftir- sóknarvert takmark. Bók- menntirnar fengju þá ekki lengur að valsa um landið eins og ginnheilög kýr sem lifir og deyr til þess eins að fæða af sér afkvæmi. Með því að gera bókmenntir að skap- andi námsgrein verða þær með tímanum almennings- eign - ekki í bókahillum landsmanna heldur í hugum þeirra og hjörtum - og ég er sannfærð um að aðeins með því móti muni bókmenntirnar aftur öðlast þann sess sem þær höfðu þegar þær gengu mann fram af manni og lifðu í munnlegri geymd. Þótt ég orði þetta svona er ég engan veginn að mæla með utan- bókarlærdómi á ljóðum enda er það viðurkennd staðreynd að ljóð og kvæði hafa ekki orðið almenningi neitt tamari í munni eða þjálli í lestri þrátt fyrir linnulaust utanbókarstagl margra kynslóða skóla- barna gegnum tíðina. Áhuga á ljóðum og bókmenntum verður að vekja innan frá með því að finna neistann og sprekin sem halda eld- inum lifandi, einfaldlega af því að svoleiðis eilífðarbál verður aldrei kveikt með olíu og eldspýtum. Hvernig væri að leggja bragfræði, stílfræði og aðrar reglur á hill- una í lengstu lög og snúa börnunum í staðinn að því að lesa sögur og ljóð hvert fyrir annað og í einrúmi og hvetja þau á sama tíma til skapandi skrifa. Ég sé þau fyrir mér semjandi ferskeytlur, limrur, rímur, rapptexta, væmna dægurlagatexta og óbundin ástarljóð án þess að vita nokkuð um bragliði, ljóðstafi og stuðlasetningu því fyrst er að prófa sig áfram - svo kemur rímið, þá hrynjandin og þegar þangað er komið kemur restin að hluta til áreynslulaust. Ég sé þau fyrir mér í rímna- keppni framhaldsskólanema kastandi fram fyrri pörtum og botnum og kveðandi í kapp heilu bálkana. Ég sé þau fyrir mér skrifa sögur og ljóð sem síðan birtast í blaði eða bók sem hægt er að gefa út í skól- anum. Ég sé þau fyrir mér skrifa leikrit sem þau setja upp sjálf og skrifa handrit að stutt- myndum og heimildarmyndum sem þau vinna svo sjálf. Ég sé þau fyrir mér gera þetta allt og ótalmargt fleira og ég er viss um að þessi nálgun gæti orðið til að endurnýja lífdaga ljóða og annarra bókmenntagreina. Þess utan held ég að um leið og notkun tungumálsins verður hluti af skapandi hugsun fari málið að lifa sjálfstæðu lífi sem er forsenda þess að börn, unglingar og full- orðið fólk geti tjáð allar þær hugsanir og tilfinningar sem bærast með lifandi manni. Og þá er ég komin í hring. Linda Vilhjálmsdóttir Höfundur er skáld. Bókmenntir eiga sér sjálfstætt líf sem er óháð tungu- málinu og því er alls ekki sýnd nægjanleg ræktar- semi í skólakerfinu. Bókmenntir eru listgrein og mér finnst að sem slíkar eigi þær betra hlutskipti skilið en að vera undirflokkur í íslenskukennslu. Bókmenntir eiga að tilheyra því sviði námsins sem leggur á- herslu á skapandi starf. Ég held að ef bókmenntirnar yrðu sérstök námsgrein í sama flokki og myndmennt og tónmennt, í grunnskóla, framhaldsskóla og lista- háskóla, mundi viðhorf Íslendinga til þeirra breytast verulega með einni kynslóð eða svo sem mér fyrir mitt leyti finnst virkilega eftirsóknarvert takmark.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.